Fréttablaðið - 11.08.2011, Side 17

Fréttablaðið - 11.08.2011, Side 17
FIMMTUDAGUR 11. ágúst 2011 Nú fer hver að verða síðastur að kynnast kommúnisman- um af eigin raun. Norður-Kórea er lokuð öllum nema örfáum ferðamönnum, en Kúbu er hægt að heimsækja. Landið er sem aldrei fyrr á hvínandi kúpunni. Kreppan er djúp, og hún er tví- þætt. Annars vegar er efna- hagskreppan, sem öldungarn- ir í ríkisstjórninni reyna ekki lengur að leyna. Fídel Kastró er hálfníræður, og Raúl bróðir hans, sem er nú forseti lands- ins, er að verða áttræður. Hins vegar er stjórnmálakreppan, sem engum leyfist að nefna á nafn að viðlagðri refsingu. Þess- ir tveir angar kreppunnar tengj- ast. Raunverulegar efnahagsum- bætur eru ekki í sjónmáli, þar eð stjórnmálaforustan er lömuð, og öfugt. Á annarra framfæri Þegar kalda stríðinu lauk, varð Kúba af erlendri efnahagsaðstoð, sem hafði haldið landinu gang- andi í 70 ár. Fyrir og eftir síðari heimsstyrjöldina studdi kaninn Kúbu með því að hleypa innflutt- um sykri frá Kúbu til Bandaríkj- anna framhjá háum verndartoll- um, en bandarísk fyrirtæki höfðu þá sykurekrur Kúbu í hendi sér. Eftir að Kastróbræður héldu inn- reið sína í Havana á nýársdag 1959, tóku Sovétríkin við keflinu og studdu Kúbu með því að flytja inn þjóðnýttan sykur á yfirverði auk annarrar aðstoðar. Þegar Sovétríkin hrundu á jóladag 1991, hætti fjárstuðningur þeirra við Kúbu eins og hendi væri veifað, og 11.000 sovézkir hernaðarráð- gjafar og tækniráðunautar voru kallaðir heim. Bara sykurút- flutningurinn á yfirverði hafði skilað Kúbu um fimm milljörð- um Bandaríkjadala á ári, eða um 500 dölum á hvert mannsbarn í landinu. Smám saman fylltu Kínverj- ar að hluta skarðið, sem Rúss- ar skildu eftir sig, og Venesúela undir stjórn Hugos Chavez for- seta hefur selt Kúbu olíu á undir- verði, olíu, sem Kúbverjar hafa síðan selt öðrum á heimsmark- aðsverði og hirt muninn. Efna- hagslífið á Kúbu snýst því enn um yfirverð og undirverð. Landið geldur fyrir, að rétt verð, mark- aðsverð, kemur sízt til álita. Talið er, að brotthvarf Rússa frá Kúbu hafi skert tekjur landsmanna um 40 prósent. Kúbverjar í Banda- ríkjunum senda heim um tvo milljarða Bandaríkjadala á ári. Við þetta bætast fullar ferðatösk- ur fjár, kannski annað eins, eftir að ríkisstjórn Obamas forseta heimilaði Bandaríkjamönnum af kúbverskum uppruna nýlega að ferðast heim til Kúbu. Hvað er stóll? Kúba var og er eins og Rússland var: fyrirtækin þykjast borga verkafólkinu, og fólkið þykist vinna. Eftir brotthvarf Rússa frá Kúbu fundu ríkisfyrirtækin (nær öll fyrirtæki landsins) fyrir því, að þetta er dýrt sport. Ríkis- stjórn Kúbu byrjaði því skömmu eftir 1991 að leyfa einkarekstur í smáum stíl. Eitt leiddi af öðru. Raúl Kastró tilkynnti í fyrra, að einkavæðing ríkisfyrirtækja kallaði á uppsögn einnar millj- ónar ríkisstarfsmanna (íbúafjöldi Kúbu er um 11 milljónir). Skila- boðin voru skýr: ríkisstjórnin getur ekki lengur séð um sína. Atvinnuleysisbætur eru rýrar og renna út eftir þrjá mánuði. Skiln- ingur Kastróbræðra á einka- rekstri ristir þó ekki dýpra en svo, að einkafyrirtækjum er gert ókleift að taka við nema litlum hluta þeirra, sem missa vinn- una hjá ríkinu. Til dæmis eru einkamatstaðir nú leyfðir, en þeir mega ekki hafa nema tuttugu stóla og mega ekki ráða óvanda- bundið fólk í vinnu, heldur aðeins fjölskyldumeðlimi. Nærri má geta, hvort ekki er reynt að fara í kringum reglurn- ar. Hvað er stóll? Hvað er fjöl- skylda? Lögreglan eyðir ómældu púðri í að girða fyrir sniðgöng- una. Fyrstu skref Kúbverja á leið sinni til markaðsbúskapar lofa því ekki góðu. Eitt helzta einkenni markaðsbúskapar er, að nýjum fyrirtækjum gefast færi á að leysa óhagkvæm fyrirtæki af hólmi í heilbrigðri samkeppni. Leiðin að því marki er að efla samkeppni frekar en að halda henni í skefjum. Mikil samkeppni er líklegri en lítil samkeppni til að halda hagnaði í skefjum svo sem Kastróbræðrum er mjög í mun. Allt í niðurníðslu Allt er í niðurníðslu: húsin, bíl- arnir, vélakosturinn, mannaflinn. Árum saman hefur ein bygging hrunið á hverjum degi allan árs- ins hring. Sykurmyllurnar standa óbreyttar frá 1959. Bílaflotinn er kafli út af fyrir sig: gömlu banda- rísku kaggarnir bera kúbversk- um bifvélavirkjum fagurt vitni eftir meira en hálfa öld. Fátæktin er mikil og sár. Ungir og gamlir betla á götum úti. Læknar og lög- fræðingar hafa meira upp úr sér sem leiðsögumenn en við störfin, sem þeir lærðu til. Mánaðarlaun lögreglumanna og hermanna eru 28 til 34 Bandaríkjadalir, lækna 21 til 25 dalir og verkamanna 17 dalir. En músíkin er góð. Fátt bendir til, að fólkið muni rísa upp gegn þeim bræðrum í bráð. Þegar þeir eru horfnir af sjónarsviðinu, getur þó allt gerzt. Svo fallegu landi leyfist ekki að halda fólkinu sínu föstu í fátæktargildru mann fram af manni. Hvínandi Kúba Í DAG Þorvaldur Gylfason prófessor Landið geldur fyrir, að rétt verð, markaðs- verð, kemur sízt til álita. Talið er, að brotthvarf Rússa frá Kúbu hafi skert tekjur landsmanna um 40 prósent. Alþingi taki boði stjórnlagaráðs Föstudaginn 29. júlí afhenti stjórnlagaráð Alþingi frum- varp að nýrri stjórnarskrá. Ekki aðeins tók Alþingi við vel unnu verki heldur fylgdi viturlegt boð allra fulltrúa í stjórnlagaráði um að þeir væru reiðubúnir að vinna, sameiginlega, úr athuga- semdum þingsins við frumvarp- ið, ef einhverjar væru. Þung rök mæla með því að Alþingi þiggi boðið. Hvorki fyrr né síðar hefur frumvarp að lögum verið unnið í jafnopinni og víðtækri samvinnu við almenning í landinu og það sem stjórnlagaráð hefur nú fært Alþingi. Vinnulag stjórnlagaráðs er önnur meginskýringin á vel- heppnuðu verki þess. Hin er sú að stjórnlagaráð er skipað almennum borgurum. Þeir létu sig engu varða sérhagsmuni stjórnmálaflokka og hagsmuna- hópa þeim tengdum. Stjórnlaga- ráð smíðaði frumvarp að nýrri stjórnarskrá aðeins með hags- muni fólksins, vítt og breitt um landið, að leiðarljósi. Halda þarf til streitu vinnulagi og afstöðu stjórnlagaráðs. Stjórnlagaráð svaraði ákall- inu um gagngerar breytingar á stjórnarháttum í landinu. Nái frumvarp þess fram að ganga verður lagður grunnur að heil- brigðara og réttlátara samfélagi á Íslandi. Varaformaður helsta valda- flokks landsins sagði nýlega, að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis myndi ekki þvælast fyrir nema stutta stund. Það er glámskyggni. Gleym- um ekki því, að hér var „van- hæfri ríkisstjórn“ ýtt frá völd- um af almennum borgurum í mestu og víðtækustu mótmæl- um sem gengið hafa yfir landið. Enginn ætti að láta framhjá sér fara kröfuna um breytingar sem í mótmælunum fólst eða telja sér trú um hægt sé að bíða hana af sér. Slík afstaða er ábyrgðarlaus og ávísun á enn meiri ógöngur. Stjórnlagaráð áttaði sig blessun- arlega á þessu, en stjórnmála- flokkarnir eiga enn langt í land. Alþingi þarf að taka mið af ástandinu í landinu og samhengi hlutanna. Á Íslandi varð ekki aðeins fjármálahrun, heldur einnig sið- ferðilegt og pólitískt hrun. Rann- sóknarskýrsla Alþingis staðfesti verstu grunsemdir almennings um íslenska stjórnmálastétt, stjórnmálaflokka og stjórnsýslu, og óheilbrigt samkrull viðskipta- lífs og stjórnmála. Alþingi verður einnig að taka mið af því að alþingiskosning- ar hafa ekki farið fram eftir að hin hrikalega skýrsla kom út. Af þessum ástæðum er núverandi þing mjög vanbúið að fást við frumvarp stjórnlagaráðs. Heildarendurskoðun stjórnar- skrárinnar var vanrækt í ára- tugi, til stórskaða fyrir land og þjóð. Höfuðástæðan var sú að stjórnmálaflokkarnir tóku sér- hagsmuni sína fram yfir hags- muni almennings og létu óbreytt ástand gott heita. Það var ekki fyrr en almennir borgarar fengu verkið í hendur að endurskoð- unin tókst. Öðrum var reyndar ekki til að dreifa. Við núverandi aðstæður hefði þjóðin aldrei treyst fulltrúum stjórnmála- flokkanna til að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá, og engum kom slíkt til hugar eftir hrunið. Þegar Alþingi tekur frumvarp stjórnlagaráðs til meðferðar, þá býr það enn við sömu tor- tryggni. Stjórnlagaráð hefur áunnið sér traust með verkum sínum. Alþingi nýtur ekki trausts en þarf að endurheimta það. Að sýna auðmýkt og þiggja boð stjórnlagaráðs, sem nefnt var í upphafi þessarar greinar, gæti orðið mikilvægt skref í þá átt, en afdrifaríkt að hafna því. Nú ríður á að þingmenn, meiri hluti Alþingis og réttsýnir stjórnmálamenn þekki sinn vitj- unartíma. Ný stjórnarskrá Hjörtur Hjartarson sagnfræðingur VANILLU ÍSPINNAR MEÐ SÚKKULAÐI 120 ML 298 KR. 3 STK. VANILLU ÍSPINNAR MEÐ SÚKKULAÐI 60 ML 398 KR. 12 STK. VANILLU ÍSTOPPAR MEÐ SÚKKULAÐI 120 ML 498 KR. 8 STK. SPARAÐU MEÐ EURO SHOPPER SPARAÐU Í BÓNUS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.