Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 21. júní 2011 25 Denise Richards er að vinna að ævisögu sinni, þar sem hún ætlar að leysa frá skjóðunni varðandi hjónabandið og skilnaðinn við Charlie Sheen. „Ég ætla að segja frá öllu því góða úr hjónabandinu, því fólk hefur aðeins fengið að heyra um það slæma. Ég ætla samt að tala meira um hvernig mér leið á þessum tíma, því ég tel að marg- ar konur geti fundið sig í mínum sporum þegar ég fór í gegnum skilnaðinn, forræðis deiluna og það að vera einstæð móðir. Ég segi kannski ekki frá öllu en bókin verður vonandi ein hverjum inn- blástur. Ég gekk í gegnum margt og ég fæ margar spurningar um þennan tíma í lífi mínu, svo ég ákvað að skrifa söguna mína og vonandi sjá þeir sem hafa gengið í gegnum svipaða hluti að það er ljós í enda ganganna,“ segir Denise, en bókin kemur út hinn 27. júlí. Denise Richards leysir frá skjóðunni ERFIÐUR TÍMI HJÁ RICHARDS Denise Richards ætlar að segja frá hjónaband- inu og skilnaðinum við Charlie Sheen í ævisögu sinni sem kemur út í júlí. Megan Fox lét reka sig frá þriðju Transformers- kvikmyndinni. Ástæðan ku vera sú að Fox líkti leikstjóranum Michael Bay við Hitler og þetta kunni framleiðandinn Steven Spielberg ekki að meta. Bay sagði við Spielberg: „Þú veist af þess- um Hitlers-ummælum,“ og Spielberg svaraði um hæl: „Rektu hana á stundinni.“ Michael Bay átti þó ekki að hafa móðgast yfir ummæl- unum en fór engu að síður að ráðum Spiel- bergs, rak Fox og réði Victoria‘s Secret mód- elið Rosie Huntington-Whitely í staðinn. Rekin fyrir Hitlers-ummæli REKIN Megan Fox líkti Michael Bay, leikstjóra Transformers, við Hitler og mátti í kjölfarið taka pokann sinn. „Já, þú segir mér fréttir. Það er gaman að heyra að fólk sé að finna ástina í miðbænum um helgar,“ svaraði Svavar Pétur Eysteins- son, meðlimur hljómsveitar innar Skakkamanage og Prins Póló þegar Fréttablaðið hafði samband og greindi honum frá því að lag hans „Niðrá strönd“ væri að slá í gegn á dansgólfum borgarinnar. Umrætt lag er komið í nýja og dansvædda útgáfu plötusnúðanna Margeirs Ingólfssonar og Jóns Atla Helgasonar. Sú útgáfa fyllir dansgólfin og er kandídat í sumar- smell ársins 2011. „Ég er mjög ánægður með þessa útgáfu af laginu hjá strákunum og það kemur mér ekkert á óvart að þetta slái í gegn enda eru Margeir og Jón Atli færir menn,“ segir Svavar og viðurkennir að hann sé svo heimakær að hann hafi ekki stundað skemmtistaðina lengi. „Ég er svo mikill innipúki en núna verð ég að fara að gera mér ferð í bæinn og sjá dansinn duna við Niðrá strönd.“ Lagið átti upphaflega ekki að fara inn á plötuna Jukk, sem kom út síðasta haust og er fyrsta plata Prins Póló. „Sögu lagsins svipar örlítið til smellsins Garden Party með hljómsveitinni Mezzoforte en það var líka lag sem átti ekki að fara inn á plötuna en endaði með að vera aðallag sveitarinnar. Niðrá strönd byrjaði á einni nótu og svo kom textinn seinna meir og er í raun bara eitthvert bull sem ég sauð saman,“ segir Svavar. „Eigum við ekki að segja að textinn sé eins konar ástarsaga úr gettóinu?,“ segir Breiðhyltingur- inn Svavar, en lagið má nálgast á tónlistarvefnum gogoyoko.com - áp Óvæntur smellur frá Prins Póló FER MEÐ FÓLK NIÐUR Á STRÖND Tónlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson syngur sumarsmellinn Niðrá strönd sem fyllir dansgólf borgarinnar um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Söngkonan Pink og eiginmaður hennar, mótorkrosskappinn Carey Hart, eignuðust dótturina Willow Sage fyrir rúmum hálfum mánuði. Söngkonan segist ánægð með lífið en viðurkennir að hún sakni þess að fá sér viskí- dreitil. „Líf mitt samanstóð eitt sinn af viskíi, tárum og sígarettum. Nú er það hor, tár og barnakúkur, þvílík hamingja,“ ritaði söng- konan á Twitter-síðu sinni og bætti svo við stuttu síðar: „Ég sakna þó viskísins.“ Fjöl- skyldunni heilsast vel og nýverið sagðist Hart sjaldan hafa verið hamingjusamari. Pink saknar viskís N O R D IC PH O TO S/ G ET TY ÁNÆGÐ Pink er hamingju- söm í nýju hlutverki sínu sem móðir. í Timbursölu BYKO Breidd 25-50%afsláttur Byggingartimbur - Gri ndarefni - Burðarviðu r - Gagnvarið timbur - Vatnsklæðning og pan ill - Plötur - Þakstál - Gallað/skemmt efni á sérafslætti! 21. - 28. júní

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.