Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 50
23. júlí 2011 LAUGARDAGUR26 Yndisleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir, tengdadóttir og systir Ása Líney Sigurðardóttir viðskiptafræðingur Árbakka 9, Selfossi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt 20. júlí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 28. júlí kl. 13.30. Þorgrímur Óli Sigurðsson Linda Rós Pálsdóttir Dagur Gunnarsson Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir Anton Scheel Birgisson Sigurður Ingi Þorgrímsson Særós Ester Leifsdóttir Kristófer Dagsson Tómas Dagsson Líney Hekla Antonsdóttir Pálína Jóhannesdóttir Ingibjörg Þorgrímsdóttir og systkini hinnar látnu Yndislega eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Róshildur Stefánsdóttir Ljósuvík 14, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt fimmtudagsins 21. júlí. Birkir Þór Gunnarsson Gunnar Birkisson Jóhanna Þórhallsdóttir Stefán Hjálmar Birkisson Margrét Björk Kjartansdóttir Dagný Björk Stefánsdóttir Steindór Hjartarson Aron Birkir Stefánsson Hanna Björt Stefánsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, Stefanía Auðbjörg Halldórsdóttir frá Stykkishólmi, Laugateigi 36, Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 9. júlí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar kveðjur og þakkir sendum við starfsfólkinu á Hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir hlýhug og umhyggju í hennar garð. Dagbjört Hafsteinsdóttir Sveinn Jónsson Halldór Hafsteinsson Lilja Hannibalsdóttir Edda Hafsteinsdóttir Svanhvít Hafsteinsdóttir Níels Ingólfsson Kristján Jón Hafsteinsson Rósa Guðný Gestsdóttir Vilhjálmur Hafsteinsson Þórdís Guðmundsdóttir Hilmar Hafsteinsson Guðbjörg Hákonardóttir Ingibjörg Hafsteinsdóttir Bjarni Ágústsson Lilja Halldórsdóttir barnabörn og fjölskyldur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Birna Guðrún Friðriksdóttir fyrrum húsfreyja á Melum í Svarfaðardal, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 25. júlí kl. 13.30. Svana Friðbjörg Halldórsdóttir Arngrímur V. Baldursson Anna Kristín Halldórsdóttir Grétar Baldursson Soffía Halldórsdóttir Friðrik Heiðar Halldórsson Þóra Vordís Halldórsdóttir ömmu- og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Herdís Guðrún Ólafsdóttir Brúnavegi 9, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 21. júlí á Landspítalanum við Hringbraut. Viðar Gunnarsson Guðbjörg Bergs Ómar Þór Gunnarsson Guðný Ólafsdóttir Ástríður Ólöf Gunnarsdóttir Kjartan Hrafn Helgason Bjarni Matthías Gunnarsson Hulda Björk Erlingsdóttir barnabörn og barnabarnabörn GUÐLAUGUR ARASON rithöfundur og leiðsögumaður á afmæli í dag. „Það er gott að geta hlegið.“61 Merkisatburðir 1183 Sturla Þórðarson (Hvamm-Sturla) dó 58 ára. Hann var höfðingi og goðorðsmaður, ættfaðir Sturlunga. 1808 Enska skipið Salomine, sem er með 20 fallbyssur, kom til Reykjavíkur og rændi fjárhirslu landsins. 1929 Jarðskjálfti varð í Brennisteinsfjöllum austan Krýsuvíkur og er talinn hafa verið 6,3 stig. Skemmdir urðu á húsum í Reykjavík og víðar. 1986 Andrés prins, hertogi af York gekk að eiga Söru Ferguson í Westminster Abbey. 2009 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lagði formlega fram aðildarumsókn Íslands að Evrópusamband- inu. ÞETTA GERÐIST: 23. JÚLÍ 1950 Hátíð í endurreistu Borgarvirki Fjölmenn hátíð var haldin í klettavíginu Borgarvirki í Vestur-Húnavatnssýslu þennan dag árið 1950. Tilefnið var að gagngerum endurbótum á hleðslum þess var lokið og það hafði verið endurreist í sinni fornu mynd. Borgarvirki er mannvirki sem talið er vera frá land- námsöld. Það er hlaðið af manna höndum milli Vesturhópsvatns, Víðidalsár og Hóps. Það mun hafa verið ætlað til landvarna, ef víkinga bæri að af sjó. Það var Húnvetningafélagið í Reykjavík sem gekkst fyrir endurhleðslunni. Kristján Eldjárn þjóðminja- vörður hafði eftirlit með verkinu. Virkið er talið með merkustu fornminjum hér á landi. timamot@frettabladid.is Nýr rósagarður var vígður í Laugar- dalnum í Reykjavík 21. þessa mánað- ar á vegum Garðyrkjufélags Íslands, Reykjavíkurborgar og Yndisgróðurs. Þar er meðal annars safn rósa sem Jóhann Pálsson fyrrverandi garð- yrkjustjóri hefur kynbætt. Jóhann fagnaði áttræðisafmæli á vígsludaginn og metur ljósu punktana við aldurinn. „Ég man svo langt aftur í tímann og er búinn að upplifa svo margt. Ég man eftir kreppunni, hernáminu, þegar sjónvarpið kom og tölvurnar en það sem mér finnst einna skemmti- legast eru gróðurfarsbreytingarnar sem mér hefur auðnast að sjá á þess- ari ævi. Þegar ég var að byrja að upp- lifa náttúruna í kringum mig þá fannst mér rofabörð og nakin holt vera eðli- leg fyrirbrigði í þessu landi. Svo komst ég að því að þetta var að nokkru leyti mannanna verk eins og reyndar ger- ist víða. En nú vaxa hér skógar með yfir 20 metra háum trjám og maður sér þessa miklu grósku sem landið býr yfir þegar það fær að njóta sín. Þetta hefur mér fundist ævintýri.“ Jóhann kveðst hafa haft auga fyrir gróðri alla tíð en þó var það annað en grasafræðin sem í byrjun heillaði hann sem námsfag. „Ég fór í fyrsta leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1950 og eftir það í Dramaten, leiklistarskóla konunglega leikhússins í Stokkhólmi. Frá því ég byrjaði í leiklistarskóla og þar til ég hætti sem atvinnuleikari liðu 16 ár en þá gat ég ekki hugsað mér að halda áfram svo ég las menntaskóla- fög utan skóla og það passaði til að þegar því lauk var líffræðideildin að byrja í Háskólanum. Eftir hana var ég í Uppsalaháskóla í sjö ár í doktors- námi í grasafræði og þegar ég átti að fara að ljúka því var mér boðið að verða forstöðumaður Lystigarðsins á Akureyri. Það var spennandi starf og eftir tæp sjö ár þar fékk ég stöðu sem garðyrkjustjóri Reykjavíkur. Það var óskaplega gaman að fá að vinna hér í borginni, taka þátt í að byggja upp Grasagarðinn, Húsdýra- og fjöl- skyldugarðinn í Laugardalnum og svo baðstaðinn í Nauthólsvík sem var lokaverkefni mitt sem yfirmaður garðyrkjudeildar. Allt ævintýralega skemmtilegt.“ gun@frettabladid.is JÓHANN PÁLSSON GRASAFRÆÐINGUR: OPNAÐI RÓSAGARÐ Á ÁTTRÆÐISAFMÆLI GAMAN AÐ SJÁ ÞÁ MIKLU GRÓSKU SEM LANDIÐ BÝR YFIR FYRRVERANDI GARÐYRKJUSTJÓRI Jóhann í eigin garði í Grafarvoginum en yfir áttatíu rósir hafa bómgast þar, það sem af er sumri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.