Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1963, Page 6

Faxi - 01.12.1963, Page 6
og myndarleg, hún lézt fyrir aldur fram. Dóttir þeirra Guðnýjar og Þorsteins auk fleiri barna var Helga fósturdóttir Helgu og Guðna á Vatnsnesi, síðar Jóhanna og Bjarnfríður, hón giftist Fal Guðmundssyni útgerðarmanni í Keflavík, en hann var einnig að nokkru leyti alinn upp á Vatns- nesi. Helga er nú ekkja og býr í húsi sínu á Vatnsnesvegi 17. Þá er ótalin enn ein fósturdóttir þeirra Helgu og Guðna en það er Guðjóna Sæ- mundsdóttir kona Sigurðar bónda í As- garði á Garðkskaga Kristjánssonar. Hún ólst að öllu leyti upp á Vatnsnesi. Dóttir hennar er Björg kennari kona Ragnars kennara Guðleifssonar í Keflavík. Fleiri börn voru þar til skemmri dvalar og mun Vatnsnesheimilið, í tíð þeirra Helgu og Guðna, sjaldan eða aldrei hafa verið barnlaust. Einkasonur þeirra Vatnsneshjóna var Sigfús Jóhann fæddur 23. mai 1884 í Bakkakoti í Leiru. Hann tók við jörð og búi af foreldrum sínum, er þau voru orðin aldurhnígin, gátu þau þá dregið sig út úr amstri dag- anna og undu því hlutskipti vel. Jóhann sonur þeirra var yndi þeirra og augasteinn, enda ágætur sonur. Gæfan var þeim svo hliðholl að gefa þeim þá ágætustu tengda- dóttur, sem hugsast gat, Bjarnfríði Sig- urðardóttur, sem ennþá býr á Vatnsnesi. Er það allra manna mál, sem hana þekkja fyrr og síðar að þar fari góð og göfug kona, hógvær, háttprúð og festuleg stillingar- kona. Jóhann var dugnaðarmaður, mikilvirk- ur til allra starfa og ágæt skytta. Hann græddi út stærðartún niður í móunum fyrir ofan Litla-Vatnsnes, var sú nýrækt mikið stærri en gamla Vatnsnestúnið. Jó- hann setti einnig á stofn timburverzlun og rak hana af dugnaði og fyrirhyggju. Þá rak hann einnig mótorbátaútgerð svo sem faðir hans. En Guðni var einn þeirra er sameinuðust um fyrsta mótorbátinn, sem kom til Keflavíkur, svo og einn af stofn- endum sparisjóðsins þar. Bjarnfríður á Vatnsnesi er fædd í Innri- Njarðvík 20. ágúst 1889. Voru foreldrar hennar Sigurður Jónsson og kona hans Sigríður Bjarnadóttir, höfðu þau gifzt 26. nóv. 1887. Þau fluttu brátt að Þórukoti í Ytri-Njarðvík og voru þar leigjendur eða sem þá var kallað húsfólk, en Sigríður var alsystir bóndans í Þórukoti, Þorleifs Bjarna- sonar, merkismanns, voru þau börn Bjarna Bjarnasonar er bjó í Tjarnarkoti við Innri- Njarðvík og konu hans Guðrúnar Árna- dóttur bónda í Stapakoti, f. 1783, d. 16. nóv. 1843, Kárasonar. Sigurður faðir Bjarnfríðar var borgfirð- ingur, fæddur 17. sept. 1851 á Tandraseli, Borgarhreppi í Mýrasýslu. Faðir hans var Jón bóndi þar, hreppstjóri, skáld og al- þingismaður f. 21. nóv. 1808, d. 9. apríl 1862, Sigurðsson. Móðir Sigurðar var Guð- björg Sigurðardóttir vinnukona í Tandra- seli f. 27. maí 1829 í Stapaseli í Stafholts- sókn, dóttir Sigurðar bónda þar, Jónsson- ar og konu lians Valgerðar Þorgeirsdóttur. Kona Jóns hreppstjóra í Tandraseli var Guðrún Teitsdóttir frá Fremri-Hrafna- björgum í Hörðudal. Hvort hún hefur ávítað bónda sinn er ekki vitað, en í hús- freyjusessi sat hún eftir sem áður og tveim dögum eftir að sveinninn fæddist tók hún hann í arma sína og hélt honum undir skírn, síðan tók hún barnið til fósturs. En Guðbjörg fór næsta vor frá Tandra- seli. Þau Sigríður Bjarnadóttir og Sigurður Jónsson bjuggu nú í Þórukoti og varð fjögurra barna auðið, tvö þeirra dóu í æsku. Yngstur var Jón. Sumarið 1898 fór Sigurður í kaupavinnu upp í Borgarfjörð. Á heimleið um haustið kom Sigurður við á Akranesi, heimsótti hann Valgerði há'f- systur sína sem bjó þar. Þá veiktist hann af lungnabólgu og andaðist þar 12. sept. 1898, fór útför Iians fram á Akranesi 24. sept. Albróðir Sigríðar og Þorleifs í Þóru- koti var Arni bóndi í Vogi á Mýrum. Kona hans var Rannveig Sigríður Helga- dóttir dbrm. i Vogi, Helgasonar. Þau Vogahjón buðu nú Sigríði fóstur fyrir Jón son hennar og fór hún með hann að Vogi þá þegar en Bjarnfríði tóku þau Þóru- kotshjón Þorleifur og Gróa og ólu hana upp eins og sín börn. En Sigríður var á vist með bræðrum sínum ýmist í Vogi eða Þórukoti þar til hún fluttist að Vatns- nesi til Bjarnfríðar dóttur sinnar og átti þar heima þar til yfir lauk. Gömlu Vatnsneshjónin, Guðni Jónsson og Helga Vigfúsdóttir létust bæði á Vatns- nesi, Guðni 28. nóv. 1922 og Helga 25. júní 1929. Hafði hjónaband þeirra verið með afbrigðum gott. Jóhann Guðnason á Vatnsnesi andaðist 18. nóv. 1946 í híls'ysi er varð á leiðinni milli Reykjavíkur og Kef’.avíkur. Fósturdætur Bjarnfríðar og Jóhanns eru: Sigríður Jónsdóttir, bróðurdóttir Bjarn- fríðar, frú í Keflavík, gift Jóhanni Hjart- arsyni húsasmið í Keflavík, og Kristín Guðmundsdóttir kona Guðmundar Ofeigs- sonar skrifstofustjóra í Reykjavík. 1 FLUGVALLARLEIGAN SF. GÓNHÓL, YTRÍ-NJARÐVÍK - - SÍMÍ 1950 162 — F A X I

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.