Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1963, Page 9

Faxi - 01.12.1963, Page 9
Skólastjórar ó Suðurnesjum. Frá vinstri: Jón Ólafsson, Gerðum, Sigurður Ólafsson, Sand- gerði, Sigurbjörn Ketilsson, Njarðvík, Hermann Einarsson, Keflavik, Bjarni M. Jónsson námsstjóri, Aðalsteinn Hallsson, Höfnum, Einar Kr. Einarsson, Grindavík. aS e. t. v. gæturn við hér suðurfrá fengið afnot af sömu vél fyrst um sinn, ef góður vilji væri fyrir hendi. Stjornin fékk þetta mál síðan til með- ferðar og má með sanni segja, að þarna hafi komið fram fyrsti vísirinn að skóla- kvikmyndasýningum hér á Suðurnesjum. Þriðja framsagan var um að félagið gengist fyrir að halda námskeið fyrir kenn- ara á Reykjanesi. Benti frummælandi á, hve æskilegt það væri og nauðsynlegt öll- Um starfandi kennurum, að fá að njóta leiðbeininga og góðrar tilsagnar í ýmsu er að kennslustörfum lýtur. Hann benti einnig á, að slík námskeið væru stundum haldin í Reykjavík og sótt af kennurum btan af landi, en mun heppilegra væri, að halda þau heima í héraði, væri þess nokk- Ur kostur. Ennfremur gat hann þess, að °ft yrði að notast við erlenda kennara á slíkum námskeiðum, en sitt álit væri, að mun hagkvæmara væri að fá til þess ís- lenzka menn, væru þeir fáanlegir. í þessu sambandi benti Valdimar á Aðalstein Sig- niundsson, en hann var um þessar mundir Þjóðkunnur kennari og þaulvanur leið- beinandi, t. d. í starfskennslu og vinnu- óókargerð. Taldi Valdimar mikla mögu- leika a að fá Aðalstein, ef félagið gengist fyrir námskeiði, t. d. í Keflavík. Um framsögu þessa urðu nokkrar um- ra;ður og kom fundarmönnum saman um að taka málið til nánari athugunar síðar. ~~ Hér má við þetta bæta, að eftir að mál þetta hafði verið rætt og rannsakað á fundum í félaginu, var námskeiðið haldið 1 barnaskóla Keflavíkur dagana 11.—16. sept. 1939 og þótti takast í alla staði mjög vel. Kennari námskeiðsins var Aðalsteinn Sigmundsson. Þátttakendur voru 12 starfandi kennar- ar a Suðurnesjum. Námskeiðsgjald var 5 krónur, en til þess að standa straum af kostnaði fékk félagið 100 kr. styrk frá frarðslumálaskrifstofunni. Hafði ritara á félagsfundi verið falið að sja um námskeiðið og á aðalfundi félags- lr>s, sem haldinn var á skírdag, 22. marz 1940, afhenti hann reikning yfir kostnað við námskeiðið, og má hér til gamans geta þess, að þegar allt var að fullu greitt, komu 25 aurar í afgang og voru víst allir ánægð- lr með útkomuna. Hér að framan hefur aðeins lítillega verið drepið á þau mál, sem á góma báru a fyrsta fundi félagsins. Á öðrum fundi þess, sem haldinn var 20. des. 1938, einnig 1 barnaskóla Keflavíkur, voru samþykkt lög fyrir félagið, sem stjórninni hafði á októerfundinum þá um haustið verið fal- ið að semja. Þessi afmælisfagnaður okkar hér í kvöld er því staðsettur nokkurn veginn mitt á milli stofnfundarins 30. október og fund- arins 20. desember, þegar formlega var frá stofnun félagsins gengið. Á sama fundi gerðist það einnig, að Val- týr Guðjónsson hóf máls á því, hvort ekki mundi rétt, að skólar á Reykjanesi gæfu út sameiginlegt blað, sem börnin skrifuðu í. Auk Valtýs ræddu fleiri fundarmenn þetta athyglisverða mál og voru allir þessa mjög fýsandi. Eftirfarandi tillaga frá Val- tý var samþykkt samhljóða: — Fundurinn samþykkir, að skólar á Reykjanesi gefi út á næstkomandi vori eitt fjölritað blað með myndum, sem ritað sé af börnum. Sé útgáfan gerð vegna þeirra ráðagerða, að vakin sé athygli á starfsemi skólanna í hverju héraði. Á n. k. aðal- fundi hafi skólastjórar barnaskólanna við- að að sér efni og sé þá tekin ákvörðun um stærð blaðsins og annað er að útgáfunni lýtur. — Þrátt fyrir þessa samþykkt hafði á næsta aðalfundi aðeins borizt efni til blaðsins frá skólanum í Sandgerði. Á þeim fundi voru kosnir í blaðstjórn Valtýr Guðjóns- son, Einar Kr. Einarsson og Valdimar Ossurarson. Á 4. fundi félagsins, höldnum að venju í barnaskóla Keflavíkur, 4. marz 1940, upplýsti formaður blaðstjórnar, Valtýr Guðjónsson, að nefndin hafi valið blaðinu nafnið Sæblik. Efni til þess hafi loks bor- izt frá öllum skólunum, nema Gerðaskóla, og hafði Valtýr fjölritað það í 200 eintök- um og séð um dreifingu þess. Fullnaðar- uppgjör á blaðinu lá ekki fyrir, þar sem ekki allir skólar höfðu gert skil. Við þetta má bæta, að fleiri tölublöð af Sæbliki voru aldrei gefin út. Þannig fór um þá góðu viðleitni. Minnir mig, að afdrifum blaðs- ins hafi fyrst og fremst ráðið fjárhagsörð- ugleikar. Á þessum sama fundi voru mættir þrír góðir gestir, þeir kennararnir Aðalsteinn Sigmundsson, er verið hafði kennari á fyrrgreindu námskeiði félagsins, Ingimar Jóhannesson fyrrum skólastjóri, sem flutti erindi á fundinum um skriflega íslenzku, stílagerð, og Bjarni M. Jónsson, námsstjóri, sem þá var kennari í Hafnarfirði. Var þetta fyrsti fundurinn, sem hann heiðraði félagið með nærveru sinni, en ekki sá síð- asti. Og hefur Bjarni síðan setið marga fundi þess og verið því á einn og annan hátt hjálplegur og innan handar, enda námsstjóri um Suðurland, einskonar and- legt yfirvald okkar í öllum kennslu- og skólamálum og sakir hæfileika sinna og mannkosta, æskileg og þýðingarmikil per- sóna, hvar sem kennarar komu saman til að ráða ráðum sínum og skiptast á skoð- unum um uppeldis- og kennslumál. Á þeim vettvangi hafði hinn reyndi skóla- F A XI — 165

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.