Fréttablaðið - 11.08.2011, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 11.08.2011, Blaðsíða 51
FIMMTUDAGUR 11. ágúst 2011 35 Pönk á Patró verður haldið í Sjóræn- ingjahúsinu á Patreksfirði í þriðja sinn næsta laugardag. Í þetta skipti kemur hljómsveitin Dikta fram, en síðasta sumar komu hljómsveitirnar Pollapönk og Amiina fram. Pönk á Patró gengur út á virka þátt- töku barna og unglinga en þeim gefst kostur á að eyða tíma með hljómsveit dagsins. Dikta stjórnar sem sagt tón- listarsmiðju en heldur svo tvenna tón- leika í Eldsmiðju Sjóræningjahúss- ins. Þá fyrri fyrir börn og unglinga að lokinni tónlistarsmiðju og þá seinni klukkan 21 um kvöldið. Frítt er fyrir börn og unglinga á tónleikana sem og í tónlistarsmiðjuna sem hefst klukk- an 13. Aðgöngumiði á tónleikana um kvöldið kostar 1.500 krónur. Dikta pönkar á Patró DIKTA STÝRIR TÓNLISTARSMIÐJU Börnum og unglingum gefst tækifæri til að vinna að tónlist með hinum hressu meðlimum Diktu á Patró um helgina. Tónlistarmennirnir Pétur Ben og Eberg gáfu út plötuna Numbers Game á dögun- um. Þeir fagna útgáfunni með tónleikum á Sódómu í kvöld. Miðaverð er 1.500 krónur, húsið verður opnað klukkan 21 og tónleik- arnir hefjast stundvíslega klukkan 22. Hljómsveitin Ourlives hitar upp og spil- ar efni af væntanlegri annarri breiðskífu sinni, sem kemur út hjá Kölska útgáfunni í september. Á Numbers Game leiða Pétur Ben og Eberg saman hesta sína. Á meðal gesta á plötunni eru Mugison, Sigtryggur Baldursson, Gísli Galdur ásamt Maríu og Hildi úr Amiinu. Platan inniheld- ur meðal annars lagið Come on Come over sem flestir ættu að þekkja úr Nova auglýs- ingum. Pétur Ben og Eberg fagna útgáfunni TÓNLEIKAR Í KVÖLD Pétur Ben og Eberg fagna útgáfu plötunnar Numbers Game í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Óeirðirnar á Englandi hafa ekki farið framhjá neinum og eru svo sannarlega farnar að taka sinn toll. Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver varð fyrir barðinu á óeirðaseggjunum en veitinga- staður hans, sem er í verslunar- miðstöð í Birmingham, var eyði- lagður af æstum unglingum. Allar rúður voru brotnar á staðnum en gestir staðarins og starfsfólk slapp ómeitt. Jamie Oliver hafði stuttu áður sent út skilaboð á samskiptavefnum Twitter þar sem hann hvatti Eng- lendinga til að „taka landið sitt til baka og standa uppi í hárinu á þessum bjánum“. Fyrrverandi söngvari Oasis og núverandi liðsmaður hljómsveit- arinnar Beady Eye, Liam Gall- agher, hefur heldur ekki farið varhluta af óeirð- unum. Fatabúð hans, Pretty Green, í Manchester var bæði rænd og eyðilögð á þriðju- dagskvöldið en Gallagher hefur ekki tjáð sig um það opinberlega. Ráðist á búð Gallaghers EYÐILAGÐUR Veitingastaður sjónvarps- kokksins Jamies Oliver í Birmingham varð fyrir árás í óeirðunum. NORDICPHOTO/GETTY RÆNDUR Fatabúð Liam Gallagher í Manchester var bæði rænd og eyðilögð. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.