Fréttablaðið - 16.09.2011, Page 8

Fréttablaðið - 16.09.2011, Page 8
16. september 2011 FÖSTUDAGUR8 1. Hversu mörg tonn af lambakjöti má flytja út til ESB án tolla? 2. Hvaða íslenska auglýsingaher- ferð fékk EFFIE-verðlaunin í ár? 3. Hvaða dag fæddist sonur Péturs Jóhanns Sigfússonar og konu hans? SVÖR 1. 1.850 tonn. 2. Inspired by Iceland. 3. Þann 1. september síðastliðinn. En ég veit það, eftir að hafa starfað árum saman á vettvangi Evrópu- sambandsins, að þátttaka í sameiginlegum evrópskum markaði er hagkvæmt bæði fyrir einstaklinga og fyrir- tæki... PHILIPPE DE BUCK FRAMKVÆMDASTJÓRI BUSINESSEUROPE MENNTAMÁL Afnám samræmdra prófa í grunnskólum hefur mögu- lega leitt til ójöfnuðar og jafnvel brots á jafnræðisreglu. Þetta er mat Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur lagt fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir því að einkunnir nemenda í tíunda bekk í íslensku og stærðfræði og fylgni þeirra við könnunarpróf Námsmats- stofnunar verði skoðuð þrjú ár aftur í tímann. „Ofan á reglur um hverfis- skólaforgang er komin óskýr flokkun á skól- um og gæðum þeirra. Það er þekking til stað- ar og reynsla í framhaldsskól- unum um það hvaða grunn- skólar og nem- endur hvaða grunnskóla hafa staðið sig betur en aðrir og jafnvel að einhverjir skólar séu með talsverða hækk- un meðaleinkunna eftir að sam- ræmdu prófin hurfu frá. Þegar samræmdir mælikvarðar detta alveg út er eðlilegt að skólarnir búi sér til kerfi til að meta sem best stöðu nemenda,“ segir Þor- björg. Í sumum grunnskólum er mik- ill munur á skólaeinkunnum og einkunnum nemenda úr sam- ræmdum könnunarprófum, meiri en eðlilegt gæti talist. „Nemendur í grunnskólum sem nota prófeinkunn eða hafa ekki vinnueinkunn sem hátt hlutfall af lokaeinkunn eiga þá til dæmis erfiðara með að komast í drauma- skólann.“ Þorbjörg segir að ræða hefði mátt aðra kosti en að afnema samræmdu prófin alveg. „Það hefði alveg mátt ræða að hafa miðlæga prófmiðstöð svo hægt væri að taka próf á sínum tíma og taka próf sem væru í öðrum fögum en íslensku og stærðfræði en væru samt samræmd til að mæta þeirra gagnrýni sem var höfð frammi.“ - þeb Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill skoðun á einkunnum 10. bekkinga þrjú ár aftur í tímann: Afnám prófa getur leitt til ójöfnuðar ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR VIÐSKIPTI Brynjólfur Bjarnason, forstjóri fisksölufyrirtækisins Ice- landic Group (IG), sagði starfi sínu lausu á stjórnar- fundi 7. sept- ember síðast- liðinn. Starfið hefur verið auglýst laust til umsóknar. Stjórnarformað- urinn Herdís Fjeldsted tók sæti í fram- kvæmdastjórn við brotthvarf Brynjólfs. Brynj- ólfur tók við forstjórastarfinu af Finnboga Baldvinssyni, sem sagði upp ásamt æðstu stjórnendum fyrirtækisins í febrúar. Brynjólfur sagði í samtali við Viðskiptablaðið í gær hafa ætlað frá upphafi að sitja tímabundið sem forstjóri. - jab Brynjólfur segir upp hjá IG: Ætlað að vera í skamma stund BRYNJÓLFUR BJARNASON VEISTU SVARIÐ? LÖGREGLUMÁL Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald til 21. september vegna gruns um aðild hans að umfangs- miklu e-töflusmygli, sem upp kom í síðasta mánuði. Í málinu sem um ræðir var sautj- án ára piltur tekinn með 30 þúsund e-töflur í farangri sínum í Leifsstöð. Hann hafði einnig í fórum sínum tvö kíló af staðdeyfilyfinu líkódíni. Pilturinn var handtekinn við komuna til landsins frá Kaup- mannahöfn aðfaranótt 24. ágúst. E- töflurnar fundust í farangri hans, ásamt fimm kílóum af duftefnum sem reyndust vera þrjú kíló af alkó- hólsykri, sem er alþekkt íblöndun- arefni til að drýgja fíkniefni, og tvö kíló af ofangreindu staðdeyfilyfi. Innflutningur síðarnefnda dufts- ins varðar við lyfjalög og er óheim- ilt að flytja það inn í miklu magni. Gæsluvarðhald yfir piltinum rennur út í dag. Maðurinn, sem grunaður er um aðild að smyglinu var handtekinn 7. september síðastliðinn. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir handtökuna. - jss Tvítugur karl í gæsluvarðhald til 21. september: Grunaður um aðild að e-töflusmygli E-TÖFLUR 17 ára piltur var stöðvaður í Leifsstöð með 30 þúsund e-töflur seint í ágúst. EFNAHAGSMÁL „Grikklandi verður að bjarga. Annað kemur ekki til greina,“ segir Philippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESS- EUROPE, samtaka evrópska iðn- aðarins. „Ástæðan er sú að við getum ekki látið Spán og Ítalíu falla. Það væri óhugsandi.“ Hann segir ekki mögulegt að yfirgefa evrusvæðið; hvorki geri sáttmálar ESB ráð fyrir því né heldur verði það fjárhagslega mögulegt fyrir Grikkland. „Það myndi ekki leysa vanda- mál Grikklands og það myndi ekki leysa vandamál Evrópu, því þetta væri þá orðinn hlutur og hvað myndi þá gerast þegar önnur lönd þyrftu að yfirgefa evrusvæð- ið? Það verður að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga evrunni.“ Hann segir ekkert vanta upp á að stofnanir Evrópusambandsins ráði við þetta verkefni. Staðfest- ingarferlið innan ríkjanna 27 sé hins vegar allt of hægfara. „Því miður eru ákvarðanirnar alltaf teknar of seint, en við verð- um að hraða þessu,“ segir de Buck og minnir á að 21. júlí hafi ráðherraráð Evrópusambandsins ákveðið að grípa til aðgerða sem hafi átt að tryggja stöðu bæði evrunnar og Grikklands. Þær ákvarðanir þarf að bera undir þjóðþing 27 aðildarríkja Evrópu- sambandsins. „Nú stefnir í að við gætum þurft að bíða til áramóta eftir því að þessi ákvörðun komi til framkvæmda, sem er algjör- lega óviðunandi. Aðildarríkin og þjóðþing þeirra eru vel fær um að taka ákvarðanir hratt og vel þegar brýn þörf er á því.“ De Buck er í nokkurra daga heimsókn á Íslandi til að kynna sér ástandið hér á Íslandi, efna- hagslífið og afstöðu Íslendinga, meðal annars til Evrópusam- bandsins og hugsanlegrar aðildar Íslands að því. Hann segist reyndar koma hingað á hárréttum tíma, nú þegar íslenskt efnahagslíf sé að byrja að rétta úr kútnum eftir mikla erfiðleika. Þrátt fyrir vaxandi erfiðleika á evrusvæðinu þurfi Íslendingar ekki að hika við aðild að Evrópu- sambandinu og þar með evrunni. „Auðvitað er það ákvörðun Íslendinga sjálfra og íslenskra stofnana. En ég veit það, eftir að hafa starfað árum saman á vett- vangi Evrópusambandsins, að þátttaka í sameiginlegum evr- ópskum markaði er hagkvæm bæði fyrir einstaklinga og fyrir- tæki, að því skilyrði gefnu að allir fari að leikreglum.“ Bæði leiðtogar Evrópusam- bandsríkjanna og framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins þurfi hins vegar að einbeita sér að því að auka hagvöxt og skapa atvinnu. Það sé brýnasta verkefnið nú, ásamt því að bjarga evrunni. BUSINESSEUROPE eru heild- arsamtök sem bæði Samtök iðnað- arins og Samtök atvinnulífsins hér á landi eiga aðild að, rétt eins og sambærileg samtök í 34 Evrópu- löndum. Philippe de Buck verður aðal- ræðumaður á ráðstefnu Samtaka iðnaðarins sem haldin verður í dag undir yfirskriftinni Hvert stefnir Evrópa? gudsteinn@frettabladid.is Myndi engan vanda leysa Upplausn evrusvæðisins og greiðsluþrot Grikklands myndi hvorki hjálpa Grikklandi né evrunni, segir framkvæmdastjóri samtaka evrópska iðnaðarins. PHILIPPE DE BUCK Framkvæmdastjóri samtaka evrópska iðnaðarins segir ákvörðun- artökuferli evruríkjanna of hægfara. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.