Fréttablaðið - 18.08.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.08.2011, Blaðsíða 46
18. ÁGÚST 2011 FIMMTUDAGUR14 ● fréttablaðið ● menningarnótt Urban Utd. er hópur leikmanna sem hafa staðið að því að lífga upp á Hlemmsvæðið í sumar með tilraunainnsetningum og viðburðum sem eiga sér stað í kringum þær. Síðasti viðburðurinn mun eiga sér stað á Menningarnótt. Á meðal þeirra sem standa að baki verkefninu er Hilmar Gunnarsson arkitekt, Ólafur Ólafsson hönnuð- ur og Spessi ljósmyndari. „Efni- viðurinn hefur verið allt það sem Hlemmsvæðið hefur upp að bjóða og þjónustuaðilum hefur gefist tækifæri til að bjóða fram þjónustu sína í borgarlandinu og á torginu við biðskýlið á Hlemmi svo myndast hefur skemmtileg stemning bæði fyrir farþega strætó og aðra borg- ara,“ segir Hilmar Gunnarsson. Framlag Urban Utd. er hluti af verkefninu Torg í biðstöðu sem hefur verið starfrækt í samvinnu við Reykjavíkurborg í sumar. „Á Hlemmi má sjá þversnið borgar- búa og ákveðna mynd af borgar- lífinu, sem er mjög ánægjuleg. Um- ræðan um Hlemm hefur því miður verið frekar neikvæð og við vild- um fá svolitla sól í hana og ekki síst út frá menningarlegu sjónar- horni. Í sumar hafa erlendir ferða- menn verið áberandi á Hlemmi og haft skemmtileg áhrif á verkefnið og við höfum áhuga á að endurtaka það að vetri til þar sem almennir borgarar eru meira áberandi og sjá hvernig það kemur út.“ En dagskráin á Menningar- nótt verður spennandi. „Urban Utd. verður með sveitatónlist og heybagga í biðskýlinu á Hlemmi, tape-artistar sem kalla sig Apear Collective skreyta umhverfið og mæta með Dj með sér, við fáum að upplifa örtónleika með fjöl- mörgum tónlistarsnillingum eins og Óskari Guðjónssyni saxófón- leikara og Guðlaugi Kristni drauga- bana og gítarskáldi, hljómsveit- irnar Brother Grass og Mogadon troða upp, Snorri Ásmunds fremur gjörninginn Við erum, Páll Hauk- ur og Kolli verða með innsetningar og gjörninga, Torfi á Hár horninu býður rakstur á Hlemmtorginu, svo fátt eitt sé nefnt, “ segir Hilm- ar og er strax farinn að hlakka til. Dagskráin stendur yfir milli klukk- an 13 og 18, en nánari upplýsingar um dagskrána er hægt að nálgast á facebook-síðu Urban Utd. - uhj Hittumst á Hlemmi Ólafur Ólafsson hönnuður, Hilmar Gunnarsson arkitekt og ljósmyndarinn Spessi standa að baki Urban Utd. en hópurinn hefur staðið að því að lífga upp á Hlemm- svæðið í sumar. MYND/SPESI „Við ætlum að vera með listasýn- ingu í Hjartagarðinum,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, annar eigenda Framkvæmda félags listamanna, Frafl, sem setur upp listaviðburði í Hjartagarðinum á Menningarnótt í samvinnu við Gogoyoko. Fjórir listamenn munu vinna að listaverki í garðinum á Menningarnótt. „Það eru þau Árni Már Erlingsson, Sindri Snær Sveinbjargar-Leifsson, Sunna Ben og Baldvin Einarsson. Við viljum gera Hjartagarðinn líflegri og auka menningarlegt gildi hans til framtíðar.“ Harpa segir að fólk hafi komi saman í Hjartagarðinum og málað veggina. „Það er náttúrulega alveg frábært, en það hefur samt stund- um verið svolítið losaralegt hver á að mála hvar. Fólk hefur talið þetta vera graffití eða krass,“ út- skýrir Harpa sem segir listamenn- ina ætla að skapa heilsteyptari mynd í Hjartagarðinum. „Graffití- ið mun halda sér en listastemning- in verður víðtækari. Það verða til dæmis gerðir skúlptúrar.“ Settir verða upp tónleikar í Hjartagarðinum meðan á list- sköpuninni stendur. „Sýningin opnar klukkan tvö og tónleikarn- ir byrja í kjölfarið,“ segir Harpa en þar munu fjölbreyttir tónlistar- menn koma fram. „Svo erum við með fjóra aðra viðburðastaði um Reykjavík þar sem önnur atriði verða í gangi,“ upplýsir Harpa og telur upp: „Pop-up verslun verður til dæmis í porti Maclands. Reyk Veek verða á Faktorý, svo verða tónleikar á Hemma og Valda og Ellefunni.“ - mmf Hjartagarðurinn lifnar við á Menningarnótt Árni Már Erlingsson og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir segja að markmiðið sé að gera eitthvað sem muni endast í Hjartagarðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þeir á veitingastaðnum Dill Restaurant kunna svo sannar- lega að leika við bragðlaukana og það verður þeirra framlag á Menningar nótt. Ólafur Örn Ólafs- son, annar eigenda veitingastaðar- ins, ætlar að standa úti við grillið, jafnvel þótt það rigni, og matreiða krækling frá Stykkishólmi ofan í gesti og gangandi. „Þetta er í fyrsta sinn sem við tökum sjálfstætt þátt í Menningar- nótt Reykjavíkur og við hlökkum mikið til. Það er svo yndislegt að vera hérna í Norræna húsinu en við ætlum engu að síður að færa okkur út fyrir húsið og vera í nánd við gróðurhúsið okkar. Þar ætla ég að tína nokkrar af þeim jurtum sem við höfum verið að rækta og elda með kræklingunum. Þetta verð- ur því eins konar tilraunaeldhús í náttúrunni,“ segir Ólafur brosandi og bætir við að matargerð Dills sé ekkert venjuleg. Hún sé upplifun. En það er engin veisla án tón- listar. ,,Ég hef fengið vin minn, Eyjólf Þorleifsson, sem heldur úti djassbandinu Eyland, til þess að spila undir í þessari matarveislu. Músíkin er svona fúsjón, tilvísun, popp, rokk og jafnvel hipp hopp. Það verður því virkilega góð úti- stemning við gróðurhús Dillsins.“ Munngælur og músík Ólafur Örn Ólafsson á Dill matreiðir ofan í gesti Menningarnætur. Björg Þórhallsdóttir, söngkona Verð aðeins 11.700 krónur með gistingu, dagskrá og fullu fæði. Nánari upplýsingar á www.kfum.is - Bókanir í síma 588 8899 Krydd í tilveruna Kvennaflokkur í Vindáshlíð 26.-28. ágúst 2011 Trúin er alþjóðleg Sr. Sigrún Óskarsdóttir Hannyrðir og sköpunarkraftur Herdís Egilsdóttir Salsa frá Baðhúsinu Meðal dagskrárliða: Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is Er vagninn rafmagnslaus Frístunda rafgeymar í miklu úrvali ? FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. ÞAÐ ERU ENGIN HÖFT Í VIÐSKIPTUM Á VÍSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.