Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 70
23. júlí 2011 LAUGARDAGUR46 MORGUNMATURINN „Undanfarið hef ég fengið mér AB mjólk og sett út á hana morgunkorn og banana.“ Þórunn Erna Clausen leikkona „Ég var skíthræddur um að ég hefði slasað mig alveg hrikalega,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari. Jóhann hræddi sjálfan sig og 500 leikhúsgesti á sýningu Hársins á fimmtudagskvöldið þegar hann féll úr kaðli í upphafi sýningarinnar. „Ég byrja á að standa á efri palli og syngja. Því næst sveifla ég mér með kaðli niður á sviðið. Í þetta sinn hef ég farið of geyst í sveifluna. Ég fór upp í ljósraufarnar hinum megin þannig að það kom lykkja á kaðalinn og ég missti takið,“ segir Jóhannes en fallið var þrír metrar. „Ég datt af sviðinu og niður á gólf og stöðv- aðist við áhorfendabekkinn. Þar lá ég bara grafkyrr og viss um að ég hefði slasast alvar- lega. Ég var í algeru sjokki,“ segir Jóhannes en áhorfendur tóku andköf og mátti heyra saumnál detta á meðan Jóhannes lá á gólfinu. „Matti Matt varð vitni að þessu öllu saman af sviðinu og var fyrstur til að hlaupa að mér og athuga hvort allt væri í lagi með mig,“ segir Jóhannes, sem kom sjálfum sér á óvart þegar hann stóð upp heill á húfi undir lófaklappi áhorfenda og kláraði sýninguna þar sem frá var horfið. „Svona eftir á að hyggja varð mér til happs hvað ég er kominn í gott form eftir tökurnar á myndinni Svartur á leik. Fyrir myndina var ég líka í brjáluðum æfingabúðum hjá Mjölni og lærði hjá þeim að detta án þess að verða fyrir meiðslum,“ segir Jóhannes og gantast með það að hann geti farið að snúa sér að áhættuleik í framtíðinni. Jóhannes sveiflaði sér í kaðlinum á sýningu strax daginn eftir fór svo sannarlega varlega. - áp Féll þrjá metra í miðri sýningu VAR SKÍTHRÆDDUR Jóhannes Haukur Jóhannesson féll úr kaðli á sýningu á Hárinu í Hörpunni á fimmtudags- kvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Ég og fjölskylda mín eldum allt- af lunda á Þjóðhátíð og höfum oft boðið fólki upp á hann. Í ár þarf maður að halda aðeins að sér höndum og bjóða fyrst sínum nánustu,“ segir Magnús Braga- son, lundaverkandi í Vestmanna- eyjum. Lundaveiði hefur verið bönn- uð í Vestmannaeyjum og því hafa Eyjamenn þurft að bregða á það ráð að fá lunda að norðan til að menn fái góðgætið fyrir Þjóðhátíð, en reyktur lundi er ómissandi á veisluborðin í tjöldum Eyjamanna um versl- unarmannahelgina. Að sögn Páls Scheving Ingvarssonar, formanns Þjóðhátíðar- nefndar, er lundinn ómiss- andi hluti af hátíðarhöld- unum og sjálfur borðar hann lunda með bestu list enda sé hann afbragðsmatur. Magnús Braga- son segir lítið um lunda en hann varð sér þó úti um ein- hverja fugla til að geta við- haldið hefð- i n n i . „ É g náði að klóra saman nokk- ur hundruð fugla að norðan en veiðin hefur verið mjög lítil í ár vegna veður- sældar í júlímán- uði. Það má aðeins veiða fuglinn í háf og það þarf ákveð- inn vind til að hann fljúgi en þar sem vind- ur hefur verið rólegur í júlí hefur lítið veiðst af lunda,“ útskýrir hann. Magnús segir veiðina svipaða í ár og undanfarin tvö sumur. Aðspurður segist hann þó styðja veiðibannið í Vestmannaeyjum af heilum hug. „Maður vill gjarnan halda hefðinni gangandi en vill ekki að gengið sé of nærri stofn- inum, ég vil að hann fái að njóta vafans, þannig að tilfinningarn- ar eru blendnar. Lundinn hefur þó sést í meiri mæli hér í Eyjum en undanfarin ár en líklega þarf stofninn nokkur ár í viðbót til að geta rétt almennilega úr kútn- um.“ sara@frettabladid.is. MAGNÚS BRAGASON: NÁÐI AÐ KLÓRA SAMAN NOKKUR HUNDRUÐ FUGLA Eyjamenn með allar klær úti í lundaleit fyrir Þjóðhátíð LÍTIÐ UM LUNDA Eyjamenn hafa þurft að verða sér úti um lunda að norðan vegna veiðibanns í Vestmannaeyjum. Páll Scheving Ingvarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir lundann ómissandi hluta af hátíðinni. „Þetta var einfaldlega áskorun sem ég gat ekki skorast undan,“ segir Hilmar Björnsson, nýráðinn dagskrárstjóri sjónvarpstöðvarinnar Skjár einn. Eins og Fréttablaðið greindi frá sóttu margir um starf- ið en Kristjana Thors Brynjólfsdóttir hefur gegnt starf- inu undanfarin ár. Hilmar hefur verið sjónvarpsstjóri Skjás Golfs undanfarna mánuði en hann hefur mikla reynslu úr fjölmiðlaheiminum. Til dæmis var hann sjón- varpsstjóri hjá Sýn og seinna Stöð 2 Sport og hann sá um útsendingar Ríkissjónvarpsins frá HM í knattspyrnu í fyrrasumar. „Það er fyndið að segja frá því að á síðasta ári var ég að vinna hjá öllum sjónvarpsstöðvum landsins á rúmu ári,“ segir Hilmar, sem tekur formlega við nýja starfinu á mánudaginn. Hilmar boðar ekki miklar breytingar en leggur áherslu á að halda í þá 25 þúsund áskrifendur sem stöðin hefur nú þegar. „Ég er með fullt af hugmyndum en á eftir að skoða hverjar þeirra ég get framkvæmt. Það er þekkt dæmi að góð íslensk dagskrárgerð selur áskriftir og ætla ég því að vera með allar klær úti í þeim efnum,“ segir hann og bætir við að Skjár einn ætli sér að virða sinn áhorfenda- hóp, sem flestir eru að leita eftir ódýrri afþreyingu. „Við sjáum gríðarlegan uppgang í Skjá Frelsi, þar sem fólk getur horft á þættina þegar þeim hentar. Þá eru áhorfendur í rauninni sínir eigin dagskrárstjórar.“ - áp Reynslubolti ráðinn dagskrástjóri NÝTT STARF Hilmar Björnsson er nýr dagskrárstjóri Skjá eins og er með fullt af hugmyndum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Uppspretta vellíðunar Hverabraut 1 | 840 Laugarvatn | fontana@fontana.is | Sími: 486 1400 Opið alla daga kl. 11–22 NÁTTÚRULEGT HVERAGUFUBAÐ GLÆSILEGAR BAÐLAUGAR Nánari upplýsingar: www.fontana.is „Við erum bara búnir að fara á hnefanum í gegnum þessa mynd,“ segir Elvar Gunnarsson, kvik- myndagerðarmaður og höfundur kvikmyndarinnar Einn. Elvar útskrifaðist úr Kvik- myndaskóla Íslands árið 2005 og hóf að vinna hjá skólanum í kjölfarið. „Ég var deildarstjóri í Kvikmyndaskólanum en ég hætti til þess að gera þessa mynd,“ segir Elvar. Myndin fjallar um Helga, íslenskan listamann, sem býr inni á góðvini sínum, konu hans og barni. Helgi ákveður að fram- leiða sína fyrstu kvikmynd sem byggð er á hans eigin ævi, en framleiðendur myndarinnar krefjast handritsbreytinga. Um leið og Helgi fer að breyta vissum hlutum í handritinu, fara hlutirn- ir að skila sér í hversdagslíf hans og af stað fer atburðarás sem Helga gat ekki órað fyrir. Elvar segist hafa verið lengi að velja í hlutverkin, en myndin ku vera rómantísk, svört gaman- mynd og í senn söngva- og dans- mynd. „Ég ákvað að fá aðallega fersk andlit og var svolítinn tíma að finna þau. Eftir mikla leit fann ég Arnþór Þórsteinsson, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni,“ segir Elvar, en þetta er fyrsta kvikmynd Arnþórs. Með önnur hlutverk fara þau María Ell- ingsen og Darren Foreman, en Darren fór með hlutverk í sjón- varpsþáttunum The West Wing og hefur kennt við Kvikmynda- skóla Íslands frá árinu 2007. - ka Íslensk söngva- og dansmynd á leiðinni FRUMSÝND Í JANÚAR Elvar Gunnarsson er höfundur íslensku kvikmyndarinnar „Einn“ sem frumsýnd verður í janúar. Myndin er gamanmynd og í senn söngva- og dansmynd. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.