Fréttablaðið - 11.08.2011, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 11.08.2011, Blaðsíða 29
FARTÖLVUR FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2011 Kynningarblað Fartölvur Forrit Leikir Tilboð Skólatölvur Aukahlutir Launchpad er forrit með við- móti svipuðu iOS, en skjáborðið breytist þá í uppröðun á öllum innsettum forritum á tölvunni sama hvar þau eru staðsett. Hægt er að raða þeim saman í möppur eins og gert er í iOS 4 á iPad, iPhone og iPod Touch og fjar- lægja þau á auðveldan hátt eins og þekkist í því stýrikerfi. Resume, Auto Save og Versions eru mikilvægir eiginleikar en með hjálp þeirra þarftu ekki að opna alla glugga upp á nýtt eftir endurræsingu, þarft aldrei að smella á „Save“ eða Cmd-S og getur spólað til baka, skoðað fyrri útgáfur af skjalinu sem þú ert að vinna í og jafnvel afritað og límt á milli útgáfa. AirDrop er þægileg viðbót sem gerir fólki kleift að deila skjölum á mjög auðveldan hátt á milli tölva á sama þráðlausa neti. Þú sérð einfaldlega lista yfir tölvu- notendur sem eru nálægt þér og dregur skjalið til þeirra og þau fá tilkynningu um það til að taka á móti. Allt án nokkurrar upp- setningar. Mail hefur fengið veigamiklar endurbætur og útlitsbreytingar. Meðal nýjunga er að nú er hægt að hafa forritið í fullri stærð til þess að einblína betur á tölvu- póstinn í stað glugga. Leit hefur verið stórbætt og er t.d. hægt að tengja saman leit með þeim hætti að skrifa frá hverjum pósturinn er, hvað innihaldið er og á hvaða tímabili hann var móttekinn. Einnig er auðvelt að fela og sjá inn- og úthólfin og bæta við eftirlætis möppum. BREYTINGAR MEÐ OS X LION Steve Jobs kynnti nýverið nýjustu útgáfuna af OS X stýrikerfinu. Apple hefur nýverið kynnt nýja línu af MacBook Air-vélum sínum. Apple var að koma með nýja línu af MacBook Air-vél-um sem eru þunnar vélar og vega um það bil eitt kíló,“ segir Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Epli.is sem sér um umboð, dreif- ingu, markaðssetningu, sölu og þjónustu á Apple-vörum í umboði Apple í Bandaríkjunum. „Það var verið að uppfæra þessar vélar. Þær eru með nýjum örgjörvum og nýju Thunderbolt-tengi. Þær eru líka hraðari og með meira minni.“ Bjarni segir Apple-tölvurnar góðar fyrir skólafólk á Íslandi. „Nýju MacBook Air-tölvurnar eru hugs- aðar sem skólatölvur. Þær eru líka með nýja Lion-stýrikerfinu,“ segir Bjarni en Steve Jobs, eigandi Apple, kynnti nýverið nýjustu útgáfuna af OS X stýrikerfinu frá Apple, Lion. Meðal nýjunga í Lion-stýrikerf- inu má nefna Launchpad, Miss- ion Control, Resume, Auto Save, Versions, AirDrop og Mail. Mikil áhersla hefur verið lögð á að öll helstu forrit geti nýtt allan skjá tölv- unnar svo truflanir séu í lágmarki. Bjarni tekur fram að í Apple-tölv- um séu engir PC vírusar. „Þetta eru einfaldar vélar og rekstrarkostnað- ur er lágur.“ Hjá Epli.is fást einnig MacBook Pro-vélar en þær eru öflugar vélar að sögn Bjarna. „Við erum búin að lækka verðið á þeim. Ódýrasta vélin var í kringum 220 þúsund en núna kosta þær í kringum 199 þús- und,“ segir Bjarni og bætir við að MacBook Pro seljist best hjá Epli.is. Bjarni minnist einnig á iPad sem fyrirtækið býður upp á. „iPad er bara nýr vinkill á markaðnum. Það eru ansi margir sem eru farnir að nota iPad og þeim fjölgar,“ segir Bjarni og heldur áfram: „iPadinn er náttúrulega mjög þægilegur, til þess að ferðast með. Maður getur farið með allt sitt dót.“ Viðtökur iPad á Íslandi hafa verið mjög góðar að sögn Bjarna. „Þær hafa náttúru- lega verið rosalegar. Við afgreiðum bara það sem við fáum. Það hefur verið skammtað í okkur,“ upplýsir Bjarni. Á laugardögum er haldið ókeypis námskeið fyrir þá sem kaupa tölvur af fyrirtækinu. „Þá er farið yfir stýri- kerfin og þau forrit sem fylgja með Apple-tölvunum. Það er eitt sem Apple hefur fram yfir aðra að það er fullt af forritum sem fylgja með tölv- unum,“ segir Bjarni og nefnir dæmi: „Það eru til dæmis ljósmyndaforrit, klippiforrit og mail.“ Einnig er hægt að kaupa forrit í iStore sem nýlega opnaði á Íslandi, þar sem nú er hægt að borga með íslensku kreditkorti. Apple fyrir skólafólk Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Epli.is, segir að á laugardögum sé haldið ókeypis námskeið fyrir þá sem kaupa tölvur af fyrirtækinu. MYND/STEFÁN Skólabækurnar öflugar tölvur á góðu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.