Fréttablaðið - 11.08.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.08.2011, Blaðsíða 22
22 11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR Í bókinni Fangarnir í sólhofinu standa þeir Tinni, Kolbeinn kafteinn og prófessor Vand- ráður frammi fyrir því að verða brenndir á báli. Leiðtogi ink- anna, sonur sólarinnar, leyfir þeim þó að velja daginn örlaga- ríka og taka þeir sér örlítinn umhugsunarfrest. Í fangelsinu finnur Tinni dagblað og segir syni sólarinnar svo að þeir hafi ákveðið að fórnin fari fram á afmælisdegi Kolbeins. Tinni lætur ekkert uppi um fyrirætl- anir sínar og biður Kolbein að treysta sér. Svo rennur dagurinn upp. Tinni, Kolbeinn og Vandráður eru allir bundnir við bálköst þegar Tinni hefur skyndilega upp raust sína. Hann talar við sólguðinn og segir honum að hafna fórninni með því að hylja andlit sitt. Það verður sól- myrkvi. Tinni segir syni sólar- innar að hann láti sólina birtast á ný láti hann sig og vini sína lausa. Leiðtogi inkanna lofar því og sólin birtist á ný. Tinni hafði lesið í blaðinu að sólmyrkvi yrði á þessum degi á þessari stundu. Ef blaðið sem Tinni las hefði verið íslenskt hefðu ævintýri Tinna líklega ekki orðið fleiri. Þeir Tinni, Kolbeinn og Vandráður hefðu brunnið á bálinu. Fyrir skömmu huldi tunglið sólina að hluta frá Íslandi séð. Fæstir vissu af því. Fjölmiðlar virtust margir hverjir ekki hafa nokkurn áhuga á að segja nokkrum frá því. Sama dag og það gerðist voru tvær heilsíð- ur í Fréttablaðinu lagðar undir slúðurfréttir. Það er jú miklu mikilvægara fyrir okkur að vita að Danni Minogue (eða var það Kylie?) var að skilja við manninn sinn. Svo er auðvitað hverjum manni nauðsynlegt að fylgjast með Pippu hvert fótmál eins og verstu eltihrellar. Mér hefur lengi blöskrað umfjöllun íslenskra fjölmiðla um vísindi. Reyndar er varla hægt að segja að þeir fjalli um vísindi. Fréttir af vísindum og vandaðar umfjallanir um vísindaleg mál- efni birtast sárasjaldan í prent- miðlum og ljósvakamiðlum en þá sjaldan að það gerist er því miður augljóst að vönduð vinnu- brögð eru ekki alltaf í hávegum höfð. Auðvitað er samt ekki allt alslæmt. En sem betur fer er ljóstýra í myrkrinu. Á Rás 1 yfir vetrar- tímann er frábær vikulegur þáttur um vísindi og tækni í umsjá Péturs Halldórssonar, Til- raunaglasið. Í Útvarpi Sögu er Vísindaþátturinn á þriðjudögum. Í RÚV eru erlendir náttúru- og vísindaþættir næsta vikulega. En þá er það eiginlega upptalið. Annað slagið heyrist að vísu vís- indaumfjöllun annars staðar og því ber auðvitað að fagna. Við búum í samfélagi vís- inda og tækni. Við búum líka í samfélagi þar sem það er álitið allt í lagi að vita lítið sem ekk- ert um vísindi, þar sem fáfræð- in er dyggð. Í þessu samfélagi virka fjölmiðlar líka einstaklega áhugalausir um vísindi og tækni þrátt fyrir að vísindin hafi að miklu leyti veitt okkur þau ótrú- legu lífsgæði sem við njótum daglega. Á Íslandi er skortur á vísinda- og tæknimenntuðu fólki. Íslensk hátæknifyrirtæki þurfa að leita út fyrir landsteinana til að ráða til sín vísindamenntað fólk. Við ætlum okkur svo að bæta úr því með því að skerða kennslu í nátt- úrufræðigreinum í grunnskólum eins og fram kemur í nýrri aðal- námskrá! Fyrir skömmu skrifaði Ólafur Stephensen, ritstjóri Frétta- blaðsins, leiðara undir fyrir- sögninni „Nördarnir eru fram- tíðin“. Það er sannarlega hárrétt hjá ritstjóranum enda leiða vís- indi og tækni hagvöxt og fram- farir. Í leiðaranum segir Ólafur: „Úr þessu verður ekki bætt nema gera átak í vísinda- og tæknimenntun og vekja áhuga ungs fólks á henni.“ Að vekja áhuga er einmitt lykil atriði. Ein af ástæðum þess að ungt fólk fær ekki áhuga á vísindum er svo til algjör skort- ur á góðri umfjöllun um vísindi í fjölmiðlum almennt. Til þess að efla vísindi og tækni á Íslandi þurfa margir að taka höndum saman: Vísinda- samfélagið, skólayfirvöld og ekki síst fjölmiðlar. Sennilega er fyrirhöfnin minnst hjá þeim síðastnefndu. Því skora ég á rit- stjóra Fréttablaðsins og rit- stjóra annarra fjölmiðla að efla umfjöllun sína um vísindi. Ein frétt í viku væri skref í rétta átt. Ekki skortir plássið. Það mun skila okkur ómældum ávinningi til lengri tíma litið. Þegar Tinni var brenndur á báli Um olíu og bændur Nú heyrist frá ýmsum mönn-um, sem vilja láta taka mark á sér, að bændur vaði í villu og svíma þegar þeir tala um að íslenzkur landbúnaður veiti þjóð- inni fæðuöryggi. Ekki nóg með það heldur er fólki talin trú um að þeir séu afætur á þjóðinni. Og stóra trompið núna er sú speki að hætti olía að berast til landsins sé úti um íslenzkan landbúnað og látið að því liggja að farið hafi fé betra. Já annars, vel að merkja, ef olía hættir að berast hingað til landsins, ætli ýmsir fleiri fái þá ekki að kenna á því? Hvað með íslenzkan sjávarútveg og hvað með alla bíleigendur og sam- göngur? Þá þyrftu nú menn að byrja að reikna upp á nýtt. Við lifum á öld olíunnar, sem hefur gert kraftaverk, og gert líf núverandi kynslóðar að ævintýri. En ætli megi ekki segja að vegferð mannkynsins hafi verið mörkuð ýmist meðbyr eða mót- byr. Og nú virðist vera komin blika við sjónarrönd, þ.e.a.s. þverrandi olíulindir. En það er fánýtt að halda því fram að sá skortur hitti einungis bændur fyrir. Landbúnaður Sigríður E. Sveinsdóttir eftirlaunaþegi Vísindi Sævar Helgi Bragason áhugamaður um vísindi Til þess að efla vísindi og tækni á Íslandi þurfa margir að taka höndum saman: Vísindasamfélagið, skólayfirvöld og ekki síst fjölmiðlar. Sennilega er fyrirhöfnin minnst hjá þeim síðastnefndu. Valkostir fyrr og síðar Robert Gates, fráfarandi varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, kvaddi Atlantshafs- bandalagið þann 10. júní 2011, og komst m.a. svo að orði: „… Hinn nakti sannleikur málsins er að þverrandi áhugi og þolinmæði er fyrirsjáanlegur í Bandaríkja- þingi – og meðal stjórnmálasinn- aðra Bandaríkjamanna yfirleitt – að eyða fjármagni sem sífellt verður dýrmætara í þágu þjóða sem virðast andvígar því að að ráðstafa nægum fjármunum eða að gera nauðsynlegar breyting- ar til að geta talist hæfir sam- starfsaðilar í eigin vörnum …“ Varaframkvæmdastjóri banda- lagsins, Claudio Bisogniero, sem heimsótti Ísland í júlíbyrjun, vék að þessum ummælum Gates. Hann sagði þau ekki boða enda- lok NATO en ætluð til að vekja fólk upp. Minna má á að tilgang- ur NATO var að verja skilgreint svæði aðildarríkjanna gegn árás en vissulega ekki stríðsrekstur í Asíu, sem varla verður sagt að Evrópuþjóðir hafi sinnt af mikl- um áhuga. Hernaðaraðgerðir Bandaríkj- anna gagnvart hryðjuverkaöfl- unum gera ráð fyrir verulegri heimkvaðningu herliðs. Í stað þátttöku í hernaði sjái ameríski herinn innan tíðar um þjálfun heimamanna. Í algjörum for- gangi vestra eru efnahagsleg- ar aðgerðir til að auka hagvöxt og minnka atvinnuleysið; sögu- legt met í verðfalli fasteigna og geypimikil skuldsetning ríkis- ins er fjötur um fót. Varla verða ríkisútgjöld til hernaðarreksturs lengi varin með skírskotun til þjóðarhagsmuna, þegar fyrsta fall lánshæfismats Bandaríkj- anna kemur í kjölfar þess að greiðsluþroti ríkisins var naum- lega forðað. Í ofanálag hefur komið stórlækkun á hlutabréfa- mörkuðum með Wall Street í broddi fylkingar. Í öllu róti dagsins er mörg umræða í biðstöðu. Má þar nefna varnarmál okkar en hvað þau varðar er rétt að líta fyrst um öxl. Það var vissulega rétt hjá Þorsteini Pálssyni að með aðild- inni að Atlantshafsbandalaginu árið 1949 tóku Íslendingar þá ákvörðun að deila stefnumörk- un í öryggis- og varnarmálum með evrópskum grannríkjum. Markmið vestræns samstarfs voru víðtækari en landvarnir. Marshall-aðstoðinni var stýrt af systurstofnun NATO, Efnahags- samvinnustofnun Evrópu OEEC (síðar OECD) en þær tvær stofn- anir voru þá í sama borgarhverfi í París. OEEC stefndi að fríversl- un með afnámi hafta en úr þeim farvegi kemur Rómarsamning- urinn um enn nánari efnahags- lega samvinnu, misheppnuð til- raun OEEC 1957-´59 að efna til evrópsks fríverslunarsvæðis og loks EFTA 1960. Ísland tók þátt í OEEC-viðræðunum um fríverslun í Evrópu og verður um síðir aðili að EFTA og EES og þar með full- gildur þátttakandi einnig í við- skiptasamstarfi Evrópuríkja. Með þátttöku í NATO, tvíhliða samstarfi við Bandaríkin og veru varnarliðs til 2006, tryggði Ísland einnig veigamikla sameiginlega varnarhagsmuni grann- og vina- ríkja í Evrópu. Nú taka þau virk- an þátt í loftrýmisgæslu hér. Staða Íslands í vörnum Evrópu breyttist ekki við lok kalda stríðs- ins. Hin mikla breyting verður við árás al Qaeda á Tvíburaturn- ana, þann vendipunkt í stefnu Bandaríkjanna að megináhersla þeirra verður stríð gegn hryðju- verkaöflum. Norður-Atlantshafs- svæðið hverfur út úr fyrri for- gangsröðun um öryggi, einkum með brottförinni frá Keflavík. Að vísu fær norðurskautið nýtt vægi vegna loftslagsbreytinga, bráðnunar íshellu norðurpóls- ins og auðveldari nýtingu olíu og gass á hafsbotninum. Þau mál eru til umræðu í Norðurskauts- ráðinu en aðilar þess eru Banda- ríkin, Kanada, Danmörk-Græn- land, Ísland, Noregur, Rússland, Svíþjóð og Finnland. Vegna sam- eiginlegra hagsmuna er allt víg- búnaðarkapphlaup á þessu svæði meiningarlaust. Allt mælir með frekari samvinnu um öryggismál NATO-ríkjanna í Norðurskauts- ráðinu við Rússland, Svíþjóð og Finnland. Við breyttar aðstæður bíða okkar væntanlega nýir mögu- leikar. Innan Norðurskautsráðs- ins mætti eiga Bandaríkin að samstarfsaðila í þróun Kefla- víkurstöðvarinnar sem miðstöð umhverfiseftirlits og til leita- og björgunaraðgerða. Reynsla Land- helgisgæslunnar, Almannavarna og íslenskra björgunarsveita kæmi þar að góðu gagni. Ísland og Bandaríkin, gamlar vina- og bandalagsþjóðir, geta fundið nýjar leiðir til samstarfs eftir að veru varnarliðs hér er lokið fyrir fullt og allt. Eftir stendur varn- arsamningurinn frá 1951 og sam- ráð honum tengt. NATO byggir á V. grein Atlantshafssáttmálans um að árás á einn sé árás á alla. Þótt óánægja sé í Bandaríkjun- um með slaka þátttöku Evrópu- ríkja í sameiginlegum vörn- um, hefur hvergi komið fram að breyting verði á sjálfum kjarna skuldbindinganna. Hitt er annað mál og liggur í hlutarins eðli, að Evrópuþjóðir sinni sjálfar sínum vörnum í vaxandi mæli. Það verð- ur væntanlega á vegum Evrópu- sambandsins og sjálfsögð frekari trygging fyrir sjálfstæði Íslands er að vera innan landamæra þess sem aðildar ríki. Alþjóða- samstarf Einar Benediktsson fyrrverandi sendiherra Með þátttöku í NATO, tvíhliða sam- starfi við Bandaríkin og veru varnarliðs til 2006, tryggði Ísland einnig veiga- mikla sameiginlega varnarhagsmuni grann- og vinaríkja í Evrópu. Kvöldskóli BHS haustönn 2011 Innritun í málmiðnadeild kvöldskóla BHS verður eftirfarandi daga: föstudag 12. ágúst kl. 17 - 19 laugardag 13. ágúst kl. 11 - 14 Eftirtaldir áfangar verða í boði fyrir málmiðngreinar. Tilvalið fyrir þá sem eru að fara í sveinspróf í málmiðngreinum. Einnig eru kenndar allar suðugreinar, s.s. MIG/MAG, TIG, logsuða og rafsuða, handa- og plötuvinna, aflvélavirkjun og rennismíði, grunnteikning og rafmagnsfræði. Verklegir áfangar Bóklegir áfangar AVV-102 / 202 Verkleg vélvirkjun EÐL - 102 Eðlisfræði HSU-102/212 Verkleg suða EFM - 201 Efnisfræði málma HSU 232 Verkleg þunnplötusuða, ál / stál / ryðfrítt GRT - 103 /203 Grunnteikning LSU-102/202 Verkleg suða GÆV - 101 Gæðavitund RSU-102/202 Verkleg suða RAF - 103 Bókleg rafmagnsfræði HVM-203 Verkleg handavinna REN - allir áfangar Bókleg rennismíði PLV-202 Verkleg plötuvinna VFR - 102 Fagbókleg vélfræði REN-103/203 Rennismíði fyrir byrjendur REN-344/443 Rennismíði, framhald Kennsla hefst mánudag 23. ágúst kl. 18:10. Kennslu lýkur þriðjudag 30. nóvember. Ath.: Áfangar geta fallið niður, náist ekki nægur fjöldi í hópa. Sjá einnig á vef skólans: www.bhs.is Skólameistari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.