Fréttablaðið - 23.09.2011, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 23.09.2011, Blaðsíða 31
Kynningarblað Íslenskt hugvit, lífrænt og náttúrulegt, fitubrennsluefni, vinsæl vörumerki, ströng gæðaskilyrði, gott úrval VÍTAMÍN FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2011 &BÆTIEFNI Við höfum verið umboðsað-ilar fyrir Hydroxycut-fitu-brennsluefnin í tíu ár og hafa þau verið vinsælustu fitu- brennsluefnin á Íslandi allar götur síðan. Fyrir nokkrum árum kom á markað erlendis ný og sterkari út- gáfa sem heitir Hydroxycut Hard- core. Hún var leyfð alls staðar í Evr- ópu en það var ekki fyrr en í síðasta mánuði sem við fengum samþykki matvælaeftirlitsins eftir að hafa lagt fram alls kyns gögn og sann- anir um að það væri fullkomlega hættulaust. Það er nú viðurkennt af Heilbrigðiseftirlitinu, Lyfjaeftir- litinu og Matvælastofnun eins og önnur fæðubótarefni sem við seljum,“ segir Svavar Jóhannsson, eigandi Fitness Sport. Fyrir þremur árum lét Svav- ar gera Gallup-könnun þar sem í ljós kom að 70 prósent þeirra sem notuðu fitubrennsluefni völdu Hydroxycut. „Síðustu ár hefur síðan verið mikill áhugi fyrir Hydroxycut Hardcore, en það er vinsælasta fitubrennsluefnið í Bandaríkjunum og margir þekkja til þess. Það er því gaman að geta loksins haft það á boðstólum.“ En hvernig virkar efnið? „Það eykur hitastig líkamans og þar af leiðandi eykst grunnbrennslan, sem þýðir á mannamáli að fólk brennir f leiri hitaeiningum en ella. Fólk léttist að jafnaði um hálft til eitt kíló á viku. Um leið dregur efnið úr matarlyst og sykurlöngun,“ útskýrir Svavar. Fitness Sport, sem er til húsa að Faxafeni 8, er þrettán ára gömul verslun. „Þó að það teljist kannski ekki hár aldur erum við með þeim elstu í bransanum, enda er fæðu- bótarbransinn ekki gamall hér á landi. Við flytjum inn fæðubótar- efni, æfingatæki og allt sem snýr að líkamsrækt. Þá erum við með heildverslun og seljum vörur okkar um allt land.“ Svavar segir starfsmenn Fitness Sport leggja ríka áherslu á að leið- beina viðskiptavinum með hvern- ig sé best að nota vörurnar. „Fólk langar kannski að kaupa kreatín, prótín eða fitubrennsluefni til að hjálpa sér í ræktinni en veit ekki hvernig er best að taka það inn. Fólk hefur mismunandi markmið og vilja sumir þyngjast á meðan aðrir vilja léttast. Við ráðleggjum fólki hvenær best er að taka efnin inn og hvernig er best að gera það með tilliti til æfinga og mataræðis.“ En er nauðsynlegt að taka inn fæðubótarefni? Er ekki alveg eins hægt að borða næringarríkan mat? „Ég er einmitt oft spurður að þessu og svarið er nei, það er ekki nauð- synlegt að taka inn fæðubótarefni. Það er hægt að fá það sem til þarf úr matnum en því miður er matar æði flestra ekki nærri því jafn næring- arríkt, og umfram allt prótín ríkt, og það var fyrir nokkrum áratug- um þegar fólk borðaði mun meiri fisk, egg og kjöt. Nú er mun meira um næringarsnauðan mat og því getur verið nauðsynlegt fyrir þá sem æfa mikið að bæta við sig. Það er hægt að ná sama árangri með því að borða góðan mat en það tekur lengri tíma. Fæðubótarefn- in flýta fyrir árangrinum og eru því skemmtilega hvetjandi.“ Fæðubótarefnin flýta fyrir árangrinum og eru því skemmtilega hvetjandi. CELLTECH Vinsælasta kreatínblandan okkar og það allra besta ef ætlunin er að styrkjast og byggja upp vöðva á methraða. MUTANT MASS Þyngingarprótín fyrir þá sem eiga erfitt með að bæta á sig þyngd eða eru að stíga upp úr veikindum og þurfa að ná upp þreki og styrk. ISOSTAR Kolvetnablanda í hæsta gæðaflokki fyrir hlaupara, göngufólk og alla þá sem þurfa að komast í gegnum langar og erfiðar æfingar. MYOFUSION Hreint prótín með frábæru bragði. Hentar vel eftir æfingu eða í stað máltíðar. Til- valið til að búa til hollustudrykk. HYDROXYCUT HARDCORE Söluhæsta brennsluefni í heim- inum síðastliðin 10 ár. Algengt þyngdartap er 1-2 kíló á viku. Hydroxycut Hardcore loksins fáanlegt á Íslandi Fitubrennsluefnið Hydroxycut Hardcore, sem er söluhæsta brennsluefni í heimi, er nú fáanlegt í Fitness Sport. Nokkur ár hefur tekið að fá það samþykkt en nú eru öll tilskilin leyfi fyrir hendi. Svavar leggur ríka áherslu á að segja viðskiptavinum hvernig á að nota vörurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.