Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2011, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 23.09.2011, Qupperneq 24
2 föstudagur 23. september 199.900.- verd adeins KOMINN AFTUR! VINSAELASTI SÓFINN OKKAR ER KOMINN AFTUR! tilbodnú baedi haegri og vinstri legubekkur pantanir óskast sóttar núna ✽ Fallegir haustdagar augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 meðmælin Hönnuðurinn Tom Ford sýndi sína aðra línu í Victoria í London um liðna helgi. Mikil leynd hvíldi yfir þessari sýningu eins og þeirri fyrstu og fengu aðeins fáir útvald- ir að vera viðstaddir hana. Meðal þeirra sem sóttu sýninguna voru nöfn eins og Anna Wintour, Anna Dello Russo, Carine Roitfeld og Glenda Bailey. Carmen Kass, Anja Rubik og Abbey Lee voru á meðal þeirra fyrirsæta sem sýndu fyrir Ford. Samkvæmt tískuskríbent The Telegraph innihélt línan víðar blússur í anda Mið-Austurlanda, þröng, hnésíð pils, himinháa hæla og þröngar buxur. Þeir sem sóttu sýninguna héldu flestir vart vatni en blaðamaður The Guardi- an sagði línuna ekki vera þá bestu sem hann hefði séð frá Ford. - sm Tom Ford sýnir sína aðra fatalínu: Leyndardómsfullur fatahönnuður Leyndardómsfullur Tom Ford sýndi sína aðra línu í London um síðustu helgi. Mikil leynd hvíldi yfir henni. NORDICPHOTOS/GETTY S ýning á íslenskri hönnun og list fer nú fram í Nytjalistasafninu í Frankfurt í tengslum við Bókamessuna, en Ísland og íslensk menn- ing er þar í brennidepli í ár. Um sextíu íslenskir hönnuðir sýna vörur sínar á sýningunni, sem ber heitið On the Cutt- ing Edge – Design in Iceland, en einnig verður opin vinnustofa sem og „pop up“-verslun þar sem seld verður íslensk hönnun. Sonja Bent er á meðal þeirra hönnuða sem héldu utan á miðvikudaginn var og tekur þátt í vinnustof- unni auk fimm annarra hönnuða. „Þetta er mjög spennandi verkefni og það er gaman að fá tækifæri til að vinna með bæði íslenskum og þýskum hönnuðum. Ávöxtur samvinnunn- ar verður síðan frumsýndur á Hönnunarmars á næsta ári,“ segir Sonja, en ásamt henni munu Tinna Gunnarsdóttir, Steinunn Vala Sigfúsdótt- ir, Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir og Stefán Pétur Sólveigarson verða með í vinnustofunni. Vörur hönnuðanna verða síðan fáanlegar í „pop up“-verslun sem komið var á laggirn- ar fyrir hátíðina. „Það er mikið úrval af dopp- óttum peysum og sokkum í Frankfurt þessa stundina,“ segir Sonja og á þar við sína eigin hönnun, sem er bæði litrík og vel doppótt. Hún segist afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið boð á sýninguna, enda sé hún ávallt vel sótt. „Þetta gefur aukinn kraft því maður finn- ur að einhver hefur áhuga á hönnun manns. Við kynnumst líka ungum þýskum hönnuðum í leiðinni og það finnst mér ofsalega gaman líka. Svo var ekki slæmt að komast út í þýsk- an bjór, sauerkraut og wienerschnitzel,“ segir hún að lokum. - sm Sonja Bent fatahönnuður er stödd á Bókamessunni í Frankfurt: GOTT AÐ KOMAST Í BJÓR OG SAUERKRAUT Sýnir í Frankfurt Sonja Bent er stödd á Bókamessunni í Frankfurt, þar sem hún tekur þátt í sýningunni On the Cutt- ing Edge – Design in Iceland. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SMEKKLEG Fyrirsætan og leikkon- an Rosie Huntington-Whiteley mætti í þessum fallega kjól í veislu sem haldin var til heiðurs ljósmyndaranum Mario Testino á Park Lane-hótelinu í London á mánudaginn var. NORDICPHOTOS/GETTY RAUÐAR VARIR Rouge serum-varaglossinn frá Dior mýkir bæði var- irnar og gefur þeim fallegan rauðan lit. Glossinn er fullkominn fyrir haust- ið þegar varaþurrkurinn lætur á sér kræla því hann kemur í veg fyrir sprungnar varir en er þó sparilegur. Fylgstu með Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Sigríður Dagný í síma 512 5462 eða sigridurdagny@365.is föstudagur Tíska, fegurð, hönnun, lífið, fólkið, menning og allt um helgina framundan Ljúf stund með Trier Kvikmyndin Melancholia eftir danska leikstjórann Lars von Trier sló í gegn á Cannes-kvikmynda- hátíðinni í vor. Myndin þykir einstök og leikkonan Kirsten Dunst var valin besta leikkonan á Cannes-há- tíðinni í ár. Myndin segir frá sam- bandi tveggja systra. Önnur þeirra er við það að ganga í hjóna- band en glímir einnig við streitu og þung- lyndi. Allt tekur síðan nýja stefnu þegar reikistjarna ógnar öllu lífi á jörðinni með yfirvofandi árekstri. Myndin er afskaplega falleg og sagan í senn mögn- uð og sorgleg. Sagan endalausa Kvikmyndin The NeverEnding Story er í uppáhaldi hjá mörgum og nú gefst fólki tækifæri til að sjá þessa klassík á stórum skjá í ævintýralegu umhverfi. Myndin verður sýnd annað kvöld í Laugardalslaug í tengslum við RIFF-hátíðina og mun Mr. Silla leika sína útgáfu af hinu vinsæla titillagi myndarinnar áður en sýning hefst. Sýning- in hefst klukkan 20.00 og kostar 1.100 krónur inn. Miða- sala fer fram í verslunum Ey- mundsson, Bíó Paradís og á vef RIFF.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.