Faxi - 01.12.1963, Qupperneq 11
niaður mikið til mála að leggja og því
avallt kærkominn á fundi félagsins.
Það var á fundi í félaginu þann 12. des.
1943, að Jón Jónsson skólastjóri í Höfn-
um, vakti máls á sjóðstofnun á vegum fé-
lagsins, sem yrði sameiginlegur ferðasjóð-
Ur fyrir skólabörn á félagssvæðinu.
Lagði hann til, að sjóður þessi yrði
stofnaður með fjárframlögum frá kennur-
unum sjálfum, félaginu og einnig yrði
hreppsnefndum skrifað um málið með
beiðni um nokkurn fjárhagslegan styrk í
þessu skyni. Var þetta rætt á nokkrum
fundum og skipuð í það nefnd, er samdi
frumdrög að reglugerð fyrir þennan vænt-
anlega sjóð, en málið komst þó aldrei í
framkvæmd. Það strandaði á lélegum und-
ntektum viðkomandi sveitarstjórna.
Öllu fulltíða fólki er í fersku minni síð-
asta heimssyrjöld og hvernig hún lék þær
þjóðir, er hrammur hennar náði til. Ein
þeirra var Noregur.
A fundi í Félagi barnakennara á Reykja-
nesi, sem haldinn var 3. febrúar 1946, bar
þáverandi formaður, Valdimar Össurar-
son, fram eftirfarandi fyrirspurn:
— Eiga kennarar á Reykjanesi að gefa
börnum á Reykjanesi kost á að styrkja
fatæk börn í Álasundi?
Kvaðst formaður hafa staðið í nánu
sambandi við Álasund með bréfaskiptum
við konu, sem þangað fluttist héðan af
skaganum og fengið glöggar upplvsingar
um neyðarástand það, er þar ríkti meðal
ibúanna. Sagðist Valdimar hafa í hönd-
unum skrá yfir 88 börn, sem væru at-
hvarfslaus og hefðu því mikla þörf fyrir
újálp.
Var máli þessu að sjálfsögðu vel tekið
af félagsmönnum og ákveðið að hefja strax
slíka söfnun. Nafnalistanum var síðan
skipt á milli skólanna, þannig að Njarð-
víkurskóli sæi um 12 börn, Garður 12,
Vatnsleysuströnd 6, Grindavik 12, Kefla-
vík 31, Sandgerði 12 og Hafnir 3. Síðar
a fundi í félaginu var frá því skýrt, að
þessi söfnun hafi gengið mjög vel. Sendir
voru 93 pakkar af margs konar þarflegum
varningi, sem vóg 3 tonn. Rauði krossinn
sa um útskipun og flutning þessara gjafa-
pakka til Noregs, sem komu þar í góðar
þarfir og voru þakksamlega þegnir.
Á fundi 1946 vakti Sigurbjörn Ketilsson
skólastjóri máls á því, hvort ekki mundi
neppilegt, að skólarnir birtu árlega í Faxa
stuttar skýrslur frá skólaslitum. Þar væri
getið þess helzta í starfi viðkomandi skóla,
Þlgreindur nemendafjöldi, heilsufar nem-
Stjórn félagsins:
Frá vinstri:
Hallgr. Th. Björns-
son, ritari,
Gerður Sigurðardóttir,
gjaldkeri og
Hermann Eiríksson,
formaður.
enda og hæstu einkunnir. Var þessi hug-
mynd nokkuð rædd á fundinum, einkum
hvernig slíkar skýrslur skyldu gerðar, svo
þær kæmu að sem beztum notum. En all-
ir fundarmenn töldu æskilegt að af þessu
gæti orðið. Var málinu beint til ritstjóra
Faxa og mælzt til, að hann léði slíkum
skýrslum rúm í blaðinu og ýtti jafnvel
á eftir að skólarnir framkvæmdu slikar
skýrslugerðir. Hefur þetta síðan verið
fastur liður í Faxa.
Eg hefi nú hér að framan sagt allýtar-
lega frá ýmsum fundum og fundarsam-
þykktum þessa félags og þó sérstaklega
þeim fyrstu. Vitanlega mætti þannig lengi
halda áfram að rekja hin margþættu verk-
efni þess og störf frá liðnum árum. Mundi
það að vonum verða alllangt mál, eins og
framanskráð gefur nokkra vísbendingu
um. En til þess að gera langt mál stutt,
mun ég nú hér eftir aðeins drepa á helztu
viðfangsefnin, enda er það sem síðar gerð-
ist nær okkur og fleiri af viðstöddum, sem
um þau mál hafa fjallað og því minni
ástæða til að rifja þau upp hér. Svo álít
ég líka hollt fyrir seinni tímann, þegar
saga félagsins er öll, að eiga þá eitthvað
í pokahorninu til að fylla út í þessa sund-
urlausu mola.
Starfsemi félagsins lá alveg niðri á ár-
unum 1946—1950, og á því tímabili var
Frá borðhaldinu.
enginn fundur haldinn. Ástæðan var sú,
að þáverandi formaður, Valdimar Ossur-
arson, var fluttur af félagssvæðinu til
Reykjavíkur. Hafði hann gerzt þar kenn-
ari.
Fyrir áeggjan nokkurra félagsmanna,
kom hann suður og hélt fund 22. október
1950. Aðalumræðuefni þess fundar var,
hvort leggja skyldi félagið niður eða
halda starfinu áfram. Varð sú skoðun ofan
á. Stjórn var félaginu þá kosin, þannig
skipuð: Hermann Eiríksson, Sveinn Hall-
dórsson og Aðalsteinn Teitsson.
Valdimar Ossurarsyni voru á fundinum
færðar þakkir fyrir mikið og óeigingjarnt
starf í þágu félagsins og honum óskað
heilla í hans nýju heimkynnum.
Eins og fram kemur í ýmsum ívitnun-
um hér að framan, voru fundir félagsins
framan af oftast haldnir í Keflavík, sem
lá mest miðsvæðis á félagssvæðinu, enda
voru alltaf einhverjir héðan í stjórninni.
Nokkrir fundir voru þó haldnir utan
Keflavíkur á þessum árum. T. d. einn í
Hafnarfirði 11. apríl 1944. Á þeim fundi
var námsstjórinn, Bjarni M. Jónsson,
mættur og lýsti þar m. a., hvernig hann
hefði þá um skeið hagað eftirlitsstarfi
sínu, sem var einkar fróðlegt fyrir kenn-
ara að fá vitneskju um, enda notuðu menn
sér óspart nærveru námsstjórans og spurðu
margs.
Árið 1954 var stjórn félagsins þannig
skipuð: Hermann Eiríksson formaður,
Einar Kr. Einarsson gjaldkeri og Hall-
grímur Th. Björnsson ritari, og hafði þessi
stjórn þá verið óbreytt s. 1. tvö ár.
Á þessum fundi kom fram tillaga frá
Sigurbirni Ketilssyni, svo liljóðandi:
— Aðalfundur Félags barnakennara á
Reykjanesi samþykkir að kjósa framvegis
stjórn félagsins þannig, að stjórnin sitji
F A X I — 167