Fréttablaðið - 11.08.2011, Side 62

Fréttablaðið - 11.08.2011, Side 62
11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR46 SUNDLAUGIN „Mín uppáhaldssundlaug er gamla góða Varmárlaugin í Mosfellsbæ.“ Íris Hólm söngkona. „Þetta er bara ég við skrifborðið heima og bókasafnið mitt á bak við,“ segir Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og laganemi. Björn Jón gefur kost á sér til formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Hann sendi tilkynningu þess efnis til fjöl- miðla í vikunni og vakti myndin sem fylgdi mikla athygli. Þar sést Björn sitja við skrifborð í smekk- legum jakkafötum með gleraugu í höndunum. Fyrir framan hann er blekbytta, stimpill og fleiri tól sem ungt fólk í dag notar eflaust ekkert sérstaklega mikið. Þrátt fyrir það segir Björn að uppstillingin hafi ekki krafist mikils undirbúnings. „Góður félagi minn, sem er reyndar kvikmyndatökumaður, tók myndina. Hann heitir Ingvar Guð- mundsson. Þetta er bara skrifborð- ið heima og ég er í nokkuð eðlilegu umhverfi,“ segir Björn. „Hann rað- aði dótinu þannig að þetta harmón- eraði vel saman. Hann var búinn að pæla í uppstillingum og skoða myndir af Kennedy, en ég var voða lítið inni í þeim pælingum. Ég held að hann hafi verið að hugsa eitt- hvað svoleiðis. Það er verið að búa til einhvern virðuleika, en þetta eru mjög eðlilegar aðstæður. “ Blekbyttan á borðinu vakti sér- staka athygli, en þær eru sjaldgæf- ar í dag – ekki síst á skrifborðum manna sem eru rétt að skríða yfir þrítugt. Er blekbyttan í notkun? „Já, ég skrifa alltaf með sjálf- blekungi. Ég vandist á það fyrir mörgum árum og finnst það þægi- legra.“ Myndirðu þá segja að þú værir af gamla skólanum? „Ég er nú mjög frjálslyndur í skoðunum, er formaður Frjáls- hyggjufélagsins og er langt frá því að vera íhaldssamur í stjórnmála- skoðunum.“ En notar það sem virkar í rit- föngum? „Já, akkúrat.“ atlifannar@frettabladid.is BJÖRN JÓN BRAGASON: ÉG ER Í NOKKUÐ EÐLILEGU UMHVERFI Kennedy var fyrirmyndin EÐLILEGAR AÐSTÆÐUR Framboðsmynd Björns Jóns Bragasonar hefur vakið talsverða athygli. Myndin krafðist ekki mikils undir- búnings, enda er hún tekin heima hjá Birni Jóni. „Björn Thors og Gísli Örn eru með glæsilegri leikurum sem Ísland hefur upp á að bjóða í dag,“ segir sjónvarpsmaðurinn Níels Thibaud Girerd, best þekktur sem Nilli. Eins og Fréttablaðið greindi frá í júní þá vinnur Nilli að fyrstu stuttmynd sinni ásamt Daníel Gylfasyni og Einari Karli Gunnars- syni. Til stóð að Gísli Örn Garðarsson færi með aðalhlutverkið í myndinni, sem fjallar um hugarheim fíkils. Hann forfallaðist hins vegar vegna anna við leikstjórn Hróa hattar í London, en Nilli á ráð undir rifi hverju og fékk annan stórleikara í stað Gísla, engan annan en Björn Thors. „Ég er alveg í skýjunum yfir þessu,“ segir Nilli og bætir við að Björn hafi tekið vel í bón sína. „Mér finnst Björn Thors alls ekkert síðri leikari en Gísli Örn, enda hafa þeir leikið saman í verkinu Hamskipt- in eftir Kafka.“ Nilli leitar nú að dökk- hærðum drengjum á aldr- inum 6, 12 og 17 ára (innsk. Nilla: Plús mínus eitt ár) til að fara með hlutverk í myndinni. Áheyrnarprufur fara fram í félags- miðstöðinni Selinu á Seltjarnarnesi næstkomandi laugardag klukkan 13. Áhugasömum er bent á að senda póst á villa.kvik@gmail.com. - afb Björn fyllir skarð Gísla í mynd Nilla LEIKUR Í MYND NILLA Björn Thors fer með hlutverk í fyrstu stuttmynd Nilla, sem fer í tökur í september. „Markmið sýningarinnar er að kenna útlendingum að vera Íslendingar,“ segir leikarinn Bjarni Haukur Þórsson og hlær. Bjarni skrifar nú handrit að leikritinu How to Become Ice- landic in 60 Minutes. Eins og tit- ill verksins gefur til kynna er það nokkurs konar leiðarvísir fyrir túrista sem vilja fræðast um hegðun og atferli Íslendinga. „Eins og við vitum erum Íslendingar stórkostlegustu mannverur sem ganga á jörðinni. Það er fáránlegt að allur þessi fjöldi sem kemur til Íslands læri það ekki. Þetta er eitthvað sem við kunnum upp á tíu sem Íslend- ingar. Mér finnst nauðsynlegt að miðla þessu,“ segir Bjarni léttur. How to Become Icelandic in 60 Minutes verður sýnt í Hörpu og frumsýnt á næsta ári. Verkið er enn þá í mótun og Bjarni íhugar nú hvort hann fari sjálfur með hlutverk eða fái annan eða aðra leikara til flytja verkið. „Það er af nægu að taka,“ segir Bjarni um efnistök verksins. „Sem þjóð erum við búin að fara í gegnum sjálfskoðun undanfar- in ár. Ég hef hitt marga útlend- inga þegar ég hef verið erlendis að selja sýningarnar mínar og þeir spyrja um Íslendinga. Hug- myndin kom út frá því og sýning- in fjallar um hvernig við erum í samskiptum við hvert annað, álit- ið sem við höfum á okkur, matar- venjur og samskipti kynjanna – hvernig karlmenn koma fram við konur.“ - afb Kennir túristum á Íslendinga LEIÐARVÍSIR Bjarni Haukur vinnur nú að sýningu sem kennir túristum að haga sér eins og Íslendingar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Dæmi um það sem tekið er fyrir í náminu: Lita- og línufræði Tónalgreining Vaxtarbygging Heitt og kalt rými Stórt og lítið rými Uppröðun hluta Stílistun á: Baðherbergi Svefnherbergi Barnaherbergi Eldhúsi Garðhýsi Stofu Og margt fleira. The Academy of Colour and Style býður nú upp á nám í innanhússtílistun. Farið er í helstu grunnþætti í lita- og línufræði. Einnig er kennt að meta stíl út frá persónunni sjálfri. Þá er hún greind út frá vaxtarbyggingu og litgreiningu en þær upplýsingar segja mikið til um hvernig einstaklingur vill hafa sitt nánasta umhverfi eins og liti og stíl. Nemendur vinna svo verkefni í hverri viku og taka þá fyrir stílistun á stofu, baðherbergi, barnaherbergi o.fl. Gestafyrirlesarar koma í tíma og kynna fyrir nemendum ýmis atriði sem koma þeim til góða. Hver önn tekur þrjá mánuði. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101 Anna F. Gunnarsdóttir Stílisti Helga Sigurbjarnadóttir Innanhúsarkitekt Þorsteinn Haraldsson Byggingafræðingur INNANHÚSSTÍLISTANÁM Meiri Vísir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Fylgstu með Pepsideildinni í Boltavaktinni á Vísi. Beinar textalýsingar allra leikja, útvarpslýsing á leik í hverri umferð í Boltavarpinu og umfjöllun strax að loknum leik. Myndbönd með viðtölum öll mörkin í sjónvarpi Vísis. Vertu á Boltavaktinni með Vísi í sumar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.