Fréttablaðið - 11.08.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 11.08.2011, Blaðsíða 58
11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR42 golfogveidi@frettabladid.is honum þyki það skemmtilegra en að veiða á spún eða maðk. Hann segir vatnið upplagt fyrir þá sem séu að stíga sín fyrstu skref með fluguveiðistöngina enda vatnið oft verið kallað „háskóli flugu- veiðimannsins“. Hann segist bæði nota púpur og straumflug- ur. Nobblerinn geti verið einkar skæður í sefgresi þar sem urrið- inn sé að leita sér að hornsílum. En er einhver einhver veiðistað- ur í sérstöku uppáhaldi hjá Geir? „Já, ætli ég verði ekki að segja að Engjarnar séu í uppáhaldi. Ég veiði mikið þar enda getur maður kastað í allar áttir þegar maður er kominn út á þær, sem getur verið sérstaklega hentugt ef það er vindasamt.“ Geir hefur miðlað þó nokk- uð af reynslu sinni í Elliða- vatni og meðal annars gefið út bæklinginn „Elliðavatn: Perlan við bæjarmörkin.“ Hægt er að nálgast þennan bækling á raf- rænu formi á netinu með því á slá nafnið inn í Google eða undir veiðistaðalýsingum á arvik.is. trausti@frettabladid.is FL U G A N NÓRA 300 Elliðavatn er lítil veiðiperla innan borgarmarkanna. Þar veiðist töluvert af silungi á hverju ári sem og tugir laxa. Bleikjan á undir högg að sækja. Geir Thorsteins- son veiðimaður hefur stund- að veiði í vatninu í 56 ár. Innan borgarmarkanna leynist veiðiperla sem margir vita af en tiltölulega fáir vita mikið um. Elliðavatn er sannkölluð paradís veiðimannsins og skipt- ir þá engu hvort viðkomandi er byrjandi eða þaulvanur flugu- veiðimaður. Þar veiðist mest af urriða og töluvert af bleikju. Á hverju ári veiðast þar einnig tugir laxa sem hafa náð að fikra sig framhjá veiðimönnum í Ell- iðaánum og upp í vatnið. Hrygn- ingarstöðvar þessara laxa eru í Suðurá og Hólmsá. Töluverð umræða hefur verið um Elliðavatn undanfarin miss- eri. Sumir vilja meina að veið- in hafi dvínað mikið, aðrir að bleikjan sé að hverfa og svo eru þeir sem segja að urriðinn sé að verða stærri og Elliðavatn hægt og rólega að breytast í stórfiska- vatn. Geir Thorsteinsson er einn þeirra sem hefur farið í Elliða- vatn um árabil, reyndar aðeins lengur en það því hann veiddi fyrst í vatninu sex ára gamall með föður sínum. Geir er 62 ára í dag sem þýðir að hann hefur 56 ára veiðireynslu í vatninu. „Ef mig vantar í soðið þá fer ég í Elliðavatn,“ segir Geir. „Ég er ekki sammála því að veiðin hafi minnkað eitthvað í vatninu en ef svo er þá hefur fiskurinn stækk- að og það er auðvitað miklu skemmtilegra að veiða stærri fisk á færi en smærri.“ Geir segist hafa farið svona fimm sinnum upp í Elliðavatn í sumar og alltaf fengið fisk. „Margir eru bara að eltast við bleikjuna en mér er alveg sama þó ég fái urriða enda afar skemmtilegt að kljást við þá. Ég er alls ekki að eltast við laxinn þó hann sé þarna. Ég hef reynd- ar veitt nokkra laxa í Elliða- vatni en mér finnst eiginlega að menn eigi að láta hann vera og leyfa honum að fjölga sér fyrst hann er kominn alla leið þangað upp eftir.“ Geir segist eingöngu veiða á flugu. Einfaldlega af því Sækir sér í soðið í Elliðavatn ... ætli ég verði ekki að segja að Engjarnar séu í uppáhaldi. GEIR THORSTEINSSON VEIÐIMAÐUR Fyrir rúmum tuttugu árum var svipað hlutfall af bleikju og urr- iða í Elliðavatni en nú hefur það breyst. Guðni Guðbergsson, fiski- fræðingur hjá Veiðimálastofnun, segir margt benda til þess að nú á seinni árum sé bleikjan orðin ansi fáliðuð í vatninu. Tilraunaveiðar undanfarinna ára sýni að hlutfall bleikju í vatninu sé tæplega 10 prósent og urriða um 90 prósent. Hann segir að á þessu kunni að vera nokkrar skýringar þó telji menn nú að helsta skýring- in sé svokölluð PKD-sýki en það er nýrnasjúkdómur sem smærri bleikja er mjög viðkvæm fyrir en urriðinn ekki eins. Hann segir að smittíðni bleikjunnar haldist í hendur við hlýnun vatnsins en sníkjudýrið sem veldur sýking- unni þrífst best í hlýju vatni. Guðni bendir samt á að þó veiði- menn veiði sýkta bleikju þurfi þeir ekki að hafa áhyggjur af því leggja hana sér til munns því hún sé áfram hinn besti matfiskur. Sníkjudýrið, sem er einfrumung- ur, hafi bara áhrif á fiskinn og sé allsendis skaðlaust fólki. Vanir veiðimenn í Elliðavatni hafa komið með þá kenningu að vatnið sé að breytast í stórfiska- vatn og vilja meina að töluvert meira veiðist af stórum urriða en áður fyrr. Guðni segir að þó Veiðimálastofnun hafi stundað tilraunaveiðar í Elliðavatni frá árinu 1987 og þær sýni ekki fram á að urriðinn sé að stækka, vilji hann ekki útiloka neitt í þessum efnum. Tilraunaveiðarnar fari fram á afmörkuðum svæðum og hlutfallslega fáir fiskar séu á bak við meðal tölin. Þróunin geti því vel verið sú að urriðinn sé að stækka. Það þurfi hins vegar frekar gögn til þess að staðfesta kenninguna. „Við fáum mjög stopult af veiði- skýrslum úr Elliðavatni og því þarf veiðifélagið að koma í betra horf því upplýsingarnar sem þessar skýrslur gefa okkur eru gríðarlega mikilvægar,“ segir Guðni. - th Fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun vill fá betri veiðiskýrslur úr Elliðavatni: Bleikjan hefur látið undan vegna sýkingar Jón Kristjánsson fiskifræðingur, sem heldur úti vefsíðunni fiski.com, telur að staðlaðar tilraunaveiðar Veiði- málastofnunar gefi ranga mynd af stofnstærð bleikju og urriða í Ell- iðavatni. Stærri fiskur og kynþroska fiskur virðist vanmetinn og hlutfall tegundanna sennilega skakkt. Á vefsíðunni segir Jón að tilrauna- veiðarnar fari fram eftir að bleikja sé farin að torfa sig og ganga á rið. Netin séu lögð á dæmigerðum búsvæðum urriða en útbreiðsla tegundanna sé mjög háð dýpi og botngerð. Jón telur nýrnaveikina ekki fullnægjandi skýringu á fækkun bleikjunnar. Hlutfallsleg fækkun hennar geti allt eins stafað af því að urriðinn hafi sótt í sig veðrið og stofninn stækkað vegna breytingar á samkeppnisað- stöðu. Þá telur Jón að bleikjan geti einnig hafa átt erfitt uppdráttar vegna lítils vatnsmagns í Elliðavatni sem rekja megi til stíflunnar en riðstöðvar (hrygning) bleikjunnar séu oft á litlu dýpi eða 10 til 50 sentimetra dýpi. Samkvæmt mælingum Jóns frá árinu 2002 var bleikjustofninn um 9.000 fiskar en urriðastofninn um 25.000, samkvæmt því var hlutfall bleikju um 25 prósent í vatninu. Jón bendir á að skekkjumörkin í urriðamælingunum séu mikil. Röng mynd af stofnstærðum í vatninu Veiðiperla innan borgarmarkanna Laxatangi Vatnsendi Neshólmi Kríunes Vatnsvík Þingnes Dimma Rauðhólar Suðurá Bugða Elliðavatnsengi Þingneshólmi Elliðavatn Helluvatn Elliðavatnsbær Myllulækur Myllulækjartjörn Riðhóll (Bleikjutangi) Vinsælir veiðistaðir Þó Elliðavatn sé rúmir tveir ferkílómetrar að flatarmáli er það ekki djúpt. Meðaldýpið er um einn metri en dýpst er það um 2,30 metrar. Þegar Elliðaárnar voru stífl- aðar á þriðja áratug síðustu aldar breyttist vatnið gríðarlega enda fór Elliðavatnsengi þá meðal annars undir vatn. Grunnt vatn Veiðileyfi í Elliðavatn eru seld á skrifstofu SVFR og á vefsíðu félagsins, svfr.is. Fyrir félagsmenn kostar dagurinn 960 krónur en 1.200 fyrir aðra. Börn yngri en 12 ára og ellilífeyrisþegar þurfa ekk- ert að borga, en þurfa að skrá sig á netinu og prenta út veiðileyfin eins og aðrir. Leyfi á netinu URRIÐI Þessi þriggja punda urriði sem veiddist í Elliðavatni í síðustu viku mældist 47 sentimetra langur. Skæð á björt- um dögum Laxaflugan Nóra er eftir einn fremsta veiðimann landsins, Ásgeir Heiðar. Nóra er einföld fluga en um leið ótrúlega skæð í laxveiði ekki síst á björtum dögum í vatnslitlum ám líkt og veiðimenn upplifa um þessar mundir. Nóra er því ómissandi í fluguboxið í laxveiðina næstu dagana. Einföld og sterk fluga. UPPSKRIFT Öngull - Silfurþríkrækja í stærðum 10 til 14 Tvinni - Svartur UNI 8/0 Skegg - Fanir af blálitaðri hænu- fjöður Vængur - Hár af gullituðu íkorna- skotti. FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. ÞÚ ERT MEÐ FRÆGA FÓLKIÐ Í VASANUM MEÐ VÍSI m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín GEIR THORSTEINSSON Hefur veitt í Elliðavatni frá því að hann var sex ára, eða í 56 ár. LAXAR komu á land úr Eystri-Rangá frá fimmtudeginum síðasta til sunnudagsins. Alls hafa 1.550 laxar verið veiddir í ánni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.