Fréttablaðið - 11.08.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.08.2011, Blaðsíða 16
16 11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Haustið 2008 hrundi Ísland. Við sem þjóð stóðum eftir slegin og alvarleg. Á flestum vinnustöðum skapaðist sátt um að sækja ekki launahækkanir og margir tóku á sig lækkanir í einu eða öðru formi. Leikskól- arnir tóku sinn skerf eins og aðrir. Rétt fyrir hrunið hafði verið gengið frá samningi við fólk í sama stéttarfélagi og leik- skólakennarar, grunnskóla- kennara. En samningar við leik- skólakennara eins og aðra voru slegnir út af borðinu. Inni á leikskólum veltu leik- skólakennarar fyrir sér sparn- aði og yfirvöld skáru af nærri allt sem ekki var hreinlega samningsbundið. Leikskólar hafa verið sameinaðir og stjórn- unarstöður lagðar niður, yfir- vinna bönnuð (hún var ekki mikil fyrir), starfsmannafund- ir lagðir af, dregið úr afleysingum, fé til símenntunar og námsleyfa skorið niður og jafnvel lagt af. Leikskólum er ætlað að sjá til þess að börn fái næringarríkan og góðan mat fyrir minna fé og svo framveg- is. Innan leikskóla veltir starfsfólk hverri einustu krónu fyrir sér, hvergi er bruðlað. Leikskólakennarar hafa að mestu mætt ástandinu af skiln- ingi, enda alltaf gert ráð fyrir að þeim yrði bætt það upp að vera samningi á eftir. Að þeir séu í raun að semja um tvo samninga núna. Nú er komið að skuldadög- um, það er ekki hægt að skera meira. Nú er komið að því að leikskólakennarar standi með sjálfum sér. Ef ekki, er hætta á atgervisflótta og að stéttin brenni út. Það getur verið að sveitar- félög hafi ekki efni á hækkun- um en þau hafa enn minni efni á útbrunnum leikskólakennurum og leikskóla í krísu. Nú ríður á að foreldrar sýni leikskólakennurum skilning og samstöðu. Að þeir ýti á yfirvöld um að semja. Verkfall leikskólakennara = að standa með leikskólastarfi Menntamál Kristín Dýrfjörð lektor við Háskólann á Akureyri Nú ríður á að foreldrar sýni leikskóla- kennurum skilning og samstöðu. Að þeir ýti á yfirvöld um að semja. F orystumenn stjórnarflokkanna hafa tilkynnt að þeir hygg- ist loka fjárlagagatinu að hálfu leyti með niðurskurði og að hálfu leyti með nýjum sköttum. Gerð verður krafa um flatan niðurskurð hjá ráðuneytum; lækka á útgjöld um þrjú prósent hjá öllum nema velferðarráðuneytinu sem á að skera niður um eitt og hálft prósent. Þetta er of lítill niðurskurður og einnig er misráðið að gera ekki sömu kröfu um hagræðingu í velferðarkerfinu og annars staðar. Það er svo stór hluti ríkis- útgjaldanna að nægur árangur næst ekki nema þau séu undir líka og skoðað hvort við höfum efni á ýmsum útgjöldum sem bætzt hafa við undanfarin ár. Þessi uppstilling bendir til að ríkis- stjórnin treysti sér ekki til að horfast í augu við þær erfiðu ákvarð- anir sem nauðsynlegar eru til að ná jöfnuði í ríkisrekstrinum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir nú hróðug að skattar verði hvorki hækkaðir á almenningi né litlum og meðalstór- um fyrirtækjum, heldur eigi nú að láta banka og stóriðjufyrirtæki finna fyrir því. Sú skattlagning mun þó á endanum koma niður á almenningi og „venjulegum“ fyrirtækjum, því að með henni leggur ríkisstjórnin enn sitt af mörkum til að spilla viðskipta- og fjár- festingarumhverfinu á Íslandi. Sérstakir skattar hafa þegar verið lagðir á bankana; fyrst millj- arður í bankaskatt og svo tveir í viðbót til að fjármagna sérstaka vaxtaniðurgreiðslu. Margir sjá ofsjónum yfir hagnaði bankanna og telja að ríkið eigi að geta nælt í meira af honum. Að mati Banka- sýslu ríkisins er arðsemi bankanna þó á mörkum þess að teljast næg; reglulegur rekstur hjá Arion banka og Landsbankanum stendur þannig ekki undir hóflegri arðsemiskröfu. Nýir skattar á bankastarfsemi munu ekki bæta samskiptin við erlenda eigendur banka, til dæmis um afléttingu gjaldeyrishaft- anna, eða auka áhuga þeirra á að vera langtímafjárfestar á Íslandi. Áformin um nýja skatta á stóriðju eru sömuleiðis algjört glap- ræði. Eins og talsmenn stóriðjufyrirtækjanna benda á í Frétta- blaðinu í gær væru nýir skattar brot á fjárfestingarsamningum sem stjórnvöld hafa gert við stóriðjufyrirtækin og jafnframt á fyrra samkomulagi um greiðslu orkuskatts, sem átti að tryggja stöðugleika í skattaumhverfinu. Það gefur auga leið að hærri skattar eru líklegir til að fæla nýja fjárfesta frá landinu. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir réttilega í Fréttablaðinu að með nýjum stóriðjusköttum biði trú- verðugleiki Íslands sem fjárfestingarkosts enn og aftur hnekki: „Það er búið að ganga frá samkomulagi og það hefur gilt í tvö ár og svo á allt í einu að falla frá því af því að það þarf að finna ein- hvers staðar peninga.“ Þetta er það sem ríkisstjórnin er því miður blind á; að hringl með skatta og gjöld á atvinnulífið kemur í veg fyrir fjárfestingu og umsvif sem Ísland þarf svo nauðsynlega á að halda. Hækkun skatta getur verið skammgóður vermir, jafnvel þótt hún skili aukn- um tekjum í bili, því að hún eyðileggur framtíðarskattstofninn sem þarf til að standa undir kostnaði við velferð og opinbera þjónustu. Ný áform ríkisstjórnarinnar um að spilla fjárfestingarumhverfinu á Íslandi. Hringl, hringl Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI UMRÆÐA Óþolandi þögn Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurð- að að heimildir Jóns Bjarnasonar, land- búnaðar- og sjávarútvegsráðherra, til að setja tolla á innfluttar landbúnaðarvörur standist ekki stjórnarskrá. Álitið er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni og eðlilegt væri að það vekti upp viðbrögð. Samtök verslunar og þjónustu hafa þýfgað ráðherra um viðbrögð og lýst yfir að mögulega hangi skaða- bótakrafa yfir hausamótum hans. Ráðherra lætur hins vegar eins og þetta komi honum ekki við; fjöl- miðlar ná ekki í hann og ekkert kemur úr ráðuneytinu. Þetta er óþolandi stjórnsýsla. Engin leiðrétting Vinsælasta fréttin á Pressunni nú um stundir var skrifuð 4. ágúst og fjallaði um það óréttlæti að crossfit-konan Annie Mist Þórisdóttir þurfi að greiða 13 milljónir króna af verðlaunafé í skatta hér á landi. Í ljós hefur hins vegar komið að fréttin er einfaldlega röng, skattur af verðlauna- fénu verður greiddur í Bandaríkjunum. Sérkennilegt er af Pressunni að leiðrétta ekki mis- sögnina vinsælu. Hvar áttu heima væni? Eyjamenn hafa löngum þótt höfð- ingjar heim að sækja og þeir telja ekki eftir sér að traktera gesti sína á kræsingum, ef svo ber undir. Þess vegna skýtur heldur skökku við að nú rukka þeir börn af meginlandinu um gjald í sundlaugina á meðan Eyjapeyjar og -pæjur synda frítt. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir útsvarið standa undir þessu og heimabörn eigi að njóta þess. Ef fleiri höggva í sama knérunn er hins vegar hætt við að ferðalög um landið verði flókin, þegar sanna á lögheimili barna sem vilja busla í laugum landsins. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.