Fréttablaðið - 05.07.2011, Page 6

Fréttablaðið - 05.07.2011, Page 6
5. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 UMHVERFISMÁL Efnagreiningar Umhverfisstofnunar sýna að flug- eldar sem seldir eru hér á landi innihalda þrávirka eiturefnið hexa- klórbensen (HCB). Efnið hefur verið bannað um langt skeið vegna alvarlegra áhrifa þess á umhverfið og heilsu manna. Við mælingar á efnainnihaldi flugelda á vegum yfirvalda í Dan- mörku á síðastliðnu ári kom í ljós að hluti þeirra innihélt HCB. Í framhaldi af þessum fregnum ákvað Umhverfisstofnun að mæla efnið í andrúmslofti í Reykjavík yfir síðustu áramót. HCB mældist umtalsvert yfir því bakgrunnsgildi sem miðað er við, en þó er talið að magnið hafi ekki haft teljandi áhrif á heilsu fólks. Umhverfisstofnun hefur ákveðið, í samvinnu við nokkrar heilbrigðis- nefndir sveitarfélaga, að standa fyrir sýnatökum og mælingum á innihaldi flugelda sem fluttir verða til landsins á næstu mánuðum fram að áramótum. Það er á ábyrgð innflytjenda að tryggja að flugeldar innihaldi ekki efni sem eru bönnuð, og mikilvægt að mati Umhverfisstofnunar að þeir flytji aðeins inn löglega flug- elda og fái staðfestingu frá fram- leiðanda um að flugeldarnir inni- haldi ekki HCB, sé þess nokkur kostur. Kristinn Ólafsson, framkvæmda- stjóri Landsbjargar, en björgunar- sveitirnar eru langstærsti innflytj- andi flugelda hér á landi, segir alla flugelda sem Landsbjörg flytur inn sérmerkta eftir stöðlum sem notað- ir eru í Evrópu. Flugeldarnir komi að langmestum hluta frá þekktum framleiðanda í Kína sem sé kunn- ugt um reglur um óæskileg efni eins og HCB. Kristinn segir að flugeldabirgðir fyrir næstu áramót hafi verið keyptar í janúar. Hann segir að björgunarsveitirnar séu í „mjög vondum málum“ ef endurskoða þurfi þau kaup. „Ég vona að yfir- völd sýni þessu skilning. Við töld- um að þetta væri ekki í þeirri vöru sem við flytjum inn, en við tökum þetta mjög alvarlega.“ Umhverfisstofnun mun kanna hvort slík efni sé að finna í flug- eldum hérlendis og einnig koma upplýsingum til birgja um hvernig megi ganga úr skugga um að hættu- leg efni sé ekki að finna í flugeld- um. Stofnunin hefur gefið út að komi í ljós að flugeldar innihaldi HCB munu eftirlitsaðilar sjá til þess að þeir flugeldar fari ekki í sölu. svavar@frettabladid.is Bannað eiturefni í flugeldum Flugeldar sem hingað eru keyptir innihalda eitur sem bannað hefur verið um árabil. Stærsti innflytjandi flugelda hér hefur þegar lokið innkaupum fyrir næstu áramót. Umhverfisstofnun hyggur á sérstakt átak. Við töldum að þetta væri ekki í þeirri vöru sem við flytjum inn, en við tökum þetta mjög alvarlega. KRISTINN ÓLAFSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI LANDSBJARGAR UM ÁRAMÓTIN HCB er notað til að skýra liti í flugeldum. Notkun efnisins hefur verið á undanhaldi, segir innflytjandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HCB er þrávirkt efni sem safnast upp í umhverfinu og í lífverum. Það brotnar niður á afar löngum tíma og getur í millitíðinni borist langar leiðir í lofti, vötnum eða sjó og hefur efnið mælst í umhverfinu fjarri mögulegum upp- sprettum. HCB er talið geta valdið alvarlegum heilsuskaða eins og krabba- meini og skaðað starfsemi lifrar og nýrna svo eitthvað sé nefnt. Hexaklórbensen var áður fyrr notað sem varnarefni og í ýmis konar iðnaði en nánast öll notkun þess hefur nú verið bönnuð með alþjóðlegum aðgerðum á borð við Stokkhólmssamninginn um bann við framleiðslu, notkun og losun þrávirkra lífrænna efna. Styrkur HCB í andrúmslofti mældist 2,7 ng/m3 um áramótin í Reykjavík. Bakgrunnsstyrkur efnisins hér á landi er talinn vera 0,003 ng/m3, sam- kvæmt mælingum Veðurstofu Íslands frá Stórhöfða í Vestmanneyjum. Hexaklórbensen, notkun löngu bönnuð LÖGREGLUMÁL Sex mál komu upp á Írskum dögum á Akranesi um nýliðna helgi sem leiddu til til- kynningar til barnaverndaryfir- valda þar sem um var að ræða ungmenni undir 18 ára aldri. Eitt málanna varðaði líkams- árás og voru tveir 17 ára piltar handteknir grunaðir um að hafa ráðist á og slasað tvo einstak- linga. Í öðru máli var ung stúlka tekin með fíkniefni. Þrjár líkamsárásir voru til- kynntar til lögreglu. Margar til- kynningar bárust um fólk sem hafði lognast út af hér og þar eftir erfiði skemmtanalífsins og var því fólki komið á réttan kjöl og á stefnu í rúmið, að sögn lög- reglu. - jss Ung stúlka með fíkniefni: Sex mál til barnaverndar Hefur þú orðið fyrir umferðaró- happi á einbreiðri brú? Já 6,4% Nei 83,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Sækir þú skipulagða bæjar- hátíð á þessu sumri? Segðu skoðun þína á visir.is FERÐAÞJÓNUSTA Isavia hefur ekki sett sér siðareglur er varða birt- ingar auglýsinga í Leifsstöð, held- ur er stuðst við siðareglur Sam- bands íslenskra auglýsingastofa. Þetta kemur fram í svari Björns Óla Haukssonar, forstjóra Isavia, við fyrirspurn Marðar Árnasonar þingmanns um auglýsingar dýra- verndunarsamtakanna Internation- al Fund of Animal Welfare (IFAW). Auglýsingar IFAW voru fjar- lægðar úr Leifsstöð í síðustu viku og ástæðan sögð sú að þær væru taldar stangast á við siðareglur Isavia um auglýsingar. Isavia neit- aði þó að sýna Fréttablaðinu siða- reglurnar og gat hvorki sagt til um hvenær þær voru gerðar né hvaða tiltekna atriði í reglunum auglýs- ingarnar voru taldar stangast á við. Mörður segir á vefsvæði sínu á Eyjunni að hann gefi lítið fyrir svör Björns og kallar þau „svör í skötulíki.“ Mörður hafði óskað eftir upplýsingum um umræddar siða- reglur Isavia og spyr nú í fram- haldinu hvaða siðareglur SÍA það séu nákvæmlega sem auglýsingarn- ar voru taldar stangast á við. Þá segir í svari Björns að þetta sé í fyrsta sinn sem Isavia fjarlægi auglýsingar eftir að þær eru komn- ar upp. Fyrirtækið hafi þó neitað aðilum um auglýsingapláss áður, svo sem nektarstöðum. - sv Þingmaður kallar svör forstjóra Isavia við fyrirspurn sinni „Svör í skötulíki“: Vitnuðu í siðareglur sem eru ekki til MÖRÐUR ÁRNASON BJÖRN ÓLI HAUKSSON LÖGREGLUMÁL Þrjár líkamsárásir voru kærðar til lögreglu í Vest- mannaeyjum eftir skemmtana- hald helgarinnar. Ráðist var á mann með tré- kylfu á veitingastaðnum Prófast- inum og fékk fórnarlambið skurð á augabrún. Sami maður varð síðan aftur fyrir líkamsárás í framhaldi af fyrri árásinni þegar hann leitaði sér aðstoðar í eld- húsi skemmtistaðarins. Maðurinn leitaði sér aðstoðar á Heilbrigðis- stofnun Vestmannaeyja þar sem gert var að sárum hans. - jss Ráðist tvívegis á sama mann: Barinn í höfuð með trékylfu KJÖRKASSINN ORKUMÁL Fjöldi bíla sem ganga fyrir metangasi er kominn upp í 555, samkvæmt tölum frá Umferðar- stofu. Að sögn Sverris Viðars Haukssonar, formanns verk- efnisstjórnar Grænu orkunn- ar, hefur þessi fjöldi tvöfald- ast á síðustu átján mánuð- um. Á meðal þessara bíla eru 229 með aukabúnað sem bætt hefur verið við bílinn hér á landi. Að sögn Vilhjálms Einarssonar, framkvæmdastjóra Metans, fer áhuginn fyrir metangasi sívax- andi og bendir hann þar á meðal á skoðanakönnun sem Capacent gerði nýlega en þar kemur fram að 85 prósent landsmanna séu áhugasamir um metangas. - jse Notkun á metangasi: Fjöldi metan- bíla tvöfaldast SVERRIR VIÐAR HAUKSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.