Fréttablaðið - 11.08.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.08.2011, Blaðsíða 24
11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR24 timamot@frettabladid.is Magnús Róbert Ríkarðsson Owen flugstjóri. Minningarathöfn um Magnús sem lést á heimili sínu í Fort Lauderdale, USA, sunnudaginn 31. júlí, æsku- heimili: Krosseyrarvegur 7, Hafnarfirði, fer fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 12. ágúst kl. 19.00. Útför hans fer fram á sama tíma í Bandaríkjunum. Þeim sem vilja heiðra minningu Magnúsar er bent á bankareikning nr. 0327-13-000049 kt. 060975-3379, sem notaður verður til að styðja eiginkonu hans og börn í Bandaríkjunum. Dorothy Butler Owen Róbert Leó Magnússon Owen John Magnússon Owen Jacob Magnússon Owen Magnus Liam Magnússon Owen Ríkarður Owen Alda S. Björnsdóttir Magni Ríkarðsson Owen Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir Owen Sylvía Rós Ríkarðsdóttir Owen Hildur Margrét Ríkarðsdóttir Owen Hulda Cathinca Guðmundsdóttir Stefán Heimir Finnbogason Jón Sigurður Magnússon Marteinn Helgi Þorvaldsson Elín Guðlaug Stefánsdóttir Hanna Guðrún Stefánsdóttir Stefán Huldar Stefánsson og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Hulda Tómasdóttir Smáragrund 21, Sauðárkróki, lést þriðjudaginn 2. ágúst. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 13. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki. Kári Valgarðsson Ragnar Þór Kárason Freyja Jónsdóttir Linda Dröfn Káradóttir Ragnar Grönvold Kári Arnar Kárason Kristín Inga Þrastardóttir og barnabörn. MOSAIK Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Unnur Stefánsdóttir leikskólakennari, Kársnesbraut 99, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánu- daginn 8. ágúst. Útför fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 19. ágúst kl 13.00. Hákon Sigurgrímsson Finnur Hákonarson Rósa Birgitta Ísfeld Grímur Hákonarson Halla Björk Kristjánsdóttir Harpa Dís Hákonardóttir Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir Elskuleg dóttir mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Loftsdóttir Hjaltabakka 14, Reykjavík, lést sunnudaginn 7. ágúst á Landspítalanum í Fossvogi. Útför fer fram í Grafarvogskirkju þriðjudaginn 23. ágúst kl. 13.00. Ólöf Hjálmarsdóttir Ólöf Leifsdóttir Atli Bragason Loftur Ólafur Leifsson Júlíana Hauksdóttir Ingibjörg Leifsdóttir Halldór Jón Theodórsson barnabörn og barnabarnabarn. Tónlistarhátíðin Berjadagar verður haldin í þrettánda skipti í Ólafsfirði um helgina en að þessu sinni verð- ur hluti hennar sérstaklega tileink- aður Sigursveini D. Kristinssyni, stofnanda Tónskóla Sigursveins, sem hefði orðið hundrað ára fyrr á þessu ári. Hann ólst upp og bjó í Ólafsfirði fram á fullorðinsár. „Upphafstónleikarnir í Ólafsfjarð- arkirkju á föstudagskvöldið verða helgaðir minningu Sigursveins. Við ætlum að flytja eftir hann sönglög, sem verða gefin út á geisladiski innan tíðar, auk þess sem við höfum tekið saman frásagnir af honum, uppvexti hans og æsku og þeim áhrifum sem fötlunin hafði á hann,“ segir Sigur- sveinn Magnússon, systursonur Sig- ursveins og núverandi skólastjóri Tónskóla Sigursveins. Sigursveinn Kristinsson veiktist af lömunarveiki ungur að árum. Hann fékk aftur mátt í fingur, hendur og arma en ekki í fæt- urna. Hann fékk fljótlega í hendurn- ar fiðlu, liti og bækur og varð ansi fær í höndunum. „Hann lýsir því sjálfur hvernig hann lá í rúminu spilaði eina rödd á fiðluna og söng aðra og hafði fjarskalega gaman af,“ segir Sigur- sveinn og heldur áfram: „Hann ætlaði til náms í Tónlistarskólann í Reykja- vík árið 1931 en var talinn af því og frestaði því um fimmtán ár. Hann notaði tímann engu að síður vel og hellti sér út í félagsmál og afskipti af stjórnmálum. Þá málaði hann olíumál- verk, skar út hillur og myndaramma, málaði á gler, skrautritaði og batt inn bækur. Hann vann í raun hörðum höndum og listmunirnir urðu vinsæl- ir. Hann seldi vel og fyrir afrakstur- inn hannaði hann og byggði hús sem hann nefndi Garðshorn sem við telj- um að sé fyrsta húsið á Íslandi sem var byggt með þarfir fatlaðra í huga. Árið 1951 flutti Sigursveinn til Reykjavíkur og stofnaði fljótlega eftir það bæði Lúðrasveit verkalýðsins og Söngfélag verkalýðssamtakanna í Reykjavík. Síðan hélt hann til Berl- ínar til náms og þaðan á Siglufjörð þar sem hann gerðist skólastjóri Tón- skóla Siglufjarðar. Eftir það lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hann stofnaði Tónskóla Sigursveins. „Sigursveinn skipaði sér ávallt í sveit með þeim sem áttu undir högg að sækja. Hann lét sér jafnréttismál fatlaðra varða og átti stóran þátt í því að Sjálfsbjörg var stofnuð. Með stofnun Tónskólans vildi hann leggja sitt af mörkum til að auka alþýðumenningu. Hann taldi lífsgæði ekki einungis fólgin í peningum held- ur að geta iðkað eitthvað sem hefði gildi og innihald,“ segir Sigursveinn. Fleiri dagskrárliðir á Berjadögum eru krílasamkoma á Hornbrekku, dvalarheimili aldraðra, heimsókn- ir á vinnustofur myndlistarmanna, tónleikar kammerkórsins Hymnodiu Í Ólafsfjarðarkirkju og leiksýningin Tenórinn eftir Guðmund Ólafsson í Tjarnarborg. Sjá nánar á berjadagar. fjallabyggd.is. vera@frettabladid.is BERJADAGAR Í ÓLAFSFIRÐI: ALDARAFMÆLI SIGURSVEINS KRISTINSSONAR FAGNAÐ Listamaður fram í fingurgóma MINNST MEÐ ÝMSUM HÆTTI Sigursveinn Magnússon við Ólafsfjarðarkirkju með hillu, sem er skorin út af Sigursveini D. Kristinssyni árið 1933. MYND/ÚR EINKASAFNI PERVEZ MUSHARRAF er 68 ára í dag „Íslam kennir umburðarlyndi ekki hatur, bræðralag ekki óvináttu, frið ekki ofbeldi.“ Merkisatburðir 117 Hadríanus verður keisari Rómar. 1580 Katla gýs. 1794 Sveinn Pálsson og maður með honum ganga á Öræfajök- ul. Var þetta önnur ferð manna á tindinn. Talið er að Sveinn hafi fyrstur manna gert sér grein fyrir eðli og hreyfingum skriðjökla í þessari ferð. 1951 Minnisvarði um Pétur J. Thorsteinsson og konu hans Ást- hildi er afhjúpaður á Bíldudal, en Pétur rak þar verslun og þilskipaútgerð og gerði síðar út frá Reykjavík. 1960 Tsjad hlýtur sjálfstæði frá Frakklandi. 1979 Flak af Northrop-flugvél sem nauðlenti á Þjórsá og sökk þar 1943 er dregið upp og gefið safni í Noregi. 2006 Síðustu þrjár F15-þoturnar yfirgefa Keflavíkurstöðina og þar með var Ísland herþotulaust í fyrsta skiptið síðan 1953. Baden-Powell, hinn eini sanni upphafsmaður skátastarfs í heiminum, kom til Reykjavíkur þennan dag árið 1938. Hann kom siglandi á bresku skátaskipi sem hét Orduna ásamt eiginkonu sinni og dóttur og auk þess 464 skáta- foringjum frá Englandi. Reykvískir skátar tóku virðulega á móti skáta- höfðingjanum og fylgdarliði hans og að móttöku lokinni stigu gestirnir upp í bifreiðar sem fluttu þá að náttúruperlunum Gullfossi og Geysi. Baden-Powell hafði hrifist af uppeldismálum og vildi leysa börn og unglinga úr viðjum stórborganna og kynna þeim náttúruna. Hann vildi einnig efla sjálfstraust og ábyrgðartilfinningu þeirra. Þar taldi hann að það frelsi og sjálfs- ábyrgð sem felst í skátastarfi skilaði meiri árangri en strangur skólaagi. Hann taldi enn fremur að flestir væru bara áhorfendur í lífinu en ekki virkir þjóðfélags- þegnar. Það þótti honum varhugavert. ÞETTA GERÐIST 11. ÁGÚST ÁRIÐ 1938 Skátahöfðingi heimsækir Ísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.