Fréttablaðið - 05.07.2011, Page 38

Fréttablaðið - 05.07.2011, Page 38
5. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR30BESTI BITINN Í BÆNUM „Ég myndi velja Café Easy, matstofu í íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardalnum, ódýrasti bitinn í bænum. Ég held að það sé reyndar lokað núna, náung- inn sem rekur staðinn er víst í sumarfríi.“ Reynir Örn Þrastarson fyrirsæta „Það er búið að ganga mjög vel og ótrúleg tilfinn- ing að taka þátt í þessu,“ segir Jóna G. Kolbrúnar- dóttir um tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur í Man- chester en Jóna er hluti af kórnum Graduale Nobili sem syngur bakraddir hjá Björk. Núna er tveimur tónleikum lokið af sex en kórinn verður í Manchester í tæpan mánuð ásamt stórstjörnunni og fylgdarliði hennar. „Við höfum það mjög gott. Gistum í flottum hótel- íbúðum og höfum allt til alls. Við höfum líka náð að skoða aðeins bæinn, sem er mjög fallegur, og fengið flott sumarveður,“ segir Jóna en þær hafa líka verið í ströngu æfingaprógrammi. Uppselt er á alla tón- leikana og hafa þeir fengið góða dóma í miðlum á borð við The Guardian og The Independent „Tónleikarnir eru haldnir í hálfgerðri skemmu sem tekur um 1.800 manns. Áhorfendur standa í kringum sviðið og fylgjast með en við stöndum annaðhvort á sviðinu eða röðum okkur upp í kringum það. Björk er svo á iði úti um allt. Þetta er mjög sjónrænt og flott,“ segir Jóna og viðurkennir að það sé mögnuð upp- lifun að standa á sviði með Björk fyrir framan æsta áhorfendur. „Sumir hverjir eru alveg rosalega miklir aðdáendur Bjarkar og nánast með hana í guðatölu. Það er gaman að fylgjast með því.“ Kórinn fékk sérsaumaða kjóla fyrir tónleikana en í þeim leynast ísaumaðir vatnspokar með röri sem kemur út um hettuna. „Það er fyndið en nauðsynlegt að geta fengið sér vatnssopa þegar manni hentar því það verður mjög heitt á sviðinu,“ segir Jóna en ævin- týri Graduale Nobili í Manchester lýkur þann 17. júlí. - áp Með vatnspoka á bakinu hjá Björk „Það kom smá í kjallarann og við vorum alveg fimm tíma að þrífa það. En sem betur fer var þetta bara hreint vatn og því fylgdu engar rottur,“ segir Friðrik Weiss- happel, veitingamaður á The Laundromat Café í Kaupmanna- höfn. Verslanir í nágrenni við veit- ingastaði Friðriks voru ekki alveg jafn heppnar og veitingamaðurinn aðstoðaði verslunareigendur eftir fremsta megni. Kaupmannahöfn er á floti eftir úrhellisrigningu um helgina en Friðrik er með tvo veitingastaði í miðborginni, einn á Norðurbrú og annan á Austurbrú en þau svæði sluppu hvað best. „Vesturbrú lítur alveg skelfilega út; þar er útlitið eins og í New Orleans eftir Katr- ínu.“ Friðrik segir rigninguna hafa verið eins og úr syndaflóði Biblí- unnar, vatnsmagnið hafi verið slíkt. „Ég var að keyra heim úr matarboði og vinnukonurnar höfðu ekki við. Konan mín var alveg í taugaáfalli og mér stóð ekki á sama, þrátt fyrir að hafa upplifað ótrúlega hluti úr íslenskri veðr- áttu.“ Frikki Weiss á flótta FÁ SÉR VATN Jóna G Kolbrúnardóttir, hér ásamt Guðrúnu Matt- hildi Sigurbergsdóttur í Graduale Nobili, segir það magnaða upplifun að standa upp á sviði með Björk fyrir framan æsta áhorfendur í Manchester. SLAPP VEL Friðrik Weisshappel slapp vel undan flóðinu í Kaupmannahöfn, smá vatn lak inn í kjallara. Fólk úr nærliggjandi hverfum kom hins vegar á Laundromat til að þurrka föt og annað slíkt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen hafa stofnað hlutafélag undir nafn- inu aeae ehf. ásamt Emil Tómasi Vigfússyni og Andrew Thomas Mitchell. Arnór og Eiður Smári hafa verið litlir hluthafar í sam- skiptasíðunni skoost.com sem þeir Emil og Andrew hafa rekið síðan 2009 en ætla nú færa út kvíarnar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Þetta er bara leyndarmál eins og staðan er í dag, þetta er verkefni sem tengist internetinu og það er í raun það eina sem hægt er að segja um það. En þetta er mjög spennandi,“ segir Emil Tómas í samtali við Frétta- blaðið. Arnór vildi litlu bæta við þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Þetta er á mjög við- kvæmu stigi en hlutirnir ættu að skýrast eftir nokkra mán- uði. Ég get þó sagt að ég er að fara að hella mér út í þetta og ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Arnór. Hann vildi hvorki tjá sig um hvort þetta tengdist umboðsstarfinu sem hann hefur sinnt né gefa upp með hvaða liði Eiður Smári spilar á næsta tímabili. Sem kemur þessari frétt lítið við. Eiður Smári hefur verið duglegur að fjárfesta hér á landi. Hann er einn eig- enda gistiheimilisins Kex Hostel við Skúlagötu sem slegið hefur í gegn í miðbæ Reykjavíkur. - fgg NETFEÐGAR Arnór og Eiður Smári hafa stofnað hlutafélag sem á að halda utan um rekstur vefsíðu. Mikil leynd hvílir yfir vefsíðunni. Guðjohnsen-feðgar veðja á internetið Bandaríski rokksöngvarinn Jon Bon Jovi er staddur á landinu, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Hann kom til landsins ásamt fjölskyldu sinni um helgina. Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna var í gær og Jon Bon Jovi og fjölskylda voru komin á kreik á Hótel Borg fyrir hádegi. Þau yfirgáfu Borgina upp úr ellefu á tveimur svörtum Lincoln Navigator-jepp- um. Þeim var ekið rakleiðis á Reykjavíkur- flugvöll þar sem AS365N Dauphin-þyrla Norðurflugs beið, en óvíst er hvert flogið var með hópinn. Fréttablaðið hafði sam- band við Norðurflug, en þar á bæ höfðu menn engar upplýsingar um ferðir Jon Bon Jovi. Koma Bon Jovi til landsins hefur vakið mikla athygli. Eins og Vísir.is og fleiri net- miðlar greindu frá í gær heilsaði hann upp á vegfarendur á Laugavegi um helgina. Vinkonurnar Klara Björns og Beta Gagga létu smella af sér mynd með söngvaran- um, en þær rákust á hann á kaffihúsi í mið- borginni. Þá kom maður úr fylgdarliði Bon Jovi við í plötubúð Smekkleysu á Laugavegi á föstudag. Sagðist hann vilja kynna Bon Jovi fyrir nýrri íslenskri tónlist og var ráðlagt að kaupa nýju plötuna með hljóm- sveitinni GusGus, Arabian Horse. Starfs- fólk verslunarinnar fékk þau fyrirmæli að hafa hljótt um komu söngvarans til landsins, sem það gerði, en fyrsta fréttin um komu Bon Jovi til landsins birtist ekki fyrr en á mánudag í Frétta- blaðinu. Eins og fram kom í blaðinu í gær dvelur Jon Bon Jovi í turnsvítunni á Hótel Borg á meðan hann jafn- ar sig eftir aðgerð á hné. Hljóm- sveit hans Bon Jovi kemur fram í Istanbúl í Tyrklandi á föstudag- inn, en heimildir Fréttablaðsins herma að hann ætli að dvelja hér á landi þangað til hann heldur til Tyrklands. atlifannar@frettabladid.is JON BON JOVI: KEYPTI NÝJU PLÖTUNA MEÐ GUSGUS Fagnaði þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna í þyrluferð FRÆGUR HNAKKI Kastaníubrúnn hnakkinn á Jon Bon Jovi tók á móti ljósmyndara Fréttablaðsins á Reykjavíkurflugvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÉKK PLÖTU MEÐ GUS GUS Maður á vegum Jon Bon Jovi kom við í plötubúð Smekkleysu á föstudag og keypti plötuna Arabian Horse með GusGus fyrir Bon Jovi. FRELSI OG ÖRYGGI Í SÓLINNI Langvirkandi sólvörn SPF 10 SPF 20 SPF 30 Könnun sýnir að 80% kaupir Proderm vegna góðra meðmæla frá öðrum Sænsku Vitiligo húðsamtökin hafa valið Proderm sem þá sólvörn sem þeir treysta best. Fæst í apótekum og Fríhöfninni www.celsus.is Engin ilmefni - ekkert zinc oxid eða titanum dioxid - engin nanoörtækni - ekkert paraben. Þolir vatn og sjó og handklæðaþurrkun. Engin glans eða fituáferð. Rennur ekki af húðinni, engir hvítir taumar. Þróað fyrir norræna húð - fullorðna og börn. Húðin verður mjúk, og fallega brún.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.