Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.07.2011, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 23.07.2011, Qupperneq 58
23. júlí 2011 LAUGARDAGUR34 34 menning@frettabladid.is SUMARTÓNLEIKAR VIÐ MÝVATN Í REYKJAHLÍÐARKIRKJU í kvöld klukkan 21. Andri Björn Róbertsson syngur við píanóundirleik Kristins Arnar Kristinssonar. Efnisskrá tónleikanna er afar fjöl- breytt, allt frá íslenskum Sprengisandi til evrópskra ljóða og amerískra söngleikja. Skáldsaga Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk, heldur áfram að heilla lesendur. Á dögunum kom út ný sænsk þýðing á verk- inu og hefur útgáfan vakið mikla athygli. Gagnrýn- andi Express- en, Pér Wirtén, fagnar nýju þýðingunni mjög: „Í nýrri þýðingu Inge Knutsson glitrar [sagan] sem bæði fögur saga og hryllileg. Guð minn góður, þvílík saga sem hann skrifaði, Íslendingurinn.“ Og Peter Viktorsson á Kristi- anstadbladet er ekki að skafa utan af því: „Eftir nokkurra tíma lestur virðist einkunnin „meistaraverk“ sem þýðandinn Inge Knutsson gefur í eftirmála sínum engar ýkjur, aldrei slíku vant.“ - fsb Fögur og hryllileg HALLDÓR LAXNESS Fergusonbókin hans Bjarna Guðmundssonar safnstjóra á Hvanneyri sló í gegn þegar hún kom út árið 2009. Nú hefur Bjarni skrifað aðra bók álíka skemmtilega. Hún fjallar um Farmal. „Vélar frá hinu virta heimsfyrir- tæki, International Harvester Company, hafa sennilega komið við sögu á hverjum einasta bæ á Íslandi með beinum hætti eða óbeinum – alveg frá því fyrstu hestaverkfærin komu um fyrri aldamót,“ byrjar Bjarni spjallið um nýútkomna bók sína Alltaf er FARMALL fremstur. „Fyrsta trak- torabylgjan sem skellur á um 1930 er að miklu leyti rekin áfram af vélum frá International Harvester. Þá kaupa búnaðarfélögin Farmal- traktora og þar með hefst jarð- vinnsla í sveitum. Síðan komu blessaðar ýturnar þegar skurð- gröfur höfðu búið til alla haug- ana og þegar ýturnar voru búnar að slétta og stækka túnin þá var kallað á litla traktora til að létta heyvinnuna. Þar kemur Farmall við sögu en var kannski að sumu leyti sleginn út af Ferguson fjórum til fimm árum seinna. Þetta er nú svona tímalega samhengið.“ Farmal-dráttarvélarnar höfðu það fram yfir Ferguson að þær voru fljótt framleiddar í ýmsum stærðum að sögn Bjarna. „Það kom til af því að vestur í Kanans landi, þar sem þær voru smíðaðar, voru menn snemma orðnir þjálfaðir í að lesa markaðinn og buðu vélar sem þjónuðu mismunandi bústærðum. Sá sæli Farmal Cub sem hér var gríðarlega vinsæll var svar Inter- national Harvester við þörfum tób- aksbænda í Suðurríkjum Banda- ríkjanna sem áður höfðu haft einn múlasna eða annað dráttardýr og þurftu bara örfá hestöfl. Síðan kom í ljós að Farmal Cub féll eins og hönd í hanska fyrir bændur uppi á Íslandi.“ Talið berst að jarðýtunum. Bjarni segir þær hafa verið eins og Kólumbusaregg (einföld en snjöll lausn á vandamáli) fyrir Íslend- inga. „Ýturnar urðu að pop-up bylgju á fáum árum upp úr 1940. Þær leystu menn úr viðjum vanda sem skurðgröfurnar höfðu skapað, opnuðu vegi milli héraða og ruddu snjó að vetrinum. Menn kunna sér varla læti. Ýturnar drynja um allar sveitir og herfa mönnum flög og nýræktir.“ Bjarni segir Farmal-vélarnar hafa enst vel þegar þess sé gætt við hvaða harðneskju þær bjuggu hér á landi, samanborið við þægi- leg akurlönd vestanhafs sem voru aðalviðfangsefnið. „Nú þegar bylgja endurgerðaráhuga ríður yfir þá finna menn margar Far- mal-vélar í góðu standi hjá hirðu- fólki víða um land. Ég veit um einn Farmal A frá fimmta ára- tugnum sem enn í dag gengur til sinna tilteknu heyverka.“ gun@frettabladid.is Komu við sögu á hverjum bæ HEYSKAPUR á Hvítanesi í Skilmannahreppi laust eftir 1950. Farmal A er látinn draga. MYND/ÚR BÓKINNI ALLTAF ER FARMAL FREMSTUR. SAFNSTJÓRI LANDBÚNAÐARSAFNSINS Bjarni Guðmundsson kann að segja sögur af vinsælum vélum. MYND/ÚR EINKASAFNI Ungt fólk í Selinu Kammertónleikar verða í Sel- inu á Stokkalæk þriðjudaginn 26. júlí kl. 20. Þar mun ungt tónlistarfólk láta til sín taka. Fram koma þær Gróa Margrét Valdimarsdóttir og Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikar- ar, Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari, Ásta María Kjart- ansdóttir sellóleikari, Sólborg Valdimarsdóttir og Kristján Karl Bragason píanóleikarar auk Þórunnar Völu Valdimars- dóttur messósópran. Flutt- ur verður píanókvintett eftir bandaríska tónskáldið David Cutright og annar eftir Robert Schumann. Þá verður flutt verkið Chanson Perpetuelle op. 37 eftir Ernest Chausson fyrir messósópran, strengjakvartett og píanó. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 23. júlí 2011 ➜ Tónleikar 14.00 Á Sumartónleikum í Skálholti mun Elín Gunnlaugsdóttir flytja erindi í Skálholtsskóla. Verk eftir hana verða flutt á tónleikum kl. 15 í Skálholtskirkju. Aðgangur er ókeypis. 15.00 Chet Baker tribute band leikur ljúfa bossanova-tóna utandyra á tón- leikum veitingahússins Jómfrúarinnar. Aðgangur er ókeypis. 20.30 Kristján Pétur Sigurðsson með tónleika í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Sérlegir aðstoðarmenn eru Guðmundur Egill Erlendsson og Birgir Sigurðsson. Aðgangur er ókeypis. ➜ Opnanir 14.00 Systkinin Guðrún Ólafsdóttir og Brandur Ólafsson opna samsýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri undir heitinu Nostalgia Tourist. Allir velkomnir. 14.00 Opnun á systrasýningu þeirra Jóhönnu Friðfinnsdóttur og Drafnar Friðfinnsdóttur heitinnar í Ketilhús- inu á Akureyri. Listaverk til sölu. Allir velkomnir. 15.00 Listakonan Erna G.S. opnar sýningu sína Remix Móment 2009 í Deiglunni, Listagilinu á Akureyri. Allir velkomnir. 20.00 Opnun á sýningu Baldurs Björnssonar Myrklósett: Black Log / Blakkir Logar í Gallerí Klósetti, Hverfis- götu 61, Reykjavík. Allir velkomnir. ➜ Uppákomur Menningarveisla Sólheima bíður upp á tónleika með Jazztríói Sunnu Gunnlaugs í Sólheimakirkju og námskeið um nátt- úruljósmyndun í Sesseljuhúsi eftir þtón- leikana. Aðgangur er ókeypis. Sunnudagur 24. júlí 2011 ➜ Gjörningar 16.00 Pálína frá Grund frumflytur gjörning sinn Hverra manna, sem sam- inn er í tilefni sýningarinnar Góðir Íslendingar í Gerðarsafni, Kópavogi. Aðgangseyrir er kr. 500. ➜ Tónleikar 16.00 Anna Guðný Guðmundsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson leika fjórhent sónötu í C-dúr eftir Mozart á píanó á Gljúfrasteini. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Lesendur okkar eru á öllum aldri með ólíka sýn á lífið – og við þjónum þeim öllum Allt sem þú þarft
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.