Fréttablaðið - 23.09.2011, Page 24

Fréttablaðið - 23.09.2011, Page 24
2 föstudagur 23. september 199.900.- verd adeins KOMINN AFTUR! VINSAELASTI SÓFINN OKKAR ER KOMINN AFTUR! tilbodnú baedi haegri og vinstri legubekkur pantanir óskast sóttar núna ✽ Fallegir haustdagar augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 meðmælin Hönnuðurinn Tom Ford sýndi sína aðra línu í Victoria í London um liðna helgi. Mikil leynd hvíldi yfir þessari sýningu eins og þeirri fyrstu og fengu aðeins fáir útvald- ir að vera viðstaddir hana. Meðal þeirra sem sóttu sýninguna voru nöfn eins og Anna Wintour, Anna Dello Russo, Carine Roitfeld og Glenda Bailey. Carmen Kass, Anja Rubik og Abbey Lee voru á meðal þeirra fyrirsæta sem sýndu fyrir Ford. Samkvæmt tískuskríbent The Telegraph innihélt línan víðar blússur í anda Mið-Austurlanda, þröng, hnésíð pils, himinháa hæla og þröngar buxur. Þeir sem sóttu sýninguna héldu flestir vart vatni en blaðamaður The Guardi- an sagði línuna ekki vera þá bestu sem hann hefði séð frá Ford. - sm Tom Ford sýnir sína aðra fatalínu: Leyndardómsfullur fatahönnuður Leyndardómsfullur Tom Ford sýndi sína aðra línu í London um síðustu helgi. Mikil leynd hvíldi yfir henni. NORDICPHOTOS/GETTY S ýning á íslenskri hönnun og list fer nú fram í Nytjalistasafninu í Frankfurt í tengslum við Bókamessuna, en Ísland og íslensk menn- ing er þar í brennidepli í ár. Um sextíu íslenskir hönnuðir sýna vörur sínar á sýningunni, sem ber heitið On the Cutt- ing Edge – Design in Iceland, en einnig verður opin vinnustofa sem og „pop up“-verslun þar sem seld verður íslensk hönnun. Sonja Bent er á meðal þeirra hönnuða sem héldu utan á miðvikudaginn var og tekur þátt í vinnustof- unni auk fimm annarra hönnuða. „Þetta er mjög spennandi verkefni og það er gaman að fá tækifæri til að vinna með bæði íslenskum og þýskum hönnuðum. Ávöxtur samvinnunn- ar verður síðan frumsýndur á Hönnunarmars á næsta ári,“ segir Sonja, en ásamt henni munu Tinna Gunnarsdóttir, Steinunn Vala Sigfúsdótt- ir, Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir og Stefán Pétur Sólveigarson verða með í vinnustofunni. Vörur hönnuðanna verða síðan fáanlegar í „pop up“-verslun sem komið var á laggirn- ar fyrir hátíðina. „Það er mikið úrval af dopp- óttum peysum og sokkum í Frankfurt þessa stundina,“ segir Sonja og á þar við sína eigin hönnun, sem er bæði litrík og vel doppótt. Hún segist afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið boð á sýninguna, enda sé hún ávallt vel sótt. „Þetta gefur aukinn kraft því maður finn- ur að einhver hefur áhuga á hönnun manns. Við kynnumst líka ungum þýskum hönnuðum í leiðinni og það finnst mér ofsalega gaman líka. Svo var ekki slæmt að komast út í þýsk- an bjór, sauerkraut og wienerschnitzel,“ segir hún að lokum. - sm Sonja Bent fatahönnuður er stödd á Bókamessunni í Frankfurt: GOTT AÐ KOMAST Í BJÓR OG SAUERKRAUT Sýnir í Frankfurt Sonja Bent er stödd á Bókamessunni í Frankfurt, þar sem hún tekur þátt í sýningunni On the Cutt- ing Edge – Design in Iceland. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SMEKKLEG Fyrirsætan og leikkon- an Rosie Huntington-Whiteley mætti í þessum fallega kjól í veislu sem haldin var til heiðurs ljósmyndaranum Mario Testino á Park Lane-hótelinu í London á mánudaginn var. NORDICPHOTOS/GETTY RAUÐAR VARIR Rouge serum-varaglossinn frá Dior mýkir bæði var- irnar og gefur þeim fallegan rauðan lit. Glossinn er fullkominn fyrir haust- ið þegar varaþurrkurinn lætur á sér kræla því hann kemur í veg fyrir sprungnar varir en er þó sparilegur. Fylgstu með Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Sigríður Dagný í síma 512 5462 eða sigridurdagny@365.is föstudagur Tíska, fegurð, hönnun, lífið, fólkið, menning og allt um helgina framundan Ljúf stund með Trier Kvikmyndin Melancholia eftir danska leikstjórann Lars von Trier sló í gegn á Cannes-kvikmynda- hátíðinni í vor. Myndin þykir einstök og leikkonan Kirsten Dunst var valin besta leikkonan á Cannes-há- tíðinni í ár. Myndin segir frá sam- bandi tveggja systra. Önnur þeirra er við það að ganga í hjóna- band en glímir einnig við streitu og þung- lyndi. Allt tekur síðan nýja stefnu þegar reikistjarna ógnar öllu lífi á jörðinni með yfirvofandi árekstri. Myndin er afskaplega falleg og sagan í senn mögn- uð og sorgleg. Sagan endalausa Kvikmyndin The NeverEnding Story er í uppáhaldi hjá mörgum og nú gefst fólki tækifæri til að sjá þessa klassík á stórum skjá í ævintýralegu umhverfi. Myndin verður sýnd annað kvöld í Laugardalslaug í tengslum við RIFF-hátíðina og mun Mr. Silla leika sína útgáfu af hinu vinsæla titillagi myndarinnar áður en sýning hefst. Sýning- in hefst klukkan 20.00 og kostar 1.100 krónur inn. Miða- sala fer fram í verslunum Ey- mundsson, Bíó Paradís og á vef RIFF.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.