Fréttablaðið - 23.09.2011, Side 28
6 föstudagur 23. september
Alexía Björg
Jóhannesdóttir leik-
kona hefur slegið í gegn
í hlutverki Nonna Bö í
leiksýningunni Uppnámi
sem sýnd er í Leikhús-
kjallaranum. Hún segist
vera Hólmari og Hafn-
firðingur og er komin af
ætt Víkurgötuvarganna.
Viðtal: Sara McMahon
Myndir: Anton Brink
É
g er fædd í Stykkis-
hólmi, fallegasta bæ
á Íslandi, og bjó þar
fyrstu sjö árin, flutti
svo í skamman tíma
á Ísafjörð og eftir það ól ég mann-
inn í Hafnarfirði og er því Hafn-
firðingur og Hólmari. Stykkis-
hólmur er mér þó sérstaklega
kær og þar á ég mjög stóra fjöl-
skyldu. Pabbi á tíu systkini og þau
voru kölluð Víkurgötuvargarnir því
þau ólust upp á Víkurgötu,“ segir
Alexía
Foreldrar hennar búa nú í Búð-
ardal þar sem pabbi hennar starf-
ar sem lögreglumaður og mamma
hennar vinnur við grunnskólann.
Alexía á tvo eldri bræður sem
hún segist hafa orðið óspart fyrir
barðinu á þegar hún var yngri.
„Annar bróðir minn er bóndi og
rekur býli með hestum, hænum,
rollum og hvað eina en hinn bróðir
minn er verslunarstjóri í bænum.
Þannig að við systkinin höfum öll
valið okkur mjög ólíkan starfvett-
vang.“
SETTI UPP TÍSKUSÝNINGAR
Alexía fékk snemma mikinn
áhuga á leiklist og gekk til liðs við
unglingadeild Leikfélags Hafnar-
fjarðar þegar hún var fjórtán ára.
Hún starfaði svo innan leikfélags-
ins í níu ár eða allt þar til hún hóf
nám í leiklist við Arts Educati onal
í London. „Þegar ég var yngri tók
ég þátt í öllum skólaleikritum og
fannst athygli hreint ekki leiðin-
leg. Ég gat verið alveg óþolandi
þegar vinir foreldra minna komu í
heimsókn og hélt þá tískusýning-
ar fyrir þá. En ég smitaðist fyrst
af alvöru af leiklistarbakteríunni
þegar ég gekk til liðs við Leikfélag
Hafnarfjarðar og ég held að tími
minn þar hafi verið ofsalega góður
grunnur fyrir leiklistarnámið.“
Arts Educational hélt prufur
hér á landi og var Alexía ein af
sex Íslendingum sem fengu inn-
göngu í leiklistardeild skólans.
Hún varð sér úti um lán fyrir nám-
inu og hélt því næst út á vit ævin-
týranna. „Kennararnir lögðu mjög
mikið upp úr því að við lærðum
enskuna almennilega og töluð-
um með almennilegum breskum
hreim. Við vorum í endalausum
aukatímum til að ná almenni-
legum tökum á tungumálinu. Ég
man að á öðru árinu mínu skipaði
rússneskur kennari mér að læra
muninn á framburði s, sh og z yfir
helgina. Ef ég næði því ekki yrði
ég aðeins sett í hlutverk þjónustu-
stúlkunnar á lokaárinu. Þannig að
ég eyddi helginni í að þylja upp
„She sells sea-shells by the sea-
shore. The sea-shells she sells are
sea-shells I‘m sure“ og náði þessu
að lokum,“ rifjar Alexía upp.
Að útskrift lokinni ákvað hún
að dvelja áfram í London og reyna
fyrir sér í leiklistinni þar. „Mán-
uðina eftir útskrift var ég verk-
efnalaus leikkona sem vann á
kvöldin á sveittum enskum bar.
Lífið í London var allt öðruvísi eftir
útskrift. Bekkurinn minn hafði
splundrast í allar áttir og allt í einu
var maður einn eftir, dapur og ein-
mana að vinna á bar og þá ákvað
ég að flytja heim.“
DRAUMAHLUTVERKIÐ
EKKI BUNDIÐ VIÐ KYN
Við heimkomuna beið hennar
hlutverk í leikritinu Saumastof-
unni og síðar setti Alexía upp sýn-
inguna Riðið inn í sólarlagið ásamt
bekkjarsystur sinni. Sýningin fékk
góða dóma en fékk þrátt fyrir það
dræma aðsókn. „Við sem stóðum
að sýningunni enduðum með tvær
milljónir í mínus. Við vorum ung
og gröð á þessum tíma og þráð-
um ekkert annað en að leika. Við
fórum í samstarf við Borgarleik-
húsið en fengum enga styrki og
enduðum því í brjáluðum mínus
þegar sýningin stóð ekki undir
sér. En maður sér ekki eftir því að
hafa sett sýninguna upp. Pening-
ur er bara peningur.“
Alexía er nú verkefnabundin hjá
Borgarleikhúsinu og tekur þátt í
tveimur uppsetningum í leikhús-
inu í vetur, Beðið eftir Godot og
Kirsuberjatrénu. „Það eru átta ár
síðan ég útskrifaðist og allt í einu
núna er allt að gerast, þannig að
það eru spennandi tímar fram
undan. Beðið eftir Godot er mikil
klassík og við Sólveig Guðmunds-
dóttir fengum þá hugmynd að
Pörupiltarnir okkar myndu setja
þá sýningu upp,“ segir Alexía og
á þar við pörupiltana Nonna Bö
og Dóra Maack sem koma fram í
Uppnámi sem sýnt er í Þjóðleik-
húskjallaranum út september.
Spurð út í sitt fyrsta stóra hlut-
verk segir Alexía það hafa verið
aðalhlutverkið í Frúnni frá hafinu
eftir Henrik Ibsen, en sýningin var
jafnframt útskriftarsýning henn-
ar frá Arts-ED. „Mér þykir ofsalega
vænt um það hlutverk enda barð-
ist ég mikið fyrir því. Við þurftum
að fara í prufur fyrir sýninguna
og eftir tveggja vikna bið var lista
skellt upp á vegg þar sem fram
kom hver átti að leika hvaða hlut-
verk. Margir fóru að gráta en ég
grét af gleði og öskraði af ham-
ingju. Þetta var svolítið eins og
sena úr kvikmyndinni Fame.“
Aðspurð segist Alexía ekki eiga
sér neitt draumahlutverk og tekur
fram að persóna pörupiltsins
Nonna Bö hafi opnað fyrir henni
áður óþekktar víddir innan leik-
listarinnar. „Draumahlutverkið
þarf ekki endilega að vera kven-
hlutverk, ég gæti allt eins leikið
karlmann. Þannig að möguleik-
arnir eru óendanlegir,“ segir hún
og brosir.
SONURINN SVER SIG Í
VÍKURGÖTUVARGSÆTTINA
Alexía giftist alþingismanninum
Guðmundi Steingrímssyni við fal-
lega athöfn í sumar. Parið á saman
tveggja ára gamlan son auk þess
sem Guðmundur á sjö ára dóttur
frá fyrra sambandi. Systkinin eru
að sögn Alexíu mjög ólík og mun
sonurinn sverja sig í Víkurgötu-
vargsættina svokölluðu. „Systk-
inin eru mjög ólík en bæði mikl-
ir snillingar. Edda Liv er hvers
manns hugljúfi og ofsalega góð
stór systir. Jóhannes Hermann
er aftur á móti mikill vargur en
líka rosalega ljúfur og mikið fyrir
faðmlög. Hann er reyndar svolítill
kraftakarl og slasar mig stundum
óvart með faðmlögunum. Um dag-
inn gaf hann mér blóðnasir eftir
eitt faðmlagið og á meðgöngunni
rifbeinsbraut hann mig því hann
sparkaði svo fast.“
NONNI BÖ OPNAÐI NÝJAR V
BJART FRAMUNDAN Alexía Björg Jóhannesdóttir, leikkona, tekur þátt í tveimur uppsetningum í Borgarleikhúsinu í vetur, Beðið eftir Godot
gegn í hlutverki pörupiltsins Nonna Bö í leiksýningunni Uppnám.
ROSEBERRY
Nýtt og áhrifaríkt efni fyrir þvagfærin
ROSEBERRY inniheldur þykkni úr trönuberjum ásamt hibiscus
og C-vítamíni. Þessi þrívirka blanda hefur reynst vel við
þvagfæravandandamálum.
2-3 töflur á dag fyrir svefn
Fæst í apótekum heilsu-
búðum og heilsuhillum
stórmarkaðanna.
Innflutningsaðili:
Öflugt þrívirkt fæðubótarefni sem slegið hefur í
gegn á Norðurlöndunum
Ranka ráðagóða
Til þess að halda sér frá
þvagfæra-
vandamálum er m.a. gott
að drekka
nóg af vatni, hreyfa sig
reglulega,
þrífa sig vel eftir klóset
tferðir og
eftir samlíf.
KYNNINGARAFSLÁTTUR
til 31. ágúst nk.
20%
Þegar ég var yngri tók ég þátt í öllum
skólaleikritum og fannst athygli hreint
ekki leiðinleg. Ég gat verið alveg óþolandi
þegar vinir foreldra minna komu í heimsókn
og hélt þá tískusýningar fyrir þau.