Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2011, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 29.06.2011, Qupperneq 14
14 29. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Á smundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokks- ins og formaður Heimssýnar, spurði í grein hér í blaðinu í gær: „Hver er í raun vandi Grikkja?“ Greininni lauk hann reyndar án þess að svara spurningunni, en helzt var á honum að skilja að vandinn væri í því fólginn að hið vonda Evrópusamband skipaði nú Grikkjum að skera niður ríkisútgjöld og einkavæða ríkisfyrirtæki. Svarið við spurningunni um vanda Grikkja er að hann er heima- tilbúinn. Ríkissjóður Grikklands var settur á hliðina með útgjöld- um sem tekjurnar stóðu ekki undir og óhóflegum lántökum. Innganga Grikklands í Efna- hags- og myntbandalag Evrópu (EMU) og upptaka evrunnar átti þar enga sök, nema kannski þá að fjármagn varð ódýrara og stjórn- málamennirnir freistuðust þá til að taka enn meira af lánum. Mótmæli almennings í Grikklandi eru skiljanleg að því leyti að fólk er orðið vant því að stjórnmálamenn kaupi sér vinsældir með ríkisútgjöldum án þess að athuga hvort eitthvað sé til inni á tékk- heftinu. Það breytir ekki því að Grikkir eiga engan annan kost en að stemma af útgjöld og tekjur. Hið landlæga gríska agaleysi við stjórn efnahags- og ríkisfjár- mála var frá upphafi í andstöðu við reglur Efnahags- og mynt- bandalagsins, sem setja skorður við hallarekstri ríkissjóðs og lántökum. Grikkir vissu nákvæmlega að hverju þeir gengu. Þeir svindluðu hins vegar á hagtölunum þegar þeir fengu inngöngu í EMU og tæki bandalagsins til að refsa ríkjum sem fara ekki eftir reglunum reyndust ekki duga. Nú býsnast menn hér uppi á Íslandi yfir því að ESB og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn krefjist niðurskurðar og einkavæðingar í Grikklandi til að rétta stöðu ríkissjóðsins af og koma í veg fyrir greiðsluþrot. Þá gleymist gjarnan að geta þess að þessum skilyrð- um, sem eiga að vinda ofan af heimatilbúnum vanda Grikkja, fylgja loforð um stórfellda fjárhagsaðstoð. Þátttaka í myntbandalagi krefst aga í hagstjórn og ekki sízt að aðhalds sé gætt í ríkisfjármálum til að geta nýtt þau til sveiflujöfn- unar ef áföll ríða yfir. Í tilviki Grikklands var það svigrúm ekkert. Þeir sem í Evrópuumræðunni á Íslandi vara við „miðstýringar- tilburðum Brussel“ í efnahagsmálum, þ.e. að Evrópusambandið reyni að tryggja að evruríkin tileinki sér í reynd þann aga við hag- stjórnina sem þau undirgengust í upphafi, eru í rauninni að lýsa því yfir að þeir hafi ekki áhuga á slíkum aga við hagstjórnina á Íslandi heldur. Ásmundur Einar Daðason er sjálfum sér samkvæmur í því – hann greiddi til dæmis atkvæði gegn fjárlögunum af því að honum fannst allt of langt gengið í að láta útgjöldin stemma við tekjurnar. Hitt er svo annað mál að Ásmundur Einar og aðrir þeir sem þann- ig kenna slökkviliðinu um eldinn í Grikklandi eru gjarnan talsmenn þess að Ísland noti krónuna áfram. Þeir gleyma því flestir að ætli lítið ríki með eigin gjaldmiðil að tryggja atvinnulífinu sambærileg samkeppnisskilyrði og evran tryggir fyrirtækjum í ESB-ríkjunum krefst það jafnvel enn harðari aga við hagstjórnina. Sú gleymska er raunverulegt vandamál. HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Íslenskum stjórnvöldum hefur gengið misvel að semja við nágrannaþjóðir okkar. Samningar um útfærslu landhelginnar voru flestir vel heppnaðir en Icesave-samn- ingarnir voru óásættanlegir að mati meirihluta þjóðarinnar. Þegar horft er til samninga- viðræðna um bættan aðgang að mörkuðum Evrópu er stór- merkilegt hversu vel hefur tekist til. Þetta á við um alla þrjá helstu samningana, þ.e. inn- gönguna í EFTA árið 1972, fríverslunarsamninginn við ESB tveimur árum síðar og aðildina að EES árið 1994. Það sama má segja um Schengen- samninginn. Íslendingar náðu nær öllum kröfum sínum fram í þessum viðræðum um bættan markaðsaðgang og verndun sjávarút- vegs og landbúnaðar. Krafan um betra aðgengi að ákvarðanatöku innan Scheng- en náði einnig fram að ganga. Þetta gerðist hins vegar ekki átakalaust. Það sýnir okkur hvers við erum megnug, hvers lítil þjóð er megnug, þegar hún hefur skýr samningsmarkmið og stendur fast á sínu. Þetta sýnir einnig að ríki Evrópu taka fullt tillit til hagsmuna okkar eins og á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. Þau reyna að sjálfsögðu að tryggja eigin hagsmuni í yfir- standandi aðildarviðræðum við ESB. Setji íslensk stjórnvöld hins vegar fram skýr samn- ingsmarkmið og fylgi þeim eftir með góðum rökstuðn- ingi er leiðin greið. Þetta á við um atriði eins og mikilvægi íslensks sjávarútvegs, eflingu byggðar og stuðning Seðla- banka Evrópu við íslensku krónuna áður en tekin verður upp evra. Við höfum söguna með okkur. Nú reynir á samninganefnd Íslands. Getum við náð góðum samningi við ESB? ESB-aðild Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ Setji íslensk stjórnvöld hins vegar fram skýr samnings- markmið og fylgi þeim eftir með góðum rök- stuðningi er leiðin greið. Meirihlutasannfæringin Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra er ekki sannfærður um gildi vegtolla og telur að fyrir vegi landsins eigi að greiða úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Fólki kann að finnast hvað sem er um vegtolla, en Ögmundur hefur einfaldlega þessa skoðun og styður hana rökum. Að auki hefur ráðherrann hins vegar gripið til þeirra útskýringa á skoðun sinni að hann sé á móti vegtollum því hann „hlusti á þjóðina“. Ef rödd þjóðarinnar á að ráða í þessu máli, gildir það ekki einnig um önnur? Mun Ögmundur framvegis fylgja meiri- hluta þjóðarinnar í umdeildum málum svo sem um aðild að Nató og fleiri hitamál? Mun sannfæringin víkja fyrir skoðanakönnunum? Skinhelgi og landhelgi Stjórnlagaráð leggur til að inn í stjórnarskrána komi ákvæði um mannhelgi. Fáir gleðjast líklega meira yfir því en fyrrum fram- bjóðendur Framboðsflokks- ins, sem bauð fram 1971 undir kjörorðinu „skinhelgi, mannhelgi, landhelgi!“ Nú vantar bara skinhelg- ina og land- helgina. Umræður um lögbrot Sérkennileg umræða er farin af stað um spilavíti í Perluna og hefur Ásgeir Þór Davíðsson sagst vera í forsvari fyrir erlenda fjárfesta sem hyggja á framkvæmdina. Netheimar hafa logað í umræðum um málið og hefur Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra legið undir ámæli ýmissa; hann muni aldrei samþykkja gjörninginn. Þetta er skrýtin umræða. Starfsemin sem um ræðir er einfaldlega ólögleg og því væri skrýtið ef ráðherrann tæki hug- myndinni fagnandi. kolbeinn@frettabladid.is Grískir stjórnmálamenn kveiktu sjálfir í hagkerfinu. Nú er slökkviliðinu kennt um. Vandinn í raun

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.