Fréttablaðið - 05.07.2011, Síða 10

Fréttablaðið - 05.07.2011, Síða 10
5. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR10 Betri þjónusta í Vörðunni Varðan er vildarþjónusta fyrir viðskiptavini Landsbankans. persónulega þjónustu og fríðindi fyrir heildarviðskipti. 1. Hvaða stórstjarna tón- listarheimsins sótti landið heim um helgina og gistir á Hótel Borg? 2. Stjórnendur hvaða fyrirtækis hafa samþykkt að endurgreiða bónus sem þeir fengu árið 2009 þrátt fyrir taprekstur? 3. Hvað eru margar einbreiðar brýr á hringveginum. SVÖRIN 1. Jon Bon Jovi. 2. Stjórnendur Existu. 3. Fjörutíu og tvær. NÁTTÚRA Um tíundi hver fiskur í Norður-Kyrrahafi er með plast í meltingarveginum. Þetta eru nið- urstöður nýrrar rannsóknar sem greint er frá á vef Science Daily. Rannsakaðar voru 27 fiskteg- undir í Norður-Kyrrahafi. Miðað við niðurstöðurnar er talið að fisk- urinn á svæðinu éti á milli 12.000 til 24.000 tonn af plasti á ári. Rannsakendur segja að senni- lega sýni niðurstöðurnar minna hlutfall fiska en það er í raun, þar sem margir þeirra drepist vegna plastsins. - sv Rannsaka fisk í Kyrrahafi: Tæp tíu prósent borða plast EFNAHAGSMÁL Málmar voru verð- mætasta framleiðsluvaran hér á landi árið 2010, en verðmæti þeirra nam 37,1 prósenti af heild- arverðmæti framleiðsluvara það ár. Fiskafurðir komu næstar, en verðmæti þeirra nam 32,5 pró- sentum af heildarverðmætinu. Verðmæti seldra framleiðslu- vara 2010 nam alls 666 millj- örðum króna. Þetta er aukning um tæpa 92 milljarða króna. Á sama tíma hækkaði vísitala framleiðsluvara um 11,7 prósent. Verðmæti seldra framleiðsluvara hefur því hækkað að raungildi um 4,3 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. - kóp Meira selt 2010 en 2009: Mest verðmæti í málmunum STRAUMSVÍK Málmar voru verðmætasta framleiðsluvaran árið 2010. STJÓRNSÝSLA Lögum um fæðing- arorlof verður breytt í haust, en frumvarp þess efnis var lagt fram í vor. Hið sama gildir um lög um orlof. Þetta er gert til að bregðast við athugasemdum frá ESA, eftir- litsstofnun EES. Stofnunin gerði athugasemd við það að í íslensku lögunum er þess krafist að foreldri hafi verið á íslenskum vinnumarkaði í að minnsta kosti einn mánuð til að hægt sé að leggja við þann tíma starfstíma í öðru aðildarríki EES- svæðisins. Eftir breytingu mun Vinnumálastofnun meta hvert til- vik fyrir sig. Þá verður orlofslög- um breytt þannig að rýmri tími gefist til að taka orlof út, sé það flutt á milli ára. - kóp Brugðist við tilmælum ESA: Fæðingarorlofi og orlofi breytt Býður sig fram til formanns Davíð Þorláksson lögmaður gefur kost á sér sem formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á sambands- þingi sem fram fer í ágúst. Núverandi formaður, Ólafur Örn Nielsen, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. STJÓRNMÁL EFNAHAGSMÁL Hækkun vaxta myndi magna skuldakreppu fyrir- tækja og heimila, valda auknum fjölda gjaldþrota og meiri óróa á vinnumarkaði. Þetta segir í grein sem Gylfi Zoëga, prófessor við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, ritar í nýjasta hefti efna- hagsritsins Vísbendingar. Í yfirlýsingu peningastefnu- nefndar Seðlabankans við vaxta- ákvörðun um miðjan mánuðinn, þegar vöxtum var haldið óbreytt- um, kom hins vegar fram að vegna aukins verðbólguþrýstings væri hækkun vaxta líklegri e n l æ k k u n á næstunni . Þetta var ítrek- að í greinargerð Seðlabankans til ríkisstjórn- arinnar í byrj- un mánaðarins. Í grein sinni bendir Gylfi hins vegar á að kreppan hér stafi ekki af of lítilli eftirspurn og verðbólga ekki af of mikilli eftir- spurn. „Verðbólgan er að miklu leyti innflutt, stafar af hækkun á hrá- vöru á heimsmarkaði,“ segir hann og kveður við að eiga skulda- kreppu sem lami fjárfestingar og mannaráðningar fyrirtækja og rýri lífskjör heimila. Við þær aðstæður geti vaxta- hækkun aukið skuldabyrði og haft svipuð áhrif og hækkað verð hrávöru, fyrirtæki beini kostnaði út í verðlag og verkalýðshreyf- ingin verjist af enn meiri hörku. „Friður á vinnumarkaði við hærri vexti krefst meira atvinnuleysis,“ segir Gylfi. - óká Í skuldakreppu hefur hækkun stýrivaxta öfug áhrif á þróun verðbólgunnar: Hærri vextir magna kreppuna GYLFI ZOEGA FÓLK „Honum líkar vel og er alsæll. Hann er búinn að hitta gamla bekkj- arfélaga og leikur sér við þá. Þetta gengur bara ofsalega vel,“ segir Óskar P. Friðriksson, afi Leifs Magn- úsar, átta ára drengs í Vestmanna- eyjum. Leif Magnús fluttist til Íslands frá Noregi í lok júní. Móðir hans var myrt á hrottafenginn hátt af kærasta sínum í bænum Mandal í Noregi í vor og í kjölfarið fór faðir drengsins, Grétar Óskarsson, fram á forræði yfir honum. Fjölskylda Leifs Magn- úsar í Vestmannaeyjum ferðaðist svo saman til Noregs til þess að ganga frá formsatriðum við barnavernd- aryfirvöld. Vinir og ættingjar Leifs Magnúsar fylgdu honum til Íslands í síðasta mánuði og dvöldu hér í viku. Óskar segir hópinn hafa unað sér vel á Íslandi. „Þau hefðu þurft að vera í tvær vikur, ein var bara ekki nóg,“ segir hann. „En drengurinn er búinn að koma sér vel fyrir í sínu gamla her- bergi og byrjar í skólanum í haust með sínum gömlu félögum. Hér er hann bara á sínum stað.“ - sv Leif Magnús Grétarsson Thisland er kominn heim til Eyja og líkar vel: Gott að hitta gamla skólafélaga VINIR SAMAN VIÐ SKÓGAFOSS Björnar Nilsen, Leif Magnús og Brynjólfur Brynjólfs- son við Skógafoss í lok júní. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.