Fréttablaðið - 29.06.2011, Qupperneq 36
menning@frettabladid.is
– ÞVÍ X ER EKKI NÓG!
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU YKKUR SIRKUS SÓLEY
S Ý N T Í
T J A R N A R B Í Ó I
Í J Ú L Í
MIÐASALA Í TJARNARBÍÓI, Á MIÐI.IS OG Í SÍMA 527 2102
S I R K U S
Í S L A N D S
K Y N N I R
NÆSTU SÝNINGAR
föstudaginn 1. júlí kl. 19:30 (frumsýning)
laugardaginn 2. júlí kl. 14 og 18
sunnudaginn 3. júlí kl. 14 og 18
16. júní - 7. júlí í Kringlunni
Sýning á bestu fréttaljósmyndum ársins 2010.
Vatnaskógur
SKEMMTILEGAR SUMARBÚÐIR
- Nokkur laus pláss í sumar -
Nokkur laus pláss eru
í eftirfarandi flokka:
6. flokkur 4. - 10. júlí, 7 dagar
10 - 12 ára (1999 - 2001)
7. flokkur - Ævintýraflokkur II
11. - 17. júlí, 7 dagar
12 - 14 ára (1997 - 1999)
8. flokkur 18. - 24. júlí, 7 dagar
10 - 12 ára (1999 - 2001)
9. flokkur - strákar og stelpur
Unglingaflokkur 2. - 7. ágúst, 6 dagar
14 - 16 ára (1995 - 1997)
10. flokkur 8. - 14. ágúst, 7 dagar
10 - 13 ára (1998 - 2001)
11. flokkur - strákar og stelpur
Eldri unglingaflokkur 15. - 19. ágúst,
5 dagar 16 - 18 ára (1993 - 1995)
Nánari upplýsingar og skráning í síma 588-8899
og á vatnaskogur.is
Eftirlifandi félagar úr grínhópn-
um Monty Python hyggjast gera
teiknimynd í þrívídd um félaga
sinn Graham Chapman, sem féll
frá úr hvítblæði árið 1989.
Myndin byggir á æviminning-
um leikarans, A Liar‘s Autobio-
graphy: Volume VI, sem kom út
1980 og mun meðal annars inni-
halda hljóðbrot úr upplestri Chap-
mans úr bókinni skömmu áður en
hann lést. New York Times segir
myndina vera hugarfóstur fram-
leiðendanna Bens Tremlett, Jeffs
Simpson og Bills Jones en sá síð-
astnefndi er sonur Terrys Jones úr
Monty Python hópnum.
Chapman sló í gegn í Bretlandi
með félögum sínum John Cleese,
Eric Idle, Terry Gilliam, Michael
Palin og Terry Jones í sjónvarps-
þáttunum Flying Circus á áttunda
áratugnum. Hann lék Artúr kon-
ung í kvikmyndinni Monty Python
and the Holy Grail og fór með titil-
hlutverkið í Life of Brian. Hann
var eitt fyrsta frægðarmennið sem
gekkst opinberlega við samkyn-
hneigð sinni en glímdi aftur á móti
við áfengissýki bak við tjöldin.
Myndin, sem verður frumsýnd í
Bretlandi næsta vor, samanstend-
ur af fimmtán teiknimyndaskeið-
um í þrívídd og kemur Terry Gilli-
am væntanlega til með að hafa
hendurnar í þeim. John Cleese
leikur sjálfan sig, Michael Palin
leikur föður Chapmans en Terry
Jones les rullu móður hans. Eric
Idle hefur enn ekki gefið upp hvort
hann taki þátt í myndinnni. Hann
sagði eitt sinn að eina leiðin fyrir
Monty Python til að koma saman
aftur væri ef Chapman risi upp frá
dauðum. „Við erum í samningavið-
ræðum við umboðsmanninn hans.“
Monty Python gerir
mynd um Chapman
MONTY PYTHON Graham Chapman fór með titilhlutverkið í myndinni Life of Brian.
Hann er fyrir miðju myndarinnar.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 29. júní 2011
➜ Tónleikar
20.00 Tríó Vadims Fyodorovs
heldur tónleika í Gerðubergi. Bandið
spilar franska musett- og djasstónlist.
Aðgangseyrir er kr. 1.500.
20.00 Hljómsveitirnar 1860 og Ylja
hita upp fyrir tónleikaferðalag um
landið á Café Flóru. Aðgangur er
ókeypis.
21.30 Hljómsveitin Sudden Weather
Change með tónleika á Bakkus.
Aðgangur er ókeypis.
➜ Leiklist
18.00 Leikhópurinn Lotta sýnir úti-
leikritið Mjallhvíti og dvergana sjö í
hólmanum í Elliðaárdal. Aðgangseyrir
er kr. 1.500.
➜ Opnanir
18.00 Ljósmyndasýning Jóns Hilm-
arssonar opnar í Hans Petersen,
Ármúla 38. Alexandra Chernyshova
flytur lög af nýjum geisladisk. Aðgangur
er ókeypis.