Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2011, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 29.06.2011, Qupperneq 12
29. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR Við lífrænt án rotvarnarefna enginn viðbættur sykur Nú hefur þú aðgang að enn fleiri sjónvarpsstöðvum í Grímsnesinu. Kynntu þér Vodafone Sjónvarp gegnum Digital Ísland í 1414 eða á vodafone.is. Vodafone – með þér í sumar Ertu á leið í Grímsnesið? vodafone.is IÐNAÐUR Stofnað hefur verið til formlegs samstarfs meðal fyrir- tækja innan íslenska jarðvarma- klasans um framþróun og vöxt hans á næstu árum. Frá þessu var gengið formlega á fundi í Arion banka í gær en þar var einnig kynnt skýrslan Virðisauki í jarð- varma sem fjallar um klasann og þá möguleika sem í honum felast. Stofnaðilar eru alls um 20 en meðal þeirra eru Landsvirkjun, HS Orka, GEORG, Mannvit, Íslands- banki, Samtök iðnaðarins, KPMG og Arion banki. Í skýrslunni eru skilgreind tíu samstarfsverkefni sem miða að uppbyggingu klasans á næstu árum. Höfundar skýrslunnar eru Hákon Gunnarsson og Þóra Mar- grét Þorgeirsdóttir hjá fyrirtæk- inu Gekon. Verkefnin eru af margvísleg- um toga en þau miða meðal annars að því að auka samkeppnishæfni greinarinnar og verðmætasköpun í henni, auðvelda fjármögnun verk- efna, stuðla að tækniframförum og styrkja ímynd landsins. Verkefnin verða unnin á tíma- bilinu júlí 2011 til desember 2012 en þá verður árangur þeirra met- inn og ákvarðanir teknar um frek- ari þróun samstarfsins. Íslenski jarðvarmaklasinn var á síðasta ári kortlagður af Dr. Michael Porter og Dr. Christi- an Ketels í samvinnu við Gekon. Porter veitir forstöðu Samkeppn- ishæfnistofnun við Harvard Bus- iness School og er einn helsti fræði- maður heims á sviði stefnumótunar og samkeppnishæfi þjóða. Porter flutti erindi á fundinum í gær. Niðurstaða greiningarinnar á jarðvarmaklasanum var að mikil tækifæri lægju í þróun hans á næstu árum og áratugum. Þá var bent á þrjú stór vaxtartæki- færi. Fyrir það fyrsta að laða til landsins orkuháða starfsemi. Þá séu miklir möguleikar á útflutn- ingi jarðvarmaorku verði lagður sæstrengur til Evrópu. Og loks sé töluverð sérfræðiþekking innan íslenska klasans sem flytja megi út. Frá því að greiningin var kynnt í haust hefur verið unnið að mótun formlegs samstarfs sem nú hefur verið gengið frá. magnusl@frettabladid.is Jarðvarmaklasanum sett tíu aðalmarkmið Um 20 íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa stofnað samstarfsvettvang um þróun íslenska jarðvarmaklasans. Mikil vaxtartækifæri eru talin til staðar í greininni en unnið verður markvisst að framþróun klasans á næstu misserum. HÚSFYLLIR Alls 60 ólíkir aðilar hafa komið að greiningu á íslenska jarðvarma- klasanum. Hugtakið klasi er skilgreint sem landfræðileg þyrping fyrirtækja og stofnana á ákveðnu sviði, sem eiga sameiginlega hagsmuni og stuðningsnet. Með klasa skapast ákveðin heild sem er mun sterkari en einstaka aðili hver í sínu lagi. Skilgreint sem landfræðileg þyrping DÓMSMÁL Tveir karlmenn, Andri Þór Valgeirsson og Guðmundur Berg Hjaltason, hafa verið dæmd- ir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að standa saman að smygli á 1,5 kílóum af kókaíni til landsins. Andri Þór var dæmdur í tveggja ára fangelsi en Guðmundur í átján mánaða fangelsi. Tollgæslan lagði hald á póst- sendingu í janúar 2010 sem talin var innihalda maríjúana. Í fram- haldinu var leitað í húsi á Snorra- braut, þar sem fannst íþrótta- taska með klippum sem á fannst hvítt efni sem talið var vera kóka- ín. Þar fannst einnig merkimiði af tösku sem sýndi að Guðmundur hafði komið frá Alicante á Spáni í nóvember 2009. Guðmundur játaði kókaínsmygl hjá lögreglu og kvaðst hafa farið með töskuna til Andra. Í dómsal breytti hann framburði sínum og kvaðst hafa smyglað efnun- um fyrir annað ónafngreint fólk. Andri kvaðst ekkert vita um málið. Dómurinn taldi breyttan framburð Guðmundar ótrúverðugan. Í dómskjölum kom fram að Guð- mundur hefði átt að fá 100 grömm af kókaíni og fíkniefnaskuld lækk- aða úr 600 þúsundum í 200 þúsund fyrir ferðina. - jss HÉRAÐSDÓMUR Andri Þór Valgeirsson var á síðasta ári dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að smygla, ásamt fleirum, 1,7 kílóum af kókaíni frá Spáni. Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í Héraðsdómi Reykjaness: Fluttu inn 1,5 kíló af kókaíni

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.