Fréttablaðið - 29.06.2011, Page 1

Fréttablaðið - 29.06.2011, Page 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 EVRÓPUMÁL Tíu milljarða ávinn- ingur var af mennta- og vísinda- samstarfi Íslands við Evrópusam- bandið síðustu fimmtán ár. Þetta kemur fram í grein Ágústs Hjart- ar Ingþórssonar, forstöðumanns Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, í Fréttablaðinu í dag. Styrkir til íslenskra aðila námu 150 milljónum evra á árunum 1995 til 2010. Það jafngildir 25 milljörð- um á núverandi gengi. Öll umrædd ár hefur Ísland greitt minna í þátt- tökugjald en sem nemur styrkveit- ingum. Munurinn er 60 milljónir evra, eða tíu milljarðar króna. Ágúst segir styrkina þó ekki vera eina ávinninginn. Aðgangur að þekkingu og samstarfi í Evr- ópu efli rannsókna- og þróunar- starf í landinu og geti verið enn verðmætari. Stærsti einstaki styrkþeginn á síðustu árum er Íslensk erfða- greining, en næst á eftir kemur Háskóli Íslands. Háskólinn hefur fengið rúman milljarð í rann- sóknarfé frá ESB síðustu ár. - þeb / sjá síðu 15 SJÁVARÚTVEGUR Fyrirtækið Arnarlax vinnur nú að því að fá starfs- og rekstrarleyfi fyrir eldi á þrjú þúsund tonnum af laxi í Arn- arfirði. Áform eru uppi um að fullvinna afurðina á Bíldudal og myndi vinnslan skapa störf fyrir fimmtíu manns, að sögn Víkings Gunnarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins. Hann segir norska eldisfyrirtækið Sal- mus vera bakhjarl fyrirtækisins. „Þeir eru brautryðjendur í Noregi í fullvinnslu á eldis- fiski og vinna um það bil átta til níu þúsund tonn árlega,“ segir hann. Framkvæmdastjóri Salm us er Matthías Garðarsson sem ættaður er frá Bíldudal. „Við erum komnir með úrskurð frá Skipu- lagsstofnun og umsókn um starfsleyfi er komin á borð Umhverfisstofnunar og í fram- haldinu fer umsókn um rekstrarleyfi á borð Fiskistofu en þetta ferli getur tekið nokkra mánuði,“ segir Víkingur. Hann er, eins og aðrir sem standa á bak við Arnarlax, frá Bíldudal og segir hann að vinnslan yrði kærkomin lyftistöng fyrir þorpið. „Bíldudalur hefur misst um 60 prósent af íbúum sínum frá því að kvótakerfið var sett á laggirnar svo það væri mjög jákvætt ef af þessu gæti orðið.“ Víkingur segir að nú þegar hafi verið gerð- ar mælingar á öllum aðstæðum í firðinum og hafi niðurstöður þeirra verið jákvæðar. „Ég veit vel að laxeldi hefur gengið brösug- lega á Íslandi en þetta verður unnið með mönnum sem hafa langa reynslu í þess- um efnum í Noregi og ekki verður anað að neinu,“ segir Víkingur. Norðmenn hafa undanfarin ár stóraukið eldi á laxi og er eldislax nú 58 prósent af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða þar. Þeir fluttu út á síðasta ári 998 þúsund tonn af eldislaxi og nam útflutningsverðið rúmum 666 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að heildarverðmæti útflutningsframleiðslu Íslendinga nam 220 milljörðum í fyrra. - jse Miðvikudagur 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Gólfefni 29. júní 2011 149. tölublað 11. árgangur Ég veit vel að laxeldi hefur gengið brösuglega á Íslandi en þetta verður unnið með mönnum sem hafa langa reynslu í þessum efnum í Noregi. VÍKINGUR GUNNARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI ARNARLAX GÓLFEFNIMIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 KynningarblaðParketDúkarKorkurTeppiMarmari Flísar Álfaborg hefur í aldarfjórðung selt landsmönnum gólfefni og bíður nú nánast allar tegundir, svo sem flísar, parket, teppi og dúka. Spennandi sumartilboð eru í versluninni um þessar mundir og margir sem koma í verslunina eru að huga að gólfefni utandyra. G ólfefnaúrvalið hjá Álfaborg er afar fjöl-breytt en Kolbeinn Össurarson, einn af eigendum Álfaborgar, leggur áherslu á að verslunin bjóði upp á allar tegundir gólf-efna en ekki bara flísar, þótt vissulega séu þær í miklu úrvali. „Í dag seljum við flísar, parket, teppi, dúka og öll algengustu gólfefni, í öllum verðflokk-um; bæði afar ódýr sem og dýrari v d gerðir,“ segir Kolbeinn en sumargólfefnin eru í aðalhlutverki um þessar mundir enda ekki margir mánuðir hérlendis sem hægt er að nota í að flísaleggja utanhúss.„Algengt er að fólk sé að flísaleggja svalir, verandir, tröppur og þess háttar fleti og þar bjóðum við upp á fullt af góðum lausnum, bæði í flísum og undirefnum. Í þessum fram- kvæmdum er nauðsynlegt að nota vatnsvarn- arefni, til að verja eignina og koma í veg fyrir að úrfellingar myndist.“Í flísalagnir utanhúss býður Álfaborg upp á mikið úrval gegnheilla flísa, en þær eru heppi- legri en glerjaðar þar sem þær verða ekki jafn hálar. „Svo eru grasteppin okkar gríðarlega vinsæl á sumrin, en þau eru til í mismbreiddum o ið henta þeim vel sem leggja ekki í það að flísa- leggja, en steinninn verður miklu skemmti- legri með grasteppinu og gefur ákveðna nátt- úrustemningu.“ Grasteppin eru á sumartil- boði, kosta 1.450 krónur fermetrinn.Sumarbústaðafólk er margt hvert að huga að gólfefnum í bústaðinn og í þeim efnum hefur Álfaborg margt að bjóða. „Algengt er að fólk velji flísar með viðaráferð, sem líta út eins og parket, á bústaðinn. Þá er líka töluvert um að fólk vilji viðarparket og svo er plastparket- ið alltaf að verða vinsælla og vinsælla, sérstak- lega það sem lítur út eins og gólfborð.“Að lokum minnist Kolbeinn á óvenju g tt il boð á Tarkett ið Allt á gólf á einum stað „Algengt er að fólk flísaleggi svalir, verandir, tröppur og þess háttar fleti og þar bjóðum við upp á fullt af góðum lausnum, bæði í flísum og undirefnum,“ segir Kolbeinn Össurarson, einn af eigendum Álfaborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FLÍSAR ÚTI OG INNIGegnheilar flísar eru góð lausn á svæði, bæði utan- og innandyra, þar sem mikið mæðir á, svo sem á svölum, veröndum og bílskúrum. Álfaborg er með gott verð á gegnheilum flísum, í stærðinni 30x30, en þær kosta aðeins 1.990 krónur fermetrinn og eru til í tveimur litum. Einnig er Álfaborg með öll efni sem nota þarf til flísalagna utanhúss. Starfsfólk Álfaborgar ráðleggur fólki við valið, en passa þarf að nota rétt efni við erfiðar aðstæður eins og utandyra. VINSÆLT Á GÓÐU VERÐI FRÁ TARKETT Woodstock harð/plastparket frá Tarkett er mjög vinsælt gólf-efni á góðu verði, aðeins 2.890 fermetrinn. Þrír litir eru til á lager hjá Álfaborg. Þeir eru hefð-bundin eik, hvíttuð eik og dökk eik. Woodstock er 8 millimetra þykkt og er í háum styrkleika-flokki, AC4 Class 32, og er því bæði hentugt fyrir heimilið ogat i Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Nokkrir danskir og norskir flugvellir munu bjóða upp á fría nettengingu. Í Noregi hefur þessi stefna verið í gildi frá í vor en Danirnir fella niður gjaldið í byrjun vetrar. Í Leifsstöð kostar nettengingin 490 krónur. www.turisti.is Ákveðinn genagalli MYND/HEIDA.IS Feðgarnir Gunnar Pálmi Pétursson og Jón Vilberg Gunnarsson eiga tvo af álitlegustu sportbílum Íslands. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara Ekki af baki dottnir Eldhestar fagna aldarfjórðungsafmæli sínu. tímamót 18 Laxeldi á að skapa 50 störf Fyrirtækið Arnarlax undirbýr eldi á þrjú þúsund tonnum af laxi í Arnarfirði. Norskt fyrirtæki, sem vinnur um níu þúsund tonn á ári, er bakhjarl fyrirtækisins. Beðið er eftir nauðsynlegum starfs- og rekstrarleyfum. Bókaðu gistingu á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000 13 HÓTEL ALLAN HRINGINN BROSANDI ALLAN HRINGINN GRÓÐURMOLD - 50 LTR Fáðu fjóra en borgaðu fyrir þrjá. Stykkjaverð, kr 1290 4 fyrir 3 Ferðablað BYKO fylgir blaðinu í dag! Með elítunni á Spáni Spænski krónprinsinn vill vinna með Magnúsi Scheving. fólk 38 UTANRÍKISMÁL Bandaríska strandgæsluskipið Eagle lagð- ist að Miðbakka í Reykjavíkur- höfn í gærmorgun. Eagle er þrímastra seglskip sem notað er sem skólaskip, og hefur það við- komu hér á landi af því tilefni að í ár eru liðin 75 ár síðan það var smíðað, að því er fram kemur í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu. Eagle er stærsta seglskip sem siglir undir bandarískum fána, 90 metra langt, og eina rásiglda skipið í þjónustu bandarískra stjórnvalda. Það var smíðað í Þýskalandi árið 1936 og var upphaflega hluti þýska flotans. Bandaríkjamenn tóku skipið sem stríðsskaðabætur eftir seinni heimsstyrjöldina. Skipið verður opið almenningi og boðið upp á skoðunarferðir um skipið næstu þrjá daga. - sv Bandarískt skip í Reykjavík: Stærsta segl- skip flotans í heimsókn ÖRNINN Í HÖFN Seglskipið Eagle heldur frá Reykjavík áleiðis að Snæfellsnesi á föstudag. Þar mun það taka þátt í minningar- athöfn um 30 bandaríska sjóliða sem týndu lífi sínu árið 1942 þegar þýskur kafbátur sökkti bandarísku herskipi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA skoðun 14 Vísinda- og menntasamstarf Íslands við ESB skilar miklu meiru en það kostar: Ávinningurinn tíu milljarðar VÆTA N-TIL Í dag verður fremur hægur vindur víðast hvar en hvass- ara SV-lands. Úrkoma N-lands og lítilsháttar væta austantil. Hiti 5-15 stig. VEÐUR 4 5 7 8 13 11 milljarðar króna er upphæð styrkja til Íslend- inga síðustu fimmtán ár. 25 Nýtur trausts Víkingar ætla að halda tryggð við Andra Marteinsson og styrkja sig. sport 34

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.