Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 13
21. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR13 Orkulykillinn hefur ekkert nema góðar hliðar. Hafðu hann á kippunni og tryggðu þér: www.orkan.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 5 54 30 0 6/ 11 Opinn ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2011 www.or.is Orkuveita Reykjavíkur heldur í fyrsta sinn opinn ársfund 23. júní 2011 kl. 14:00 til 16:00. Það er gert til að auka gegnsæi í starfseminni og stuðla að upplýstri umræðu um málefni fyrirtækisins. Á fundinum verða kynntar áherslubreytingar í rekstri, skipulagi og þjónustu OR, drög að nýrri eigendastefnu fyrir fyrirtækið og staða úttektar eigenda á tildrögum fjárhagsvanda fyrirtækisins. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík. Vinsamlega skráið þátttöku á http://www.or.is/arsfundur Grunngildi OR eru virðing, hagsýni, heiðarleiki, eldmóður, traust og sveigjanleiki. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins. FÓLK „Ég hélt að það væri einhver að fíflast í mér – gera grín og hafa gaman af karlinum,“ segir Gunn- laugur Sigurðsson, 79 ára íbúi í Fellsmúla, um það þegar honum var tilkynnt það á sunnudagsmorg- un að hann hefði hlotið nafnbótina Reykvíkingur ársins 2011. „En svo reyndist þetta bara vera alvara,“ bætir hann við. Það var nágranni Gunnlaugs í blokkinni í Fellsmúlanum sem til- nefndi hann fyrir óeigingjarna viðhaldsvinnu á lóð blokkarinnar í áratugi án nokkurrar greiðslu. Gunnlaugur, sem er fyrrverandi lögreglumaður, hefur reyndar selt íbúðina í Fellsmúla og leitar sér nú að nýju húsnæði. Gunnlaugur segir mjög ánægju- legt að granninn kunni að meta nábýlið við hann. „En manni finnst maður nú ekki eiga þetta skilið.“ Hann reyni að taka reglulega til hendinni. „Maður mætti samt sannarlega vera duglegri.“ Gunnlaugi var boðið að opna Elliðaárnar í gærmorgun og renndi þar fyrir fyrsta laxinn klukkan sjö. Fimmtán mínútum síðar var sá fyrsti kominn á land og sá síðari fylgdi í kjölfarið hálf- um öðrum tíma seinna. „Maður náði kvótanum – það tókst með hjálp frábærra manna,“ segir Gunnlaugur, sem aldrei fyrr hafði veitt á stöng en líkaði vel. - sh Reykvíkingur ársins veiddi maríulax í Elliðaánum: Tókst með hjálp frábærra manna Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Gunnlaugur naut samvista við oddvita meirihlutaflokkanna í borgarstjórn á árbakkanum, þá Jón Gnarr borgarstjóra og Dag B. Eggertsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STOLTUR Gunnlaugur landaði fyrsta lax- inum eftir fimmtán mínútur. Hann hafði ekki áður veitt á stöng. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.