Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 29. júní 2011 15 Þau merku tímamót áttu sér stað 27. júní sl. að formlegar samn- ingaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu hófust. Opnað- ir voru 4 af 35 köflum sem semja þarf um – og var tveimur þeirra lokið þegar á fyrsta samninga- fundi. Það voru kaflarnir um rann- sóknir og vísindi og menntun og menningu. Skýringin á því hversu greiðlega gekk að ganga frá þess- um köflum er sú að Ísland hefur tekið fullan og virkan þátt í sam- starfi á þessu sviði allar götur frá árinu 1994. Þátttaka hefur verið mikil og árangur góður eins og hér verður rakið. 10 milljarða nettó fjárhagslegur ávinningur Í súluritinu sem hér fylgir má sjá fjárhagslegt umfang þessa sam- starfs eins og það snýr að Íslandi. Súluritið sýnir annars vegar þá styrki sem íslenskir aðilar hafa fengið til samstarfsverkefna á ýmsum sviðum og hins vegar þær fjárhagslegu skuldbindingar sem Ísland þarf að standa skil á. Tvennt er fréttnæmt í þessum tölum: ann- ars vegar er umfang styrkja til íslenskra aðila sem numið hefur um 150 milljónum evra á tíma- bilinu (25 ma.kr. á gengi 2011). Hins vegar sú staðreynd að Ísland hefur öll árin greitt minna í þátt- tökugjöld en nemur styrkveiting- um. Fyrir tímabilið í heild munar meira en 60 milljónum evra (10 ma.kr.) sem er nettó fjárhagslegur ávinningur af samstarfinu. Úthlutaðir styrkir til íslenskra aðila og þátttökugjöld sem Ísland greiðir vegna þátttöku í samstarfs- áætlunum ESB 1995-2010. (Upplýsingum um úthlutanir styrkja til íslenskra aðila safnað saman af greinarhöfundi en tölur um greiðsluskuldbindingar Íslands fengnar frá EFTA.) Ávinningur umfram beina styrki Styrkir til íslenskra aðila segja þó ekki alla söguna því aðgangur að þekkingu og samstarfi getur verið enn verðmætara. Sem dæmi má taka að á sl. 4 árum nema rannsókna- og þróunarstyrkir til íslenskra aðila um 26 milljónum evra (4 ma.kr.) til 112 verkefna. Hér er um verulega upp- hæð að ræða, sem sjá má af því að á sama tíma höfðu tveir meginsjóðir íslensks rannsóknasamfélags, Rann- sóknasjóður og Tækniþróunarsjóð- ur, samtals til ráðstöfunar 5,5 ma.kr. Heildarstyrkveiting ESB til þessara 112 verkefna er hins vegar 335 millj- ónir evra (55 ma.kr.), sem er 12 sinn- um meira en styrkirnir til íslensku þátttakendanna – sem fá þannig beinan aðgang að miklu rannsókna- og þróunarstarfi. Líklegt er að það skili síst minni ávinningi en beinu styrkirnir og efli rannsókna- og þró- unarstarf í landinu. Ávinningur fyrir stofnanir og einstök fyrirtæki Stærsti einstaki íslenski styrkþeg- inn í rannsóknaáætluninni á síðustu fjórum árum er fyrirtækið Íslensk erfðagreining sem hefur fengið úthlutað um 8,6 milljónum evra í styrki (um 1,4 ma.kr.). Varla þarf að fjölyrða um að þetta hefur skipt máli í rekstri fyrirtækisins. Þessi árang- ur er einnig til marks um að fyrir- tækið er að vinna að verkefnum sem þykja markverð og eru styrkhæf í opinni samkeppni við bestu fyrir- tæki og stofnanir í Evrópu. Næststærsti styrkþegi 7. rann- sóknaáætlunar ESB er Háskóli Íslands sem á síðustu fjórum árum hefur fengið úthlutað meira en 6 milljónum evra (ríflega 1 ma.kr.). Það er mikilvæg viðbót við rann- sóknafé skólans – sérstaklega á tímum mikils niðurskurðar – en ekki skiptir minna máli aðgengi að evr- ópsku rannsóknasamstarfi. Ávinningur fyrir marga einstaklinga Yfir 20.000 Íslendingar hafi tekið beinan þátt í evrópsku samstarfi síðustu 16 árin sem er umtalsverð- ur fjöldi. Flóran er fjölbreytt: Frá þátttöku í rannsókna- og þróunar- verkefnum til nokkurra ára, til náms við evrópska háskóla í eina önn eða starfsþjálfun í fyrirtæki um nokkurra vikna skeið til stuttra námsheimsókna t.d. um nýjungar í kennsluháttum. Allt hefur þetta bein áhrif á þekkingu og hæfni viðkom- andi einstaklinga sem læra og þrosk- ast og verða vonandi færari um að leggja sitt af mörkum til samfélags- ins síðar. Breytist eitthvað við ESB aðild? Sá árangur sem að framan er rak- inn rennir stoðum undir þá fullyrð- ingu að mikill fjöldi Íslendinga hafi með beinum hætti notið ávinnings af evrópsku samstarfi og það eigi einn- ig við um stofnanir og fyrirtæki. Spurningin sem vaknar er því eðli- lega sú hvort aðild að ESB hefði ein- hver áhrif á þetta samstarf – ef til aðildar kemur. Svarið er einfalt og á við um fleiri svið EES samstarfsins: við fengjum fullan aðgang og þátt- tökurétt í stefnumótun og ákvörðun- um um forgangsröðun og áherslur við mótun nýrra áætlana sem við höfum ekki í dag þótt við getum verið styrkþegar. Fullgildir þátttakendur og höfum margt fram að færa Reynsla síðustu 16 ára í evrópsku samstarfi á fjölmörgum sviðum færir okkur heim sanninn um tvennt. Annars vegar að íslenskir aðilar eru fullfærir um að standa sig vel í opinni evrópskri samkeppni þar sem sömu leikreglur og viðmið gilda fyrir alla. Okkur hefur gengið vel að sækja styrki og fáum þar meira en við leggum til. Hins vegar sýnir reynslan að við höfum margt fram að færa. Þetta má sjá í þeim mikla fjölda evrópskra nemenda sem sækist eftir skólavist við íslenska háskóla, á velgengni verkefna með íslenskri þátttöku og því í hve mörg- um tilvikum íslenskar stofnanir hafa tekið að sér leiðandi hlutverk í krefj- andi samstarfsverkefnum. Þetta skiptir ekki síst máli í ljósi samninga um mögulega aðild Íslands að ESB. Við getum og eigum að ganga til slíkra samninga hnar- reistir í fullvissu þess að við höfum margt fram að færa og að okkar samningsstaða sé því sterk. Greinina má lesa í lengri útgáfu á Vísi. Mikill ávinningur fyrir Ísland ESB-aðild Ágúst Hjörtur Ingþórsson forstöðumaður Rannsóknaþjónustu HÍ Vísindasamstarf við Evrópu Úthlutaðir styrkir til íslenskra aðila og þátttökugjöld sem Ísland greiðir vegna þátttöku í samstarfsáætlunum ESB 1995-2010 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 15 12 9 6 3 0 Samtals styrkir til íslenskra aðila Þátttökugjöld sem Ísland greiðir Tölur í milljörðum evra

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.