Fréttablaðið - 11.08.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.08.2011, Blaðsíða 48
11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR32 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Poppstjörnubörnum sem leggja tónlistina fyrir sig gengur ekki alltaf mjög vel í bransanum. Þeim er stöðugt líkt við foreldrið, sem búið er að hefja upp til skýjanna, og samanburðurinn verður afkvæminu í óhag. Það er ekki auðvelt fyrir mannlegar verur að keppa við goð. Það er líka margumtalað að börn fræga fólksins eiga oft erfitt uppdráttar. Baxter Dury er elsti sonur breska tónlistarmanns- ins Ian Dury sem var upp á sitt besta á pönkárunum og gerði það gott með lögum eins og Hit Me With Your Rhythm Stick, What a Waste og Sex & Drugs & Rock & Roll. Dury lést úr krabbameini árið 2000. Lífi hans hefur verið gerð skil síðustu ár bæði í bókum og kvikmyndum og í þeim kemur vel fram að líf Baxters var ekki alltaf auðvelt. Pabbinn var frá- bær tónlistarmaður og textahöfundur, en líka sjálfmiðað ólíkindatól. Baxter hefur sjálfur glímt við fíknir og óreglu. Baxter er búinn að vera í tónlist nokkuð lengi. Fyrsta platan hans, Len Parrot‘s Memorial Lift, kom út árið 2002 og þremur árum seinna kom Floor Show. Báðar ágætar þó að Floor Show sé betri. Eftir helgina kemur svo þriðja platan hans út. Hún heitir Happy Soup og kemur út hjá Regal sem er hluti af EMI-samsteypunni. Og nú hefur sonurinn hitt á ómótstæðilega formúlu. Tónlistin á Happy Soup er einföld og á köflum nánast barnaleg, en hæfir textunum einstaklega vel. Söngrödd Baxters minnir alltaf meira og meira á föðurinn og það er líka ákveð- in samsvörun í textunum þó að Baxter sé ekkert að stæla Ian. Báðir fjalla á skemmtilegan hátt um ofur hversdagslega hluti. Það er óhætt að mæla með Happy Soup, bæði fyrir aðdáendur Ians Dury og hina sem þoldu ekki þann gamla … Í fótspor föðursins NÝ KYNSLÓÐ Baxter sonur Ians Dury er að senda frá sér plötuna Happy Soup. Á meðal þeirra sem eru til- nefndir til Mercury-verð- launanna í ár er breska söngkonan Katy B, en fyrsta platan hennar, On a Mission, hefur selst vel og fengið frábæra dóma. Trausti Júlíusson skoðaði Katy. Þó að breska söngkonan Katy B sé ekki nema 22 ára gömul og hafi verið að senda frá sér sína fyrstu plötu þá er hún búin að vera að syngja í nokkur ár. Hún kemur úr dubstep/garage kreðsum Lundúna- borgar og vakti fyrst athygli þegar hún söng lagið Tell Me inn á plötu með DJ NG árið 2006. Nýlega var tilkynnt að platan hennar, On a Mission, væri tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna. Píparadóttir frá Peckham Katy B (sem einnig hefur notað nafnið Baby Katy) heitir réttu nafni Kathleen Brien. Hún er fædd og uppalin í Peckham-hverfinu í Suður-London og er dóttir pípara og bréfbera. Eins og margar fleiri breskar poppstjörnur síðustu ára (Adele, Amy Winehouse, Katie Melua …) þá gekk Katy í BRIT-skólann í Croydon, en hann er ætlaður ungu hæfileikafólki í tónlist og öðrum skapandi greinum. Í fyrra kláraði Katy líka tónlistarnám við Gold- smiths-háskólann, en um svipað leyti kom fyrsta smáskífan henn- ar, Katy on a Mission, út. Hún var unnin af dubstep-kempunni Benga og kom út á vegum útvarpsstöðv- arinnar Rinse FM. Katy on a Miss- ion náði 5. sæti breska smáskífu- listans og næsta litla platan hennar, Lights on, komst í 4. sæti. Í því lagi syngur Ms Dynamite með Katy, en hún er ekki ókunn Mercury-verðlaununum, fékk þau árið 2002 fyrir plötuna A Little Deeper. Í apríl síðastliðnum kom svo fyrsta stóra plata Katy B, On a Mission, út á vegum Columbia- útgáfurisans. Ferskt nútímapopp On a Mission er meðal annars unnin með fyrrnefndum Benga, en líka með DJ Zinc og Geeneus. Tón- listin á henni er fjölskrúðugt dans- popp undir áhrifum frá garage, dubstep og drum & bass-tónlist. Katy er fín söngkona og platan hennar er ferskt og velkomið inn- legg í vinsældapoppið. Hún hefur selst vel, fór beint í 2. sæti breska listans. Þess vegna hefur Katy verið kölluð fyrsta poppstjarna dubstep-kynslóðarinnar. Platan On a Mission hefur fengið fína dóma bæði í bresku pressunni og miðl- um eins og Pitchforkmedia sem gaf henni 8,1 í einkunn. Enn sem komið er er Katy B aðallega þekkt í heimalandinu, en Mercury-til- nefningin gæti breytt því. Þegar maður hlustar á On a Miss ion þá kemur sænska popp- stjarnan Robyn upp í hugann. Bæði Katy B og Robyn búa til flott nútímapopp. Robyn er kannski svalari týpa og á sér lengri sögu, en tónlistarlega er Katy síst verri. On a Mission er flott plata. Full af smellum. Það verður gaman að sjá hvernig henni reiðir af í sam- keppninni við Adele, Önnu Calvi, PJ Harvey, James Blake, Elbow, Metronomy og alla hina sem eru tilnefndir til Mercury-verð- launanna í ár. Fyrsta poppstjarna dubstep-kynslóðarinnar Á UPPLEIÐ Katy B er ein af heitustu nýju poppstjörnunum í Bretlandi. NORDICPHOTOS/GETTY > PLATA VIKUNNAR Jón Jónsson - Wait For Fate ★★★ „Grípandi og þægileg frumsmíð.“ -TJ > Í SPILARANUM Jay-Z & Kanye West - Watch the Throne The Horrors - Skying The Antlers - Burst Apart Mates Of State - Mountaintops Jeff Bridges - Jeff Bridges JAY-Z & KANYE WEST JEFF BRIDGES Tvöfaldur geisladiskur mun vera á leiðinni frá hljóm- sveitinni Radiohead í næsta mánuði. Á disknum verður að finna nítján endurhljóðbland- anir á lögum sveitarinnar af plötunni The King Of Limbs sem kom út fyrr á árinu. Thom Yorke og félagar í Radiohead hafa ekkert látið uppi um þessa útgáfu. Aðdá- endasíðan AtEase greinir frá því að á plötunni verði endur- hljóðblandanir eftir lista- menn á borð við Caribou, Four Tet og Jamie xx. Útgáfu- dagurinn er 16. september. Undanfarnar vikur hefur Radiohead gefið út smáskíf- ur með endurhljóðblöndunum á lögum The King Of Limbs. Þær verða allar á fyrri hluta umræddrar plötu en á þeirri seinni verður óútgefið efni. Í frétt á vef NME kemur fram að platan komi fyrst út í Japan en þremur vikum síðar um allan heim. Einu tónleikar Radiohead eftir útgáfu The King Of Limbs voru óvæntir tónleikar á Glastonbury-hátíðinni í Englandi. Ekki eru áform uppi um frekara tónleikahald. Tvöfaldur pakki frá Radiohead THOM YORKE Á GLASTON- BURY Von er á tvöfaldri plötu með endurhljóðblönduðum lögum Radiohead í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TÓNLISTINN Vikuna 4. ágúst - 10. ágúst 2011 LAGALISTINN Vikuna 4. ágúst - 10. ágúst 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Of Monsters And Men ...................................Little Talks 2 Coldplay ..........................Every Teardrop Is A Waterfall 3 Páll Óskar ..................................................... La Dolce Vita 4 Adele .................................................Set Fire To The Rain 5 Bubbi Morthens............................................ Háskaleikur 6 Steindi JR / Bent / Matti Matt .........Gull af mönnum 7 Berndsen & Bubbi ...........................................Úlfur Úlfur 8 Steven Tyler ...........................................It Feels So Good 9 Rihanna ............................................................Man Down 10 Hjálmar ...............................................Í gegnum móðuna Sæti Flytjandi Plata 1 Helgi Björns & reiðmenn vind . .Ég vil fara uppí sveit 2 Steindinn okkar.......................... Án djóks ... samt djók 3 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 4 Bubbi ..............................................................Ég trúi á þig 5 Björgvin & Hjartagosarnir ...........................Leiðin heim 6 Jón Jónsson .................................................Wait For Fate 7 Björk .....................................................................Gling gló 8 Valdimar ............................................................Undraland 9 Ýmsir ................................................................. Pottþétt 55 10 Ýmsir ...........................................................Stuð stuð stuð Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.