Fréttablaðið - 23.09.2011, Síða 8
23. september 2011 FÖSTUDAGUR8
Fyrirlestur Christopher Vasey
Örlög og víðtæk lögmál sköpunarverksins
27. september 2011 kl. 20:00
Radisson Blu Saga Hotel v/Hagatorg, 107 Reykjavík
Erindið verður flutt á ensku
Aðgangseyrir 500 kr.
Skipuleggjandi: Christof.Leuze@leuze.de
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum
Arges PROFESSIONAL
Einfasa rafstöð HD3800
Bensín m/rafstarti 3,2KW
87.900,-
Ryk/blautsuga
15 lítrar HKV 1000w
18.900,-
Slípirokkur
HDA 436 1050w
7.490,-
Rafhlöðuborvél, HDA2544
17.900,-
Rafmagnsborvél,
HDA 310
11.990,-
1 Hvað er Árni Johnsen að láta
endurbyggja við Skálholt?
2 Hversu lengi hafa lögreglumenn
verið án kjarasamninga?
3 Hvert er sögusvið nýrrar bókar
Ólafs Jóhanns Ólafssonar?
SVÖR
1. Þorláksbúð. 2. Tæpa 300 daga.
3. Sveitin Toscana á Ítalíu.
IÐNAÐUR Félagið Soley Minerals
vill leyfi frá Orkustofnun til að
kanna hvort vinna megi seguljárn
og fleiri málma af hafsbotni við
Suðurland og í Héraðsflóa. Soley
Minerals er dótturfélag ástralska
námuvinnslufélagins Thielorr Sarl.
Samkvæmt skýrslu Soley
Minerals til Orkustofnunar
hyggst félagið verja fimm árum
til að kanna hvort seguljárn sé
hér í vinnanlegu magni. Áætlað-
ur kostnaður þau fimm ár er 800
til 2.200 milljónir króna. Félagið
hyggst fá alþjóðlega fjárfesta að
verkefninu og skrá síðan félagið í
Kauphöllina.
Soley Minerals ætlar að beita
þeirri aðferð að sjúga upp sand
af hafsbotni og ná seguljárninu
úr honum með seglatækni. Vinn-
anlegt magn er sagt þurfa að vera
tíu prósent úr þeim sandi sem
soginn er upp. Þegar sjálf vinnsl-
an sé komin í gang sé áætlað að
ná upp 250 þúsund tonnum af
sandi í hverjum mánuði og vinsa
úr honum um 25 þúsund tonn af
málmi.
Seguljárnið er ætlað til útflutn-
ings. Nefnir Soley Minerals vax-
andi hráefnisþörf til stálfram-
leiðslu. Sérstaklega er bent á hin
rísandi efnahagskerfi í Kína og á
Indlandi.
Ástralska fyrirtækið segir að
hið gríðarlega magn af basalt-
grjóti sem hér sé hafi hátt hlutfall
af seguljárninu sem ber fræði-
heitið magnetite. Málmurinn ber-
ist með fljótum landsins til sjávar
og brotni þar niður í þá stærð sem
hentugt sé að vinna. Stærstu agn-
irnar sem vinna á séu 3 millimetr-
ar í þvermál.
Hugsanleg vandamál segir Soley
Minerals meðal annars vera að
skilyrði í sjónum séu of erfið, að
vinnanlegt magn seguljárns sé of
lítið og að sandurinn sé of þéttur
í sér til þess að hægt sé að beita
áðurnefndri uppsogsaðferð.
Vinnslan sjálf verður á pramma
og utan netalaga, í minnst 115
metra fjarlægð frá stórstraums-
fjöruborði. Eftir að málmurinn
hefur verið skilinn frá er sand-
inum skilað aftur á hafsbotninn.
Málminum verður síðan annað-
hvort komið fyrir á geymslu-
pramma eða í landi þar til hann
verður fluttur mánaðarlega á
markað ytra.
Heildarmagnið sem Soley Min-
erals vill vinna af hafsbotni hér
er þrjú hundruð milljónir tonna af
málmi á einni öld. Reiknað er með
að vinnslan standi í átta mánuði
ár hvert. Unnið verði í Héraðsflóa
á vorin og haustin þar sem meira
skjól sé og fyrir utan Suðurland í
fjóra mánuði þar á milli.
„Skilningur okkar er sá að
magnið af sandinum undan suð-
urströndinni sé í raun ótakmark-
að og að þykkt sandsins þar sé
meiri en eitt hundrað metrar,“
segir í skýrslu Soley Minerals,
sem kveðst hafa hug á að sækja
um einkaleyfi til fjörutíu ára með
möguleika á framlengingu ef
niður staðan af rannsóknartíma-
bilinu reynist hagfelld.
„Verkefnið getur mögulega haft
veruleg áhrif á íslenska hagkerf-
ið,“ segir Soley Minerals. Útlit sé
fyrir að störf skapist fyrir á bilinu
fimmtíu til tvö hundruð manns
eftir stærð verkefnisins sem síðan
muni hafa ýmis margföldunar-
áhrif. Jafnvel verði hægt að koma
hér á laggirnar stálbræðslu þegar
fram líða stundir. „Slík verksmiðja
myndi framleiða lággæða stál sem
síðan yrði flutt til Evrópu til frek-
ari vinnslu í stálbræðslum þar.“
Sótt er um rannsóknarleyfið
á grundvelli laga um eignarrétt
ríkisins á auðlindum á hafsbotni.
Tiltekin eru fjögur svæði undan
suðurströndinni og eitt við Hér-
aðsflóa. gar@frettabladid.is
Seguljárn á hafsbotni
dregur til sín Ástrala
Ástralskt fyrirtæki vill leyfi frá ríkinu til að rannsaka hvort hagkvæmt sé að
vinna seguljárn af hafsbotni við Ísland. Áætlar fyrirtækið að flutt verði út 25
þúsund tonn á mánuði í heila öld. Allt að tvö hundruð störf verði til hér á landi.
FIMM VINNSLUSVÆÐI Ætlunin er að
vinna seguljárn á Héraðsflóa þegar
veður eru vályndari á haustin og vorin
en undan suðurströndinni á sumrin.
MYND/SOLEY MINERALS
AÐFERÐIN Soga á sand af hafsbotni og skilja seguljárnið frá með seglum áður en
sandinum er dælt aftur niður á botn. MYND/SOLEY MINERALS
TILRAUNAPRAMMI
Nota á litla pramma
við sýnatökur fyrstu
árin.
1
5
2 6
3
7
4
8
9
1 Sog á sjávarsandi á vinnslupramma
2 Vinnsla á sandi
3 Afgangssandi skilað aftur á hafsbotn
4 Geymsla málma
5 Vinnsluprammi
6 Sjávarborð
7 Sjórinn
8 Hafsbotn
9 Sjávarsandur
Vinnsluaðferð fyrir sjávarsand
Vinnsla seguljárns við strendur Íslands
Svæði A
Svæði B
Svæði C
Svæði D
Svæði E
STUÐNINGUR SKAPAR SIGURVEGARA
INENDURSKINSMERK
VITUNDARVIKA 18. - 25. SEPTEMBER
ENDURSKINSMERKI
KAUPUM
ja takkATHYGLI
FRAMKVÆMDIR Kirkjuráð hefur
farið fram á að framkvæmdir við
svonefnda Þorláksbúð við Skál-
holtskirkju verði stöðvaðar tíma-
bundið.
Samtök áhugamanna um upp-
byggingu Þorláksbúðar hafa unnið
að gerð búðarinnar á tóftum eldri
byggingar og var farið að hilla
undir verklok.
Kirkjuráð fékk hins vegar
athugasemdir varðandi bygg-
inguna, meðal annars frá afkom-
endum Harðar Bjarnasonar, hönn-
uðar Skálholtskirkju. Í viðtali við
Fréttablaðið í gær sagði Áslaug,
dóttir Harðar, að hún og bróðir
hennar væru andsnúin byggingu
búðarinnar svo nálægt kirkjunni.
Á fundi kirkjuráðs í fyrra-
kvöld samþykkti ráðið í ljósi
athugasemdanna „að málið verði
kannað hvað varðar deiliskipu-
lag, höfundarréttindi vegna Skál-
holtsdómkirkju, hvaða heimildir
sveitarstjórn hefur veitt til fram-
kvæmdanna og önnur atriði sem
áhrif kunna að hafa“.
Því var þeim tilmælum komið
á framfæri að framkvæmdir við
búðina yrðu stöðvaðar á meðan
athugun færi fram. - þj
FRESTA FRAMKVÆMDUM Kirkjuráð vill að framkvæmdum við Þorláksbúð verði
frestað á meðan skorið er úr vafamálum sem tengjast þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Vafamál eru enn til staðar varðandi heimildir og leyfi við endurbyggingu Þorláksbúðar við Skálholtskirkju:
Kirkjuráð vill fresta framkvæmdum við Skálholt
VEISTU SVARIÐ?