Fréttablaðið - 18.08.2011, Page 46

Fréttablaðið - 18.08.2011, Page 46
18. ÁGÚST 2011 FIMMTUDAGUR14 ● fréttablaðið ● menningarnótt Urban Utd. er hópur leikmanna sem hafa staðið að því að lífga upp á Hlemmsvæðið í sumar með tilraunainnsetningum og viðburðum sem eiga sér stað í kringum þær. Síðasti viðburðurinn mun eiga sér stað á Menningarnótt. Á meðal þeirra sem standa að baki verkefninu er Hilmar Gunnarsson arkitekt, Ólafur Ólafsson hönnuð- ur og Spessi ljósmyndari. „Efni- viðurinn hefur verið allt það sem Hlemmsvæðið hefur upp að bjóða og þjónustuaðilum hefur gefist tækifæri til að bjóða fram þjónustu sína í borgarlandinu og á torginu við biðskýlið á Hlemmi svo myndast hefur skemmtileg stemning bæði fyrir farþega strætó og aðra borg- ara,“ segir Hilmar Gunnarsson. Framlag Urban Utd. er hluti af verkefninu Torg í biðstöðu sem hefur verið starfrækt í samvinnu við Reykjavíkurborg í sumar. „Á Hlemmi má sjá þversnið borgar- búa og ákveðna mynd af borgar- lífinu, sem er mjög ánægjuleg. Um- ræðan um Hlemm hefur því miður verið frekar neikvæð og við vild- um fá svolitla sól í hana og ekki síst út frá menningarlegu sjónar- horni. Í sumar hafa erlendir ferða- menn verið áberandi á Hlemmi og haft skemmtileg áhrif á verkefnið og við höfum áhuga á að endurtaka það að vetri til þar sem almennir borgarar eru meira áberandi og sjá hvernig það kemur út.“ En dagskráin á Menningar- nótt verður spennandi. „Urban Utd. verður með sveitatónlist og heybagga í biðskýlinu á Hlemmi, tape-artistar sem kalla sig Apear Collective skreyta umhverfið og mæta með Dj með sér, við fáum að upplifa örtónleika með fjöl- mörgum tónlistarsnillingum eins og Óskari Guðjónssyni saxófón- leikara og Guðlaugi Kristni drauga- bana og gítarskáldi, hljómsveit- irnar Brother Grass og Mogadon troða upp, Snorri Ásmunds fremur gjörninginn Við erum, Páll Hauk- ur og Kolli verða með innsetningar og gjörninga, Torfi á Hár horninu býður rakstur á Hlemmtorginu, svo fátt eitt sé nefnt, “ segir Hilm- ar og er strax farinn að hlakka til. Dagskráin stendur yfir milli klukk- an 13 og 18, en nánari upplýsingar um dagskrána er hægt að nálgast á facebook-síðu Urban Utd. - uhj Hittumst á Hlemmi Ólafur Ólafsson hönnuður, Hilmar Gunnarsson arkitekt og ljósmyndarinn Spessi standa að baki Urban Utd. en hópurinn hefur staðið að því að lífga upp á Hlemm- svæðið í sumar. MYND/SPESI „Við ætlum að vera með listasýn- ingu í Hjartagarðinum,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, annar eigenda Framkvæmda félags listamanna, Frafl, sem setur upp listaviðburði í Hjartagarðinum á Menningarnótt í samvinnu við Gogoyoko. Fjórir listamenn munu vinna að listaverki í garðinum á Menningarnótt. „Það eru þau Árni Már Erlingsson, Sindri Snær Sveinbjargar-Leifsson, Sunna Ben og Baldvin Einarsson. Við viljum gera Hjartagarðinn líflegri og auka menningarlegt gildi hans til framtíðar.“ Harpa segir að fólk hafi komi saman í Hjartagarðinum og málað veggina. „Það er náttúrulega alveg frábært, en það hefur samt stund- um verið svolítið losaralegt hver á að mála hvar. Fólk hefur talið þetta vera graffití eða krass,“ út- skýrir Harpa sem segir listamenn- ina ætla að skapa heilsteyptari mynd í Hjartagarðinum. „Graffití- ið mun halda sér en listastemning- in verður víðtækari. Það verða til dæmis gerðir skúlptúrar.“ Settir verða upp tónleikar í Hjartagarðinum meðan á list- sköpuninni stendur. „Sýningin opnar klukkan tvö og tónleikarn- ir byrja í kjölfarið,“ segir Harpa en þar munu fjölbreyttir tónlistar- menn koma fram. „Svo erum við með fjóra aðra viðburðastaði um Reykjavík þar sem önnur atriði verða í gangi,“ upplýsir Harpa og telur upp: „Pop-up verslun verður til dæmis í porti Maclands. Reyk Veek verða á Faktorý, svo verða tónleikar á Hemma og Valda og Ellefunni.“ - mmf Hjartagarðurinn lifnar við á Menningarnótt Árni Már Erlingsson og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir segja að markmiðið sé að gera eitthvað sem muni endast í Hjartagarðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þeir á veitingastaðnum Dill Restaurant kunna svo sannar- lega að leika við bragðlaukana og það verður þeirra framlag á Menningar nótt. Ólafur Örn Ólafs- son, annar eigenda veitingastaðar- ins, ætlar að standa úti við grillið, jafnvel þótt það rigni, og matreiða krækling frá Stykkishólmi ofan í gesti og gangandi. „Þetta er í fyrsta sinn sem við tökum sjálfstætt þátt í Menningar- nótt Reykjavíkur og við hlökkum mikið til. Það er svo yndislegt að vera hérna í Norræna húsinu en við ætlum engu að síður að færa okkur út fyrir húsið og vera í nánd við gróðurhúsið okkar. Þar ætla ég að tína nokkrar af þeim jurtum sem við höfum verið að rækta og elda með kræklingunum. Þetta verð- ur því eins konar tilraunaeldhús í náttúrunni,“ segir Ólafur brosandi og bætir við að matargerð Dills sé ekkert venjuleg. Hún sé upplifun. En það er engin veisla án tón- listar. ,,Ég hef fengið vin minn, Eyjólf Þorleifsson, sem heldur úti djassbandinu Eyland, til þess að spila undir í þessari matarveislu. Músíkin er svona fúsjón, tilvísun, popp, rokk og jafnvel hipp hopp. Það verður því virkilega góð úti- stemning við gróðurhús Dillsins.“ Munngælur og músík Ólafur Örn Ólafsson á Dill matreiðir ofan í gesti Menningarnætur. Björg Þórhallsdóttir, söngkona Verð aðeins 11.700 krónur með gistingu, dagskrá og fullu fæði. Nánari upplýsingar á www.kfum.is - Bókanir í síma 588 8899 Krydd í tilveruna Kvennaflokkur í Vindáshlíð 26.-28. ágúst 2011 Trúin er alþjóðleg Sr. Sigrún Óskarsdóttir Hannyrðir og sköpunarkraftur Herdís Egilsdóttir Salsa frá Baðhúsinu Meðal dagskrárliða: Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is Er vagninn rafmagnslaus Frístunda rafgeymar í miklu úrvali ? FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. ÞAÐ ERU ENGIN HÖFT Í VIÐSKIPTUM Á VÍSI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.