Faxi - 01.12.1963, Side 25
sami og áður, er snotur og málaður blár
og rauður. Silfurkaleikur með patínu af
silfri. Korpóralklútur af rauðu flöjeli með
gylltum ísaum, 2 pör stjakar pletteruð, 1
do af messing, 1 do af composition, ljósa-
söx og lugt af messing. Bakstursdósir af
tré. Hökull af rauðu flöjeli með hvítum
krossi, eitt rikkilín nýtt, altarisklæði og
brún af rauðu flöjeli. Kristalls-ljósahjáim-
ur, 12 kertaliljur af tré, málaðar, skírnar-
fat af composition, 1 klukka er í turnin-
um á ramböldum. Söngspjöld eru 2 og 7
grafminningarspjöld.
Allur frágangur á þessu húsi er hinn
vandaðasti og vottar bæði um rausn og
alúð kirkju-proprietaríi, sem allt vill vanda
til að gjöra kirkjuna sem veglegasta.
Eftir byggingarreikningi, sem inn-
færður er í kirkjubókina og síðar verður
sendur til biskupsúrskurðar, er kostnað-
urinn við byggingu þessa 1.925rd 2m 41sk
og kirkjan í næstliðnum fardögum skuldug
um 153d lsk. Steinstétt vönduð er lögð frá
kirkjudyrum að sálu'hliði, en þar vantar
enn nú grind, sömuleiðis þarf bæði að
byggja upp kirkjugarð að norðanverðu,
samt færa hann út. Þetta tilsegist sóknar-
mönnum að fullkomna. Graftól fylgj a
kirkjunni nægileg.
Ljósahjálmur sá, sem að framan er tal-
inn, er gefinn af kaupmanni P. Duus.
Sóknarmenn og aðrir hafa samtals gefið
kirkjunni 218rd og proprietarius gefur
henni nú af byggingarkostnaðinum 200rd.
O. Pálsson. K. Ketilsson. S. Sívertsen.“
Nú hefði mátt gera ráð fyrir að vel væri
séð fyrir kirkjuhúsakosti Hvalsnesssafn-
aðar um Ianga tíð með hinu stóra og veg-
lega og í alla staði vandaða kirkju'húsi,
sem vísitasían lýsir svo nákvæmlega fyrir
okkur, en eins og frarn kemur hér á eftir,
stóð kirkja þessi ekki nema aðeins 23 eða
24 ár. Orsakir til þess að svo skammur
tími leið unds ný kirkja var reist geta
verið margar, en hér vil ég aðeins nefna
þetta: Gamall maður, sem bjó um langa
tíð hér í nágrenni sagði mér að eitt sinn,
er ferming fór fram í Hvalsneskirkju á
Hvítasunnu hafi Ketill í Kotvogi verið
viðstaddur ásamt fjölda fólks, sem var
það mikill, að kirkjan tók ekki alla við-
stadda, hafi Ketill þá sagt, að hann gæti
ekki vitað til þess að fólk, sem vildi hlíða
messu, hefði ekki þak yfir höfuðið.
Einnig hefur frú Vigdís Ketilsdóttir,
sem enn er á lífi, háöldruð; sagt mér þetta:
Eitt sinn á útmánuðum komu að Kot-
Kirkjukórinn ásamt organistanum, Magnúsi Pálssyni. Fremri röð frá vinstri: Svava Sig-
urðardóttir, María Stefánsdóttir, Snjólaug Sigfúsdóttir, Þuríður Gísladóttir, Elinóra Þórðar-
dóttir, Ingibjörg Margeirsdóttir, Birna Margeirsdóttir (dóttir Elinóru), Margrét Marons-
dóttir og Margrét Pálsdóttir. — Aftari röð fá vinstri. Björgvin Pálsson, Einar Júlíusson,
Gunnlaugur Einarsson, Páll Ó. Pálsson, Sveinn Pálsson, Sveinn Einarsson, Arnaldur Ein-
arsson, Henrik Jóhannsson og Agnar Júlíusson. Organistinn, Magnús Pálsson, situr á stól
framan við söngkórinn. Til gamans má geta þess hér, að öll Pálsbörnin á myndinni eru
alsystkin og í öðru lagi allir Einarssynirnir eru albræður og þessir tveir hópar eru syst-
kinabörn. Má af þessu sjá, hvað einstakar ættir leggja stundum stóran skerf til menningar—
mála sinnar heimabyggðar.
vogi tveir menn innan af Nesi og áttu
erindi við föður hennar, er menn þessir
voru farnir aftur spyr móðir Vigdísar
mann sinn hverra erinda mennirnir hefðu
farið. Ketill svaraði að þeir hefðu verið
að segja sér að kominn væri leki að þaki
kirkjunnar að Hvalsnesi. „Og hvað ætlar
þú að gera,“ spyr konan. Þá segir Vigfús
að faðir sinn hafi þagað um stund, en
sagt síðan: „Nú veit ég hvað ég geri, ég
byggi nýtt guðs musteri af steini, sem
geti staðið um ár og aldir“. Lítið meira
var um þetta tálað heima, en eins og allir
hér viðstaddir vita, var ekki látið sitja við
orðin ein, heldur hafizt handa af þeim
stórhug og dugnaði, sem enn má sjá í
hinu fagra guðshúsi, sem nú nýlega átti
75 ára afmæli og er tilefni þess að vér
erum nú hér samankomin.
Bygging kirkjunnar hófst árið 1886 og
var lokið ári eftir, var hin nýja kirkja
vígð á jóladag árið 1887 af sóknarprestin-
um, sr. Jens Pálssyni, í umboði biskups,
sem vegna vanheilsu ekki gat framkvæmt
athöfnina sjálfur. Lýsingu hinnar ný-
byggðu kirkju er að finna í prófastsvísi-
tasíu frá 17. júlí 1888, sem hér fer á eftir:
„Ár 1888, 17. dag júlímánaðar vísiteraði
prófasturinn í Kjalarnesþingi, Þórarinn
Böðvarsson, kirkju og söfnuð að Hvals-
nesi, hafði þar að undanförnu verið timb-
urkirkja, sem búið er að rífa, en byggja
steinkirkju, var hún byggð ár 1887. Stein-
kirkja þessi er á lengd 20 álnir að utan-
máli, en breidd hennar 17 álnir að utan,
en þykkt veggjanna 20 þumlungar. Hæð
veggjanna frá grunni er utan 6 álnir og
20 þuml. upp að þakskeggi. Gluggafög
eru fjögur á hvorri hlið með krosspóst-
um og eru 6 rúður undir þverpóstinum,
en 2 hálfar bogarúður fyrir ofan þver-
póst. Bogi úrhöggnum steini er yfir glugg-
unum að utan. Vængjahurð með skrá og
lörnum er á vesturgafli kirkjunnar, með
mahogni spjöldum og bogagluggi yfir með
4 rúðum, þar yfir eru á vesturgafli 2 boga-
gluggar með 6 rúðum hvor.
Framh. í næsta blaði.
Forsíðumyndin
og aðrar myndir hér í blaðinu úr 75 ára
afmælisfagnaði Hvalsneskirkju og einnig
myndirnar frá kennarahófinu eru teknar
af Heimi Stígssyni ljósm.
F A XI — 181