Fréttablaðið - 29.06.2011, Síða 6

Fréttablaðið - 29.06.2011, Síða 6
29. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR6 First Price haframjöl, 1 kg 239kr.pk. fyrst og fremst ódýr Krónan er lágvöruverðs- verslunin þín þar sem þú sparar alltaf við innkaupin. Þar er mesta vöruúrvalið af lágvöruverðs verslununum þannig að þar getur þú valið þér þína sparnaðarleið. Viltu þekktar merkja vörur á lágu verði eða viltu First Price vöru á ennþá lægra verði? Hvort sem valið er, þá er alltaf öruggt að þú færð gæðavöru á lágu verði. Ota haframjöl, 950 g 378kr.pk. Veiðir þú á stöng? JÁ 40,6% NEI 59,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Sefur þú í gömlu rúmi? Segðu skoðun þína á visir.is UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra átti, í framhaldi af ríkjaráðstefnu Evr- ópusambandsins og Íslands í Brussel, fundi með Stefan Füle, stækkunarstjóra í framkvæmda- stjórn ESB, Mariu Damanaki, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórninni, og Olli Rehn, sem fer með efnahags- og gjald- eyrismál. Á fundi hans með Füle stækkun- arstjóra ítrekaði Össur þann vilja Íslendinga að hefja viðræður um allt að helming samningskaflanna fyrir árslok, þar á meðal samn- ingskaflann um sjávarútveg og landbúnað. Þeir ræddu einnig önnur efnisat- riði og fyrir- komulag aðild- arviðræðnanna. Á fundi Öss- urar með Mariu Damanaki ræddu þau endurskoð- un sjávarútvegsstefnu ESB, samn- ingaviðræðurnar fram undan og stöðuna í makrílviðræðum Íslend- inga, Norðmanna, Færeyinga og Evrópusambandsins. Loks kynnti Össur efnahags- áætlun Íslands fyrir Olli Rehn, en Rehn gerði grein fyrir aðgerðum ESB til að tryggja efnahagsstöð- ugleika á evrusvæðinu og breyt- ingum á fjármálaregluverki ESB. Á ríkjaráðstefnu ESB og Íslands á mánudaginn var samningavið- ræðum um aðild Íslands að ESB hrundið úr vör með opnun fjög- urra fyrstu samningskaflanna. - gb Utanríkisráðherra fundaði með Stefan Füle, Mariu Damanaki og Olli Rehn: Hagsmunamál Íslands rædd ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON SAMFÉLAGSMÁL Anna Friðrika Gunnarsdóttir, forsvarskona Prinsessuskólans, hefur nú ákveðið að hætta við námskeiðin eftir harða gagnrýni í fjölmiðlum undanfarna daga. Fyrirtækið Útlit.is stóð fyrir svokölluðu prinsessunámskeiði fyrir stúlkur niður í átta ára aldur. Á námskeiðinu áttu stúlk- urnar meðal annars að læra hand- og fótsnyrtingu, sam- kvæmisdansa, borðsiði, að farða sig og klæða. Námskeiðin voru harðlega gagnrýnd og sögð ala á undirgefni ungra stúlkna. Í kjöl- farið ákvað Anna að hætta við Prinsessuskólann. - sv Þátttakendur fá endurgreitt: Hætt við prins- essunámskeið HEILBRIGÐISMÁL Matvælastofnun ráðleggur neytendum að skola vel og sjóða allar hráar spírur og baunir. Nýlega komu upp sýk- ingar í Evrópu af völdum E. coli- gerla sem raktar voru til neyslu á hráum spíruðum fræjum og baunum. Flestir sem veiktust höfðu etið hráar spírur og tengd- ust á einhvern hátt Þýskalandi. Engar slíkar sýkingar hafa greinst hér á landi. Engar bauna- spírur eru fluttar hingað frá Þýskalandi eða Frakklandi. - sv Sjóðið til að varast sýkingu: Fólki ráðlagt að sjóða spírurnar KJÚKLINGABAUNIR Ekki eru fluttar baunir frá Frakklandi eða Þýskalandi hingað til lands. NORDICPHOTOS/GETTY DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir vímuefnakstur og að stofna lífi tveggja einstaklinga í hættu. Maðurinn ók bíl inn á bílastæði við Frostafold í Reykjavík, þá undir áhrifum fíkniefna. Hann ók vísvitandi á bifreið sem stóð á planinu. Þegar hann ók á bifreið- ina sat fólkið, sem hann stofnaði í hættu, á vélarhlíf hennar. Við höggið kastaðist bifreiðin sem fólkið sat á rúmlega tvo metra áfram með þeim afleiðingum að fólkið marðist og tognaði. - jss Var í vímu undir stýri: Ók viljandi á bíl og slasaði fólk STJÓRNSÝSLA Ákvæði um mann- lega reisn, að allir skuli njóta mannhelgi, ítarlegt ákvæði um upplýsingaskyldu stjórnsýslu og nýtt ákvæði um frelsi fjölmiðla er meðal þeirra nýjunga sem finna má í mannréttindakafla A-nefnd- ar stjórnlagaráðs. Ráðið hefur nú afgreitt kaflann í áfangaskjal. Gert er ráð fyrir mun ítar- legri kafla um mannréttindi og einnig er nýtt ákvæði um tján- ingarfrelsi. Þar er kveðið á um að tryggja skuli aðstæður til opinnar og upplýstrar umræðu. Einnig er kveðið á um frelsi menningar og mennta og um menningarleg verðmæti, svo eitthvað sé nefnt. - kóp Áfangaskjal að fæðast: Mannhelgi í stjórnarskrána STJÓRNLAGARÁÐ Ráðið hefur afgreitt mannréttindakafla A-nefndar inn í áfangaskjal. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFGANISTAN, AP Að minnsta kosti tíu manns létu lífið þegar sjálfs- vígsárás var gerð á hóteli í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. Þrír árásarmenn féllu og í kjöl- farið brutust út átök milli ann- arra árásarmanna og lögreglu. Einn árásarmannanna sprengdi sig upp í anddyri hótelsins, annar á annarri hæð og sá þriðji bak við hótelið, sem er mikið notað af vestrænum gestum í borginni. Talibanahreyfingin sagðist í gær bera ábyrgð á árásinni. - gb Sjálfsvígsárás í Afganistan: Tíu létust í árás á hótel í Kabúl GRIKKLAND, AP Tveggja daga alls- herjarverkfall hófst í Grikk- landi í gær og heldur áfram í dag, meðan þingmenn í Aþenu ræða um aðhaldsáform stjórnarinnar. Harðar óeirðir brutust út fyrir utan þinghúsið í gær, þar sem tugir þúsunda manna komu saman til að mótmæla skattahækkunum og sársaukafullum niðurskurði á ríkis útgjöldum. Giorgios Papandreú forsætisráð- herra reynir að tryggja stuðning þingsins við aðhaldsaðgerðir upp á 38 milljarða evra, en það samsvar- ar um 6.400 milljörðum króna. Aðgerðapakkinn gerir ráð fyrir skattahækkunum upp á 14,1 millj- arð evra og niðurskurði útgjalda upp á 14,3 milljarða, en að auki er stefnt að sölu ríkiseigna fyrir 50 milljarða á næstu fjórum árum. Þingið þarf að samþykkja þenn- an sparnaðarpakka til að Grikk- land fái næstu útborgun úr neyðar- sjóði Evrópusambandsins, samtals 12 milljarða evra, sem stefnt er að að greiða út snemma í júlí. Mikil andstaða er engu að síður við frumvarpið, bæði meðal þjóð- arinnar og inni á þingi. Þótt sósíal- istastjórn Papandreús hafi feng- ið samþykkta traustsyfirlýsingu á þingi í síðustu viku er andstaða við frumvarpið einnig mikil innan stjórnarflokksins PASOK. Tveir þingmenn úr stjórnarlið- inu hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að samþykkja frumvarpið, en stjórnin er með aðeins fimm þing- manna meirihluta þannig að mjótt er á mununum að það verði fellt. Verkalýðsfélögin efndu til tveggja daga allsherjarverkfalls, sem hófst í gær en lýkur í dag, KJÖRKASSINN Óeirðir meðan þing- menn ræða sparnað Gríska þingið tekur í dag afstöðu til aðhaldsfrumvarps stjórnarinnar. Alls- herjarverkfall hefur lamað landið og óeirðir geisa fyrir utan þinghúsið í Aþenu. Frumvarpið felur í sér skattahækkanir, niðurskurð og sölu ríkiseigna. HÖRÐ ÁTÖK Mótmælandi og lögreglumaður takast á í miðborg Aþenu. NORDICPHOTOS/AFP Tvær íslenskar systur á þrítugsaldri, Agnes og Aníta Guðjónsdætur, lentu í iðu átakanna í gær á Syntagmatorginu fyrir framan þinghúsið í Aþenu. Þær fengu yfir sig táragas en varð að öðru leyti ekki meint af. „Þegar við komum út úr lestarstöðinni var það eins og að ganga á vegg,“ segir Agnes. Maður gat ekki andað og sveið í augun, þannig að fólk fór bara aftur niður í næstu lest.“ Þær þurftu að fara eftir krókaleiðum heim á hótel sitt, sem er skammt frá Syntagmatorginu. „Hér eru næstum því allar götur lokaðar, lögga á hverju horni og aðeins nokkrar lestir sem ganga.“ Eins og að ganga á vegg sama daginn og þingið hyggst afgreiða aðhaldsfrumvarpið. Verkfallið hefur að nokkru lamað þjóðlíf í landinu. Almenningssam- göngur hafa legið nær alveg niðri og opinber þjónusta sömuleiðis. Um tuttugu þúsund manns komu saman á Syntagmatorginu í Aþenu í gær til að efna til friðsamlegra mótmæla, en þau snerust fljótlega upp í óeirðir. Hópar grímuklæddra mótmælenda komu til leiks greini- lega búnir undir átök, vopnaðir bar- eflum og jafnvel skjöldum. Þeir brutu meðal annars rúður í verslunum, kveiktu í bílum og réð- ust sumir hverjir gegn lögreglunni. gudsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.