Fréttablaðið - 11.08.2011, Síða 50
11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR34
folk@frettabladid.is
0 75678 16412 53 4 5 9 8
3 8 3 0 2 7 5
Tónleikaferðalag hljómsveitar-
innar Prinspóló um Vestfirði
hefst klukkan 22 í kvöld á Café
Riis á Hólmavík. Svavar Pétur
Eysteinsson, forsprakki sveitar-
innar, segir að markmið ferðar-
innar sé að leika tónlist og borða
góðan mat. Af þeim sökum verði
sérstakur hátíðarmatseðill í
boði á hverjum viðkomustað.
Annað kvöld leikur Prins-
póló í Tjöruhúsinu á Ísafirði og
hefjast tónleikarnir klukkan
22. Þriðju og síðustu tónleikar
ferðarinnar eru svo á Vagninum
á Flateyri á laugardagskvöld
og hefjast þeir á mið-
nætti. Miðaverð á
alla tónleikana er
þúsund krónur.
Prinspóló
heldur vestur
Á VESTURLEIÐ
Svavar Pétur og
félagar í Prins-
póló spila á
Vestfjörðum um
helgina.
Justin Timberlake er að sögn
aðdáenda og annara orðinn held-
ur góður með sig og ásamt því að
neita að gefa eiginhandaráritanir
er hann nú einnig dónalegur við
starfsfólk veitingastaða.
Timberlake heimsótti skemmti-
staðinn Boom Boom Room í New
York ásamt fríðu föruneyti og
var að sögn viðstaddra einstak-
lega fúll og dónalegur. „Hann
pantaði kampavín en kvartaði
svo undan því og heimtaði nýtt
glas. Þegar þjóninn kom með nýtt
kampavínsglas skilaði hann því
líka og bað hana að koma með
þriðja glasið. Hann tók við því en
sagði við vini sína að kampavínið
væri ekki gott en að hann nennti
ekki að eiga við stúlkuna lengur,“
var haft eftir sjónarvotti.
Timberlake
er dóni
DÓNALEGUR Justin Timberlake þótti
dónalegur við starfsstúlku.
NORDICPHOTOS/GETTY
Óeirðirnar sem geisa á Englandi eiga sér
því miður ófá fordæmi. Félagsleg tog-
streita í Bretlandi og víðar hefur markað
djúp spor í dægurmenningu Vesturlanda
og fæddi meðal annars af sér pönkbylgj-
una á áttunda áratugnum. Ójöfnuður og
róstur hafa þó orðið fleiri en pönkurum
yrkisefni. Fréttablaðið setti saman lista
yfir nokkur nýklassísk lög sem félagsleg
ólga í Bretlandi hefur leitt af sér á liðnum
áratugum.
ÓLGANDI ÓEIRÐAROKK
11.
Vandræðagemlingurinn Lindsay
Lohan eyddi allri síðustu helgi
í að elta bassaleikara Coldplay,
Guy Berryman, á röndum. Lohan
hefur, að sögn slúðurmiðla vestan-
hafs, fengið augastað á bassaleik-
aranum og eyddi allri helginni í að
flakka á milli tónleika í Chicago
með systur sinni Ali.
Á laugardaginn var sást Lohan
skælbrosandi á fremsta bekk á
tónleikum og skrifaði ástarjátn-
ingar til sveitarinnar á Twitter í
kjölfarið. Eftir tónleikana minnk-
aði hins vegar ánægja leikkon-
unnar með sveitina þegar henni
var meinaður aðgangur baksviðs.
Eftir að hún frétti að stallsystur
hennar, Kate Bosworth og Gwyn-
eth Paltrow, eiginkona Chris
Martin söngvara Coldplay, hefðu
komist baksviðs varð hún alveg
brjáluð út í dyraverðina og rauk
á dyr.
Lohan meinaður
aðgangur baksviðs
VARÐ BRJÁLUÐ Lindsay
Lohan varð alveg
brjáluð þegar hún fékk
ekki að fara baksviðs til
Coldplay.
ÞÁTTARÖÐ American Idol hefst í janúar. Dómararnir úr síðustu þáttaröð, þau
Jennifer Lopez, Randy Jackson og Steven Tyler, hafa öll staðfest þátttöku sína.
512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR
ENSKI
BOLTINN
STÆRRI EN ALLT
ER TITILLINN KOMINN Í ÁSKRIFT Á OLD TRAFFORD?