Fréttablaðið - 11.08.2011, Side 51

Fréttablaðið - 11.08.2011, Side 51
FIMMTUDAGUR 11. ágúst 2011 35 Pönk á Patró verður haldið í Sjóræn- ingjahúsinu á Patreksfirði í þriðja sinn næsta laugardag. Í þetta skipti kemur hljómsveitin Dikta fram, en síðasta sumar komu hljómsveitirnar Pollapönk og Amiina fram. Pönk á Patró gengur út á virka þátt- töku barna og unglinga en þeim gefst kostur á að eyða tíma með hljómsveit dagsins. Dikta stjórnar sem sagt tón- listarsmiðju en heldur svo tvenna tón- leika í Eldsmiðju Sjóræningjahúss- ins. Þá fyrri fyrir börn og unglinga að lokinni tónlistarsmiðju og þá seinni klukkan 21 um kvöldið. Frítt er fyrir börn og unglinga á tónleikana sem og í tónlistarsmiðjuna sem hefst klukk- an 13. Aðgöngumiði á tónleikana um kvöldið kostar 1.500 krónur. Dikta pönkar á Patró DIKTA STÝRIR TÓNLISTARSMIÐJU Börnum og unglingum gefst tækifæri til að vinna að tónlist með hinum hressu meðlimum Diktu á Patró um helgina. Tónlistarmennirnir Pétur Ben og Eberg gáfu út plötuna Numbers Game á dögun- um. Þeir fagna útgáfunni með tónleikum á Sódómu í kvöld. Miðaverð er 1.500 krónur, húsið verður opnað klukkan 21 og tónleik- arnir hefjast stundvíslega klukkan 22. Hljómsveitin Ourlives hitar upp og spil- ar efni af væntanlegri annarri breiðskífu sinni, sem kemur út hjá Kölska útgáfunni í september. Á Numbers Game leiða Pétur Ben og Eberg saman hesta sína. Á meðal gesta á plötunni eru Mugison, Sigtryggur Baldursson, Gísli Galdur ásamt Maríu og Hildi úr Amiinu. Platan inniheld- ur meðal annars lagið Come on Come over sem flestir ættu að þekkja úr Nova auglýs- ingum. Pétur Ben og Eberg fagna útgáfunni TÓNLEIKAR Í KVÖLD Pétur Ben og Eberg fagna útgáfu plötunnar Numbers Game í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Óeirðirnar á Englandi hafa ekki farið framhjá neinum og eru svo sannarlega farnar að taka sinn toll. Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver varð fyrir barðinu á óeirðaseggjunum en veitinga- staður hans, sem er í verslunar- miðstöð í Birmingham, var eyði- lagður af æstum unglingum. Allar rúður voru brotnar á staðnum en gestir staðarins og starfsfólk slapp ómeitt. Jamie Oliver hafði stuttu áður sent út skilaboð á samskiptavefnum Twitter þar sem hann hvatti Eng- lendinga til að „taka landið sitt til baka og standa uppi í hárinu á þessum bjánum“. Fyrrverandi söngvari Oasis og núverandi liðsmaður hljómsveit- arinnar Beady Eye, Liam Gall- agher, hefur heldur ekki farið varhluta af óeirð- unum. Fatabúð hans, Pretty Green, í Manchester var bæði rænd og eyðilögð á þriðju- dagskvöldið en Gallagher hefur ekki tjáð sig um það opinberlega. Ráðist á búð Gallaghers EYÐILAGÐUR Veitingastaður sjónvarps- kokksins Jamies Oliver í Birmingham varð fyrir árás í óeirðunum. NORDICPHOTO/GETTY RÆNDUR Fatabúð Liam Gallagher í Manchester var bæði rænd og eyðilögð. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.