Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 14
14 21. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Borgarráð Reykjavíkur fær til umfjöllunar á næstu dögum reglur mann- réttindaráðs um samstarf skóla og trúar- og lífsskoð- unarfélaga. Þegar borgar- ráð tekur afstöðu í málinu er mikilvægt að stuðst sé við vísindalegar rannsókn- ir þannig að ákvörðunina megi rökstyðja með fag- legum hætti. Slíkar rann- sóknir er auðvelt að nálgast með leitarvélum. Skólasam- félagið er vísindasamfélag og verður að vera hafið yfir pólitíska stefnu í þessu máli sem öðrum. Margar rannsóknir sem hafa verið gerðar innan heil- brigðis- og félagsvísinda hafa rannsakað tengsl trúar við ýmsar breytur svo sem hamingju, heilsufar, tilgang í lífinu og sjálfs- víg svo dæmi sé tekið. Niðurstöður benda til að þeim sem telja sig trúaða vegni almennt betur en hinum. Því er mun nær fyrir Reykjavíkurborg að hvetja börn til þátttöku í trúarlegu starfi og nýta þær rannsókn- ir sem hafa verið gerðar, í stað þess að leita leiða til að hindra aðgengi barna að upp- lýsingum um trúariðkun í nærsamfélaginu. Komi barn heim með bæklinga sem for- eldrum hugnast ekki þá er það að sjálfsögðu þeirra hlut- verk að leiðbeina barninu. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að segir að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn. Reykjavíkurborg er ekki stætt á að fara gegn vísindalegum rannsóknum. Borgarráði er því ekki stætt á að samþykkja reglur mannréttindaráðs. Borgarráð, börnin og trúin Skólar og trúfélög Dögg Harðardóttir fulltrúi í stjórnlagaráði Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að segir að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn. Tveir í Einari Í Einari K. Guðfinnssyni búa tveir menn. Annar trúir á markaðslegar for- sendur auðlindanýtingar og talar um sjávarútvegsmál, hinn á félagslegar forsendur og ræðir landbúnaðarmálin. Fiski-Einar Einar skrifaði pistil á heimasíðu sína á sunnudag þar sem hann fettir fingur út í hugmyndir Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur og Svandísar Svavarsdóttur, sem sögðu auðlinda- nýtingu snúast um fleira en krónur og aura. „Hér er greinilega verið að kynna þann boðskap að sjávar- útvegurinn eigi ekki að lúta sömu lögmálum og aðrar atvinnugreinar,“ skrifar Einar. „Reka eigi sjávarútveginn á grundvelli félagslegra sjónarmiða.“ Það sé pólitísk kredda, ættuð úr ESB og engum til góðs. Einar veit hvað hann syngur í þessum efnum enda er hann fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Sveita-Einar Einar er líka fyrrverandi land- búnaðarráðherra og hefur varað við landbún- aðarstefnu ESB en á þveröfugum forsend- um. „Evrópusambandið er í rauninni að segja: Hendið burtu íslenskri landbúnaðarstefnu,“ sagði Einar á þingi í fyrra. „Að sjálfsögðu fer allt þetta tollaverk burtu og öll toll- vernd íslensks landbúnaðar gagnvart Evrópumarkaði.“ Þar endurómaði Einar málflutning sinn sem ráðherra, þegar hann sagðist til dæmis ekki ætla að „rústa íslenskum landbúnaði“ með því að lækka tolla og leyfa inn- flutning á kjöti – eða láta landbúnað lúta sömu lögmálum og aðrar atvinnugreinar, eins og Fiski-Einar hefði kannski orðað það. bergsteinn@frettabladid.is TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk Nýjar og betri umbúðir! Í tilefni af alþjóðadegi flóttamanna í gær birti Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) skýrslu um stöðu flóttamanna á heimsvísu. Þar eru ýmsar sláandi upplýsingar. Þegar Flóttamannahjálpin var stofnuð fyrir 60 árum fór hún með mál um 2,1 milljónar flóttamanna, sem hafði hrakizt frá heimilum sínum vegna ófriðarins í Evrópu. Nú er hins vegar talið að flóttamenn séu tæplega 44 milljónir. António Guterres, yfirmaður Flóttamannahjálparinnar, benti á það í gær að víða í ríkum, vest- rænum iðnríkjum væri sá mis- skilningur á ferð að flóðbylgja flóttamanna ógnaði þeim. Við þurfum ekki að horfa langt út fyrir landsteinana til að sjá upp- gang stjórnmálaflokka sem gera út á andúð á flóttamönnum. Staðreyndin er hins vegar sú, eins og Guterres benti á, að um áttatíu prósent flóttamanna hafast við í fátækum ríkjum í þriðja heiminum, sem hafa miklu verri for- sendur til að hjálpa þeim en ríku iðnríkin. Af um milljón Líbíu- mönnum sem hafa hrakizt frá heimilum sínum vegna ófriðarins í landinu hafa um tvö prósent knúið dyra í ríkjum Evrópu. Í skýrslu UNHCR er bent á að í Pakistan séu 710 flóttamenn á hvern Bandaríkjadal landsframleiðslu á mann. Til samanburðar er nefnt að í Þýzkalandi, þar sem eru nú tæplega 600.000 flóttamenn, séu sautján flóttamenn á hvern dal landsframleiðslu á mann. Flóttamannahjálpin kallar eftir að iðnríkin taki við fleira flótta- fólki og leggi meira af mörkum til friðarumleitana á ófriðar svæðum, þannig að flóttamenn geti snúið til heimkynna sinna. Guterres orðar það svo að heimsbyggðin hafi brugðizt flóttamönnum. Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, skrifaði grein hér í blaðið í gær og sagði RKÍ vona að almenningur á Íslandi yrði áfram jákvæður í garð þeirra sem neyddust til að flýja í leit að vernd. Það er mikið rétt að Íslendingar hafa almennt reynzt flóttamönnum hér vel. Sú spurning er hins vegar áleitin hvort við höfum lagt það af mörkum sem við getum til að hjálpa fólki sem neyðzt hefur til að flýja heimkynni sín. Frá árinu 1956 hefur Ísland tekið við um 530 flóttamönnum. Í skýrslu UNHCR eru 89 manns með stöðu flóttamanna (hælis- leitendur og fólk án ríkisfangs er þá ekki talið með) sagðir á Íslandi í lok árs 2010. Hvernig sem á málið er litið eru þetta sorglega fáir í samanburði við frammistöðu flestra nágrannalanda okkar í móttöku flóttamanna. Í Svíþjóð og Noregi eru flóttamenn um 0,8% mann- fjöldans, í smáríkinu Lúxemborg um 0,6%, í Austurríki 0,5%, í Danmörku 0,3% og í Finnlandi og á Írlandi um 0,2%. Talan á Íslandi? Heil 0,026% samkvæmt skýrslu UNHCR. Nágrannaríkin taka við tífalt til fertugfalt fleiri flóttamönnum miðað við mannfjölda. Ef notaður er ofangreindur mælikvarði Flóttamannahjálparinnar um flóttamenn á hvern dollara landsframleiðslu á mann (hún er u.þ.b. 40.000 dalir á Íslandi) er talan 0,002 hér á landi. Erum við örugglega að gera okkar bezta? Um 80 prósent flóttamanna hafast við í bláfátækum ríkjum. Ríku löndin firra sig ábyrgð. Gerum við okkar bezta? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.