Fréttablaðið - 29.06.2011, Síða 46
29. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR38
MORGUNMATURINN
„Ég fæ mér rúnstykki og heitt
kakó.“
Freyr Líndal Sævarsson, kvikmyndatöku-
maður.
Tónlistarmaðurinn Jóhann
Jóhannsson hefur fengið mjög
góða dóma fyrir nýjustu plötu sína,
The Miner’s Hymns. Platan hefur að
geyma tónlist við heimildarmynd
Bills Morrison um námuverkamenn
í norðurhluta Englands. Bandaríska
vefsíðan Pitchfork gefur plötunni 7,7
af 10 mögulegum og tón-
listarsíðan Consequence-
ofsound.net gefur henni
fjórar og hálfa stjörnu af
fimm mögulegum.
Gagnrýnandi BBC
er einnig hrifinn
og segir plötuna
bæði hrífandi
og kröftuga.
Breska hljóm-
sveitin The
Vaccines, með Árna Hjörvar
Árnason á bassanum, er á
leiðinni í sitt stærsta tónleika-
ferðalag um Bretland í haust.
Strákarnir hafa að undanförnu
hitað upp fyrir The Arctic
Monkeys í Bandaríkjunum
við góðar undirtektir. Nú
hefur þrettán tónleikum
með Monkeys verið bætt
við fyrirhugaða tónleikaferð þeirra
um Bretland og eru þeir bókaðir til
7. desember. Árni og félagar spila
einnig á fjölda tónlistarhátíða í
sumar, þar á meðal á T in the Park
og Reading og Leeds-hátíðunum í
Bretlandi.
Fjallað er um dúóið Galaxies
á bresku vefsíðunni
Scandipop, sem sérhæfir
sig í tónlist frá Norður-
löndunum. Þar
er einnig sýnt frá
fyrstu opinberu
tónleikum þess á
Ungfrú Íslandi þar
sem flutt var lagið
I Don’t Want This
Love. Blaðamaður
síðunnar segir að frammi-
staða þeirra Védísar Vantídu
Guðmundsdóttur og Magdalenu
Dubik hafi verið góð og að
klæðnaður þeirra hafi verið
flottur. Annað lag frá þeim
stöllum er í undirbúningi
og hafa þær verið önnum
kafnar í hljóðveri að
undanförnu við að leggja
lokahönd á það. - fb
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Þegar Eyjafjallajökull og
öskuskýið tóku yfir fréttatímann
og dagblöðin í heiminum í fyrra
heillaðist ég af myndunum sem
birtust og þaðan kom hugmynd-
in að lampan-
um,“ segir Mia
E. Göransson,
sænskur leir-
hönnuður sem
hefur hannað
lampa sem ber
nafnið Eyja-
fjallajökull.
Lampinn
hefur vak ið
mikla athygli
í hön nu na r -
heiminum fyrir
frumleika, en
e ld go s ið er
fyrir mynd lampans. Göransson
er þekkt í heimalandi sínu, en hún
einbeitir sér að því að nota nátt-
úruna sem innblástur í allri sinni
hönnun.
„Öskuskýið sem kom frá Eyja-
fjallajökli var rosalega fallegt en
á sama tíma mjög ógnvekjandi. Ég
byrjaði á því að klippa út og geyma
myndir af eldgosinu sem ég fann
í tímaritum og dagblöðum. Vinnu-
stofan mín var undirlögð af mynd-
um af öskuskýinu á tímabili
i hönnunarferlinu,“ segir
Göransson, en það var
í byrjun þessa árs sem
tilbúin útgáfa af lamp-
anum byrjaði að flakka
milli hönnunarsýninga.
Mikil eftirspurn er eftir
lampanum, sem kemur í
verslanir úti um allan heim í
haust. Óvíst er þó hvort lamp-
inn á eftir að fást hér á landi.
„Ég hef því miður aldrei komið
til Íslands en mig dreymir að
koma og fá að upplifa lands-
lagið og náttúruna. Það er
aldrei að vita nema draum-
urinn rætist í haust.“
Eyjafjallajökull er svo
sannarlega orðinn þekkt nafn á
alþjóðavísu og er Göransson ekki
sú fyrsta sem notar hann sem fyr-
irmynd í hönnun. Úraframleiðand-
inn Romain Jerome er með arm-
bandsúr í sinni línu þar sem askan
frá eldgosinu er notuð í skífu úrs-
ins. Sigrún Lilja Guðjónsdótt-
ir hannaði ilminn EFJ Eyja-
fjallajökull fyrr á þessu
ári og íslenska fatamerkið
E Label var með boli með
mynd af eldgosinu í Eyja-
fjallajökli í síðustu vetrar-
línu sinni, hannaðri
af Hörpu Ein-
arsdóttur. - áp
Lampi í anda Eyjafjallajökuls
DREYMIR UM AÐ
KOMA TIL ÍSLANDS
Mia E. Göransson
leirhönnuður notar
náttúruna í hönnun
sinni.
FRUMLEGT
Lampinn,
sem er innblásinn
af öskuskýinu úr
Eyjafjallajökli, hefur
vakið mikla athygli.
„Prinsessan tjáði mér að stelpur þeirra hjóna
væru miklir aðdáendur Latabæjar. Ég sagði
henni að ég væri með tvo Sollu stirðu-búninga
með mér og að þær mættu fá þá,“ segir Magn-
ús Scheving.
Magnús var ræðumaður á ráðstefnu sem
spænski krónprinsinn Don Felipe de Borbón
og kona hans, Letizia prinsessa, héldu í Madríd
fyrir skemmstu. Góðgerðasjóður krónprins-
ins hafði veg og vanda af ráðstefnunni en 500
stærstu fyrirtæki Spánar sóttu hana ásamt
fulltrúum frá háskólum landsins auk ungra
frumkvöðla. Tilgangur ráðstefnunnar var að
finna leiðir út úr þeim alvarlegu efnahags-
þrengingum sem landið stendur frammi fyrir.
Spænski prinsinn og prinsessan hrifust
mjög af málflutningi Magnúsar og hafa boðað
hann á sinni fund í Madríd. Þar vilja þau ræða
hvernig megi bæta heilsu spænsku þjóðar-
innar og hvernig Latibær geti komið að því
verkefni en Latibær nýtur mikilla vinsælda á
Spáni. Samkvæmt nýlegum rannsóknum eru
spænsk börn þau fjórðu feitustu í heimi og á
því vill konungsfólkið vinna bug með aðstoð
Íþróttaálfsins. „Þrjátíu prósent barna á Spáni
hafa aldrei smakkað brokkólí og fjórtán pró-
sent þeirra hafa aldrei opnað appelsínu.“
Magnús var kvöldið fyrir ráðstefnuna
heiðurs gestur í kvöldverðarboði og sat við hlið-
ina á prinsessunni við sérstakt háborð. „Hún
var mjög hress og almennileg og vissi nánast
allt um Latabæ. Spánverjar virðast almennt
fylgjast mjög vel með því á hvað börnin þeirra
eru að horfa .“ - fgg
Magnús á háborði spænsku krúnunnar
MEÐ KONUNGSFJÖLSKYLDUNNI Don Felipe De
Borbón, krónprins Spánar og eiginkona hans, Letizia
prinsessa, vilja vinna með Magnúsi Scheving til að
bæta heilbrigði og heilsu Spánverja.
„Ég var alltaf úti á lífinu og eins
og gengur og gerist þá tók ég
með mér myndavél og fór að taka
myndir af fólkinu. Það var síðan
2006 að ég ákvað að fara að gera
eitthvað úr þessu,“ segir Svein-
björn Gísli Þorsteinsson ljósmynd-
ari.
Sveinbjörn, eða Sveinbi Súper-
man eins og hann er gjarnan kall-
aður, hefur starfrækt vefsíðuna
superman.is síðastliðin fimm ár.
Þar birtir hann myndir af ungu
fólki á skemmtistöðum Reykja-
víkur og nýtur síðan töluverðra
vinsælda. Myndirnar gefa ágætis
vísbendingu um hvernig nætur-
lífið í höfuðborginni er, en eins og
Sveinbi kemst sjálfur að orði: „Þar
sem er fólk, þar er ég.“ Ljósmynd-
arinn viðurkennir að starfið sé erf-
itt, það sé ekki létt að þvælast á
milli næturklúbba og knæpa í mið-
borginni og taka myndir af fólki.
Og starfið gefur ekkert sérstak-
lega vel af sér í aðra hönd. „Það er
allt of lítill peningur í þessu miðað
við þá vinnu sem ég legg í þetta.“
Þótt ljósmyndarinn sé oft í
kringum áfenga drykki og ölvað
fólk er hann sjálfur edrú. Hann
fór í meðferð fyrir tíu árum og
finnst það lítið tiltökumál að eyða
helgunum á næturlífinu. „Það er
ekkert erfitt, ég er búinn að prófa
mig áfram. Ég fór mikið út á lífið
áður en ég eignaðist myndavélina
og nú er þetta bara mín leið til að
skemmta mér.“
Sveinbi lendir mjög sjaldan í því
að fólk sé með vesen út af mynda-
tökum og í langflestum tilvik-
um biður fólk hann um að smella
af sér mynd. Kossamyndir milli
tveggja stúlkna voru oft á tíðum
áberandi á síðunni en þeim hefur
fækkað mikið. Sveinbi segir þær
þó alltaf slæðast með og séu þá
vinsælar. „Fólk heldur oft að ég sé
að biðja um þetta en það er af og
frá, ég er enginn perri. Stelpurn-
ar gera þetta óumbeðnar í von um
smá athygli.“
freyrgigja@frettabladid.is
SVEINBJÖRN GÍSLI ÞORSTEINSSON: SKEMMTI MÉR MEÐ MYNDAVÉLINNI
Konungur næturinnar
MEÐ MYNDAVÉLINA Á LOFTI Sveinbjörn Gísli, eða Sveinbi, hefur starfrækt vefsíðuna superman.is frá 2006. Þar eru birtar myndir
af reykvískum ungmennum á djamminu. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
KAUPTHING MANAGER SELECTION
Société d’Investissement à Capital Variable
Registered office: 14 boulevard Royal, L-2449 LUXEMBOURG
RC Luxembourg B 72.942
NOTICE TO THE SHAREHOLDERS
Shareholders are informed of the following changes:
the Board of Directors of Kaupthing Manager Selection has appointed Conventum Asset Management
as management company of the Sicav. Consequently, Kaupthing Manager Selection removes its
self-managed SICAV status.
three Sub-Funds KAUPTHING MANAGER SELECTION – EUROPE, KAUPTHING MANAGER SELECTION –
BRIC and KAUPTHING MANAGER SELECTION – GLOBAL EQUITY as follows:
“The compartment shall invest at least 50 % but up to 100 % of its net assets in units of UCITS and/or other
UCIs within the meaning of the first and second indent of Article 1 (2) of UCITS Directive 85/611/EEC and as
further defined in the prospectus in the Section 3.2. Investment Restrictions, Point A paragraph 5, the
residual being invested in equities.”
Shareholders who do not agree with these amendments may redeem their shares free of charge.
The updated prospectuses dated June 2011 shall be available from the registered office of the SICAV and at the
following paying agent Arion banki hf., Borgartúni 19, IS- 105 Reykjavík.
Luxembourg, 27 June 2011 on behalf of the Board of Directors
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum
Niðurföll
Renna, verð pr. meter
kr. 3.900
Einnig fáanlegt með
Pottjárn-rist
100x100x118
1.290 kr. 100x100x1251.290 kr.
100x100x188
1.490 kr.