Fréttablaðið - 11.08.2011, Qupperneq 26
11. ágúst 2011 FIMMTU-2
Ugla hefur áhuga á öllum hlið-
um ljósmyndunar. Skólinn legg-
ur hins vegar ríka áherslu á list
almennt. „Ég hlaut enga kennslu
í að taka tískuljósmyndir og port-
rett en finnst það mjög spenn-
andi,“ segir Ugla sem hefur æft
sig í að taka slíkar myndir sjálf.
Um þessar mundir vinnur hún að
ferilmöppu og getur þess: „Ég hef
aðallega unnið ferilmöppuna mína
með sjálfstæðum verkefnum og
fengið með mér ungt og óreynt
fólk.“ Þessa möppu mun hún nota
til að koma sér á framfæri í borg
tækifæranna, New York. Hjólin
eru þó strax farin að snúast því
nýlega seldi hún fjórar bókarkápur
í Bandaríkjunum og er komin með
tvo umboðsmenn á þeim markaði.
Lillian Bassmann hefur haft
mikil áhrif á Uglu síðustu tvö ár.
„Hún var þekktur tískuljósmynd-
ari á árunum 1940 til 1960 og vinn-
ur mikið með kvenlega fegurð.“
Hún hefur einnig sótt innblástur
til ljósmyndaranna Sally Mann
og Juliu Margaret Cameron. Hún
segir það heilla sig þegar ljós-
myndarar skapa annan veruleika
innan ljósmynda sinna og lýsir
ljósmyndum sínum sem draum-
kenndum og rómantískum. „Ég
hef gaman af gamaldags myndum
og hef beitt gömlum aðferðum við
að festa á filmu.”
Ugla hefur verið lærlingur hjá
ljósmyndaranum Kirk Edwards
undanfarin tvö ár. „Hann er
tískuljósmyndari og tekur mynd-
ir af tónlistarmönnum á borð við
Rihönnu og The Black Eyed Peas.
Við tökur á tónlistarmyndbandi
Rihönnu sat ég alla nóttina út í bíl
að vinna myndir af henni,“ segir
Ugla sem heldur aftur út á vit
ævintýranna í lok mánaðarins.
Vert er að benda á vefsíðu henn-
ar www.uglahauks.com.
hallfridur@frettabladid.is
Halldóra Eydís Jónsdóttir skó-
hönnuður sýnir fyrstu línu sína
á tískuvikunni í Boston í septem-
ber. Leitað var til hennar og henni
boðið að sækja um þátttöku í sýn-
ingunni The Emerging Trends þar
sem upprennandi hönnuðir sýna
línur sínar. Halldóra Eydís var
valin úr hópi alþjóðlegra hönn-
uða sem sóttu um. Sýningin hefur
reynst stökkpallur fyrir marga
hönnuði sem hafa í framhaldinu
meðal annars tekið þátt í sjón-
varpsþættinum Project Runway
og sýnt í tímaritinu Glamour.
Halldóru Eydísi finnst mikill
heiður að hafa verið valin til þátt-
töku. „Ég hef verið í sambandi
við skóhönnuð sem heitir Zack
Lo sem sýndi fyrstu skólínuna
sína þarna. Honum hefur gengið
mjög vel,“ segir hún með áherslu.
„Hann sagði mér að þessi sýning
hefði verið stökkpallur fyrir hann.
Hann fékk fljótlega boð um að taka
þátt í fleiri sýningum í New York
og segir að þetta sé frábært tæki-
færi,“ segir Halldóra Eydís og
bætir við að Zack Lo hafi mælt
hiklaust með því að hún tæki þátt.
F immtán hönnuðir sýna
alklæðnað á sýningunni og flestir
þeirra hafa áður sent frá sér línur.
Halldóra Eydís frumsýnir fyrstu
línu sína. Hún mun sýna fimm
gerðir af alklæðnaði. „Allt sem ég
geri er innblásið af náttúru Íslands
og íslensku þema. Kjólarnir verða
í hátískustíl en þeir verða ekki til
sölu nema sérpantaðir. Skórnir
eru allir unnir úr hágæða íslensku
leðri, roði og hráum náttúruefnum,
eins og hraunkristöllum og hross-
hárum,“ segir Halldóra Eydís sem
einnig verður með bás á sýning-
unni.
Halldóra Eydís, sem útskrifað-
ist frá London College of Fashion
á síðasta ári, einbeitir sér að skó-
hönnun. Í línunni verða sex mis-
munandi gerðir af skóm, flatbotna
og með háum hælum ásamt stíg-
vélum. Hún stefnir á að taka þátt í
sýningu Handverks og hönnunar í
Ráðhúsinu í byrjun nóvember. „Ég
hlakka mikið til að sýna þar. Það
er sýning sem ég hef alltaf sjálf
farið á og fundist frábær.“
martaf@frettabladid.is
Boðið að sýna í Boston
Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður var beðin um að sýna fyrstu línu sína á tískuvikunni í Boston.
Hún var valin úr hópi alþjóðlegra hönnuða til að taka þátt í sýningu upprennandi hönnuða.
Halldóra Eydís segir að
þátttaka í sýningunni
sé mikill stökk-
pallur.
Í línu Halldóru Eydísar eru
sex mismunandi gerðir af
skóm, flatbotna og með
háum hæl ásamt stígvélum.
Skórnir eru unnir úr
hágæða íslensku leðri,
roði og náttúru-
efnum.Lína Halldóru Eydísar
er innblásin af
náttúru Íslands og
íslensku þema.
Halldóra Eydís Jónsdóttir segir að heiður sé að taka þátt í sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Framhald af forsíðu
Heidi Klum mun ekki stjórna þáttunum Project Runway All Stars sem sýndir
verða á sjónvarpsstöðinni Lifetime síðar á árinu. Í hennar stað verður fyrir-
sætan Angela Lindvall. Í stað dómaranna Michaels Kors og Ninu Garcia verða
þau Isaac Mizrahi og Georgina Chapman frá Marchesa.
Milljón dollara
ilmvatn
GIMSTEINUM PRÝDD ILMVATNS-
FLASKA AÐ VERÐMÆTI MILLJÓN
DOLLARA VERÐUR SELD OG
ANDVIRÐI HENNAR GEFIÐ TIL
GÓÐGERÐAMÁLA.
Tískufyrirtækið DKNY hefur í sam-
starfi við skartgripasmið stjarn-
anna, Martin Katz, látið framleiða
dýrasta ilmvatnsglas heims. Glasið
er úr 14 karata gulli með um þrjú
þúsund gimsteinum sem fengnir
eru hvaðanæva að úr heiminum.
Gimsteinarnir mynda útlínur Man-
hattan. Ilmvatnsflaskan verður
sýnd víða um heim áður en hún
verður boðin upp. Ágóðinn mun
renna til góðgerðamála.
Sími 694 7911
Eikjuvogur 29, 104 Rvk.
Opið
mán.fim 12–18, fös. 12–16,
Síðustu
dagar
útsölunnar
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460
www.belladonna.is
Stærðir
40-60.
Flott föt fyrir
flottar konur,
Útsölu-
lok
25% aukaafsláttur af úts
öluvörum
reiknast við kassa
30 - 50%
afslaáttur af
útsöluvöru