Fréttablaðið - 11.08.2011, Page 29
FARTÖLVUR
FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2011
Kynningarblað
Fartölvur
Forrit
Leikir
Tilboð
Skólatölvur
Aukahlutir
Launchpad er forrit með við-
móti svipuðu iOS, en skjáborðið
breytist þá í uppröðun á öllum
innsettum forritum á tölvunni
sama hvar þau eru staðsett. Hægt
er að raða þeim saman í möppur
eins og gert er í iOS 4 á iPad,
iPhone og iPod Touch og fjar-
lægja þau á auðveldan hátt eins
og þekkist í því stýrikerfi.
Resume, Auto Save og Versions
eru mikilvægir eiginleikar en
með hjálp þeirra þarftu ekki að
opna alla glugga upp á nýtt eftir
endurræsingu, þarft aldrei að
smella á „Save“ eða Cmd-S og
getur spólað til baka, skoðað fyrri
útgáfur af skjalinu sem þú ert að
vinna í og jafnvel afritað og límt á
milli útgáfa.
AirDrop er þægileg viðbót sem
gerir fólki kleift að deila skjölum
á mjög auðveldan hátt á milli
tölva á sama þráðlausa neti. Þú
sérð einfaldlega lista yfir tölvu-
notendur sem eru nálægt þér og
dregur skjalið til þeirra og þau fá
tilkynningu um það til að taka á
móti. Allt án nokkurrar upp-
setningar.
Mail hefur fengið veigamiklar
endurbætur og útlitsbreytingar.
Meðal nýjunga er að nú er hægt
að hafa forritið í fullri stærð til
þess að einblína betur á tölvu-
póstinn í stað glugga. Leit hefur
verið stórbætt og er t.d. hægt
að tengja saman leit með þeim
hætti að skrifa frá hverjum
pósturinn er, hvað innihaldið
er og á hvaða tímabili hann var
móttekinn. Einnig er auðvelt að
fela og sjá inn- og
úthólfin og bæta
við eftirlætis
möppum.
BREYTINGAR MEÐ
OS X LION
Steve Jobs
kynnti nýverið
nýjustu
útgáfuna
af OS X
stýrikerfinu.
Apple hefur nýverið kynnt
nýja línu af MacBook
Air-vélum sínum.
Apple var að koma með nýja línu af MacBook Air-vél-um sem eru þunnar vélar
og vega um það bil eitt kíló,“ segir
Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri
Epli.is sem sér um umboð, dreif-
ingu, markaðssetningu, sölu og
þjónustu á Apple-vörum í umboði
Apple í Bandaríkjunum. „Það var
verið að uppfæra þessar vélar. Þær
eru með nýjum örgjörvum og nýju
Thunderbolt-tengi. Þær eru líka
hraðari og með meira minni.“
Bjarni segir Apple-tölvurnar góðar
fyrir skólafólk á Íslandi. „Nýju
MacBook Air-tölvurnar eru hugs-
aðar sem skólatölvur. Þær eru líka
með nýja Lion-stýrikerfinu,“ segir
Bjarni en Steve Jobs, eigandi Apple,
kynnti nýverið nýjustu útgáfuna af
OS X stýrikerfinu frá Apple, Lion.
Meðal nýjunga í Lion-stýrikerf-
inu má nefna Launchpad, Miss-
ion Control, Resume, Auto Save,
Versions, AirDrop og Mail. Mikil
áhersla hefur verið lögð á að öll
helstu forrit geti nýtt allan skjá tölv-
unnar svo truflanir séu í lágmarki.
Bjarni tekur fram að í Apple-tölv-
um séu engir PC vírusar. „Þetta eru
einfaldar vélar og rekstrarkostnað-
ur er lágur.“
Hjá Epli.is fást einnig MacBook
Pro-vélar en þær eru öflugar vélar
að sögn Bjarna. „Við erum búin
að lækka verðið á þeim. Ódýrasta
vélin var í kringum 220 þúsund en
núna kosta þær í kringum 199 þús-
und,“ segir Bjarni og bætir við að
MacBook Pro seljist best hjá Epli.is.
Bjarni minnist einnig á iPad sem
fyrirtækið býður upp á. „iPad er
bara nýr vinkill á markaðnum. Það
eru ansi margir sem eru farnir að
nota iPad og þeim fjölgar,“ segir
Bjarni og heldur áfram: „iPadinn
er náttúrulega mjög þægilegur, til
þess að ferðast með. Maður getur
farið með allt sitt dót.“ Viðtökur
iPad á Íslandi hafa verið mjög góðar
að sögn Bjarna. „Þær hafa náttúru-
lega verið rosalegar. Við afgreiðum
bara það sem við fáum. Það hefur
verið skammtað í okkur,“ upplýsir
Bjarni.
Á laugardögum er haldið ókeypis
námskeið fyrir þá sem kaupa tölvur
af fyrirtækinu. „Þá er farið yfir stýri-
kerfin og þau forrit sem fylgja með
Apple-tölvunum. Það er eitt sem
Apple hefur fram yfir aðra að það er
fullt af forritum sem fylgja með tölv-
unum,“ segir Bjarni og nefnir dæmi:
„Það eru til dæmis ljósmyndaforrit,
klippiforrit og mail.“ Einnig er hægt
að kaupa forrit í iStore sem nýlega
opnaði á Íslandi, þar sem nú er hægt
að borga með íslensku kreditkorti.
Apple fyrir skólafólk
Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Epli.is, segir að á laugardögum sé haldið ókeypis námskeið fyrir þá sem kaupa tölvur af fyrirtækinu. MYND/STEFÁN
Skólabækurnar
öflugar tölvur á góðu verði