Faxi - 01.12.1963, Side 7
Félag barnakennara á Reykjanesi 2 5 ára
Félag barnakennara á Reykjanesi minntist 25 ára afmælis síns með samkvæmi
í Aðalveri í Kcflavík, sunnudaginn 24. nóvember.
Samkvæmið hófst með borðhaldi klukkan 8 e. h. og sátu það kennarar af fé-
lagssvæðinu, en það nær yfir öll Suðurnes sunnan Hafnarfjarðar.
Formaður félagsstjómar, Hermann Eiríksson, stýrði liófinu en ritari félagsins.
Hallgrímur Th. Björnsson flutti minni afmælisbarnsins. Auk þeirra tók til máls
við þetta tækifæri, heiðursgestur félagsins, Bjarni M. Jónsson námsstjóri, er flutti
því heillaóskir. Er hin bráðsnjalla ræða námsstjórans einnig birt hér í blaðinu.
Meðan setið var undir borðum léku þeir Guðmundur Norðdahl og Erlingur
Jónsson á píanó og fiðlu samkvæmisgestum til mikillar ununar. Karl Steinar
Guðnason sá um skemmtiþátt. — Eftir að borð voru upp tekin var stiginn dans
til kl. 1 og skemmtu allir sér mjög vel.
í tilefni af afmælinu bárust félaginu blóm og hlýjar kveðjur, sem veizlu-
stjóri las upp og þakkaði. Þótti afmælishóf þetta takast vel og vcra hið ánægju-
legasta.
Hallgrímur Th. Björnsson rekur þróunarsögu félagsins
í afmælishófinu 24. nóvember síðasliðinn
Háttvirta samkoma, ágæti námsstjóri,
Bjarni M. Jónsson, kæru stéttarsystkini og
aðrir góðir gestir!
Mér hefur verið falið að rifja hér upp
1 stórum dráttum ævisögu afmælisbarns-
ms, Félags barnakennara á Reykjanesi,
sem nú er réttra 25 ára og sá fyrst dagsins
Ijós haustið 1938.
Þar sem ég er einn af stofnfélögum
þessa ágæta félagsskapar, er mér einkar
Ijúft að verða við þ essum tilmælum og fá
þannig tækifæri til að ganga á vit liðinna
daga og rifja upp hugstæðar minningar
fra fundarhöldum og öðru félagsstarfi
'nnan þessara vébanda.
Fyrst er þá þar til að taka, að sunnu-
daginn 30. októ'ber 1938, boðuðu skóla-
stjorarnir, Guðmundur Guðmundsson í
Keflavík og Valdimar Össurarson í Sand-
gerði, til fundar í Keflavík alla starfandi
kennara á Reykjanesi sunnan Hafnar-
fjarðar. Á þessum fundi mættu kennarar
ór Sandgerði, Garði, Keflavík og Höfn-
um. Var fundarefni fyrst og fremst að
ræða möguleika á stofnun kennarafélags
íyrir kennara í Gullbringusýslu sunnan
Hafnarfjarðar.
Fundarstjóri á fundi þessum var Guðm.
Guðmundsson, ritari Valtýr Guðjónsson,
e» framsögu í málinu hafði einn aðal-
hvatamaðurinn, Valdimar Össurarson. —
Upplýst var á fundinum, að kennarar úr
Hrindavík og af Vatnsleysuströnd hefðu
tjáð sig reiðubúna að taka þátt í félags-
stofnuninni, enda þótt þeir ekki gætu
niætt á þessum fundi.
Hallgrímur Th. Björnsson.
Að loknu erindi Valdimars og nokkrum
umræðum um málið, var félagið stofnað
og eftirtaldir menn kosnir í stjórn: Guð-
mundur Guðmundsson, Valdimar Össur-
arson og Valtýr Guðjónsson. Skipti stjórn-
in þannig með sér verkum, að Guðmund-
ur varð formaður, Valdimar ritari og Val-
týr gjaldkeri.
Ef marka má af fundargerðum félags-
ins, virðist hafa verið full þörf fyrir slíkan
félagsskap, því til viðbótar við sjálfa fé-
lagsstofnunina, sem mörgum kynni að
hafa þótt vera ærið nóg fundarefni, voru
þrjú veigamikil og merkileg mál rædd á
fundinum. Framsögu í öllum þessum mál-
um hafði Valdimar. I fyrstu framsögunni
sagði hann frá því, að á kennaraþingi þá
um vorið hafi verið samþykkt að halda
ári síðar upp á 50 ára afmæli kennarasam-
takanna í landinu eða vorið 1939 og hefði
í því sambandi verið rætt um að kennarar
víðs vegar um landið yrðu hvattir til að
taka þátt í þessum hátíðahöldum, t. d.
með því, að skólar þeirra sýndu muni á
væntanlegri skólasýningu í Reykjavík,
sendu þangað fimleikaflokka eða söng-
flokka. Vildi Valdimar að kennarar á
Suðurnesjum reyndu að undirbúa skóla
sína til einhverrar þátttöku í þessum fyrir-
huguðu hátíðahöldum. Tóku fundarmenn
undir þetta og töldu æskilegt að af því
gæti orðið, en drógu þó jafnframt mjög í
efa að það mundi takast, og þá fyrst og
fremst vegna fámennis í skólunum. Er
málið hafði verið rætt nokkuð, bar Valdi-
mar fram eftirfarandi tillögu, sem var sam-
þykkt samhljóða:
— Geri að tillögu minni, að skólar á
Reykjanesi geri tilraun til þess að taka
þátt í sameiginlegri skólasýningu á 50 ára
afmælishátíðinni á næsta ári og kjósi tvo
men-n til þess að athuga möguleika á því
og sjá um framkvæmdir, ef nægilegt sýn-
ingarefni er fyrir hendi og skólarnir fá
sérstaka stofu á sýningunni. —
Samkvæmt tillögunni voru þeir Valdi-
mar og Valtýr kosnir.
Þess má svo geta hér, að af þátttöku í
þessari sýningu af hálfu skólanna hér á
Suðurnesjum varð aldrei, sem eingöngu
stafaði af því, að þegar til kom, var sýn-
ingin upp færð á annan hátt en búizt hafði
verið við. Þetta var námsgreinasýning (fag-
sýning) en ekki sérsýningar einstkra skóla
eða skólahéraða.
Annað málefni þessa fyrsta fundar fé-
lagsins var um kvikmyndir í skólum. Kom
Valdimar þar fram með allnýstárlega hug-
mynd, þá, að allir skólar á Reykjanesi
sunnan Hafnarfjarðar sameinuðust um að
fá eina kvikmyndavél til afnota fyrir skól-
ana. Benti framsögumaður á þrjár leiðir
til að fá þetta fram: l.Að fá styrk til kaup-
anna úr Thorkillii-sjóði, 2. Að taka sýn-
ingargjald, 3. Að fá styrk af viðbótar-
skemmtanaskattinum til kaupanna.
Hafnfirðingar höfðu þá fengið sýning-
arvél og benti formaður félagsins á þá leið,
F A X I — 16?