Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1963, Page 31

Faxi - 01.12.1963, Page 31
Skeggi gamli vingsaði litlum poka- skjatta, sem hann hélt á. Má ekki bjóða þér inn í nýja húsið okk- ar, sagði Kiddi og það var ekki laust við að það kenndi stolts í röddinni. Jú, þakka þér fyrir, svaraði Skeggi gamli. Eg er forvitinn að skoða snjó- höllina ykkar. Kiddi kveikti að nýju á luktinni, en Siggi þaut til og sótti snjóhnausa til að hlaða eitt sæti í viðbót. Eftir litla stund var Skeggi setztur við borðið í snjóhúsinu. Þótt gamli maðurinn væri fyrirferðarmikill í loðúlpunni sinni var samt nóg rúm fvrir bann inni í snjó- húsinu. I tilefni jólanna mætti gjarnan fjölga ljósunum hér inni, sagði Skeggi gamli og dró upp úr poka sínum pakka með stór- um, hvíturn kertum. Ekki þurfti neina kertastjaka, vandinn var ekki annar en sá, að stinga kertunum niður í borðið. Brátt loguðu skært sjö ljós á borðinu. Sjö er heilög tala, sagði Skeggi og horfði barnslega glaður á kertaljósin. Nú var hægt að segja með sanni, að snjóhúsið væri regluleg ævintýrahöll. Ljósin glitruðu í snjókristöllunum í ótal blæbrigðum. Fíngert flöktandi ljósbrotið minnti á tindrandi blik stjarnanna. Ekk- ert var sambærilegt við bláhvítan ljóma þessarar skínandi hallar. Helzt var hægt að ímynda sér, að hún stæði á Norður- pólnum eða á hvítu skýi einhvers staðar uti í geimnum. Á þessari stundu var það fleira en ljósa- dýrðin sem dró að sér athygli þeirra Kidda og Sigga. Eitthvað átti Skeggi gamli fleira í pokahorninu. Það var engu líkara en gamli maðurinn læsi hugsanir þeirra félaga. Ojæja, drengir mínir, ætli það fari ekki bezt á því, að slá upp ofurlítilli veizlu í böllinni. Hægt og rólega með bros í augum byrj- aði Skeggi gamli að tína upp úr poka sín- tim ýmislegt góðgæti, og raða því kirfi- lega fy rir framan sig á snjóborðið. Þarna gaf að líta eppli, appelsínur, vínber, rús- mur, döðlur, gráfíkjur, kremkex, ískökur, súkkulaði, konfekt og margt fleira. Augu þeirra félaga urðu kringlótt af undrun. Og þetta kallaði Skeggi gamli ofurlitla veizlu! En það var ekki nóg með þetta. Að síð- ustu dró Skeggi nokkrar gosdrykkja- Kristinn Reyr: Ævintýri Fordinn minn hefur fögur hljóð í fyrsta gír uppi ó heiðum, og konan mín ekur ökumóð og alveg hljóð kipp eftir krókaleiðum. O, ó, þar varð mér ekki um sel, œgilegt gljúfur. Og brattinn. En óin er brúuð og allt fór vel, svo ekki eg tel, þótt beyglaðist brúarskrattinn. — Hemlaðu, kona, hótt eg bað, hemlaðu fast, og gírðu. Bíll er í miðri brekku, eg kvað, ó bölvuðum stað, flautaðu, stýrðu, stýrðu. Kögur og borðar og kaskeiti. — Var krónprinsinn enn í landi? Nei, Blöndal. O, hvert í helvíti, með hóðsglotti að veiða mig, vel lyktandi. V________________________________________ flöskur upp úr poka sínum og setti þær á borðið. Kiddi og Siggi áttu erfitt með að trúa sínum eigin augum. Þetta var líkara draum en veruleika. Gerið svo vel, drengir, mælti Skeggi gamli og brosti breitt. Eig- eigum við í raun og veru að gæða okkur á þessu? sagði Kiddi hikandi. Auðvitað, — auðvitað! Til þess kom ég með það, anzaði Skeggi gamli og strauk hvíta skeggið sitt. En hvers vegna í ósköpunum fórstu að koma með allt þetta dýrindis sælgæti? spurði Siggi og starði til skiptis forviða, á hlaðið snjóborðið og þennan gjöfula gest, — þennan raunverulega jólasvein. Ojæja, það kemur kannski ekki málinu við, svaraði Skeggi gamli brosandi. En einu sinni var ég ungur eins og þið, drengir mínir. Þá lék ég mér hér og byggði mér snjóhús. Já, eitt sinn var ég meira að segja svo ungur, að ég trúði sögunum um jólasveininn. Osei, sei, já, > a okutor Setti þó a8 mér svtakóf. Samt hélt konan um stýrið. — Tja, konan mín hefur pungapróf, er prófuS, jú nóv, og kann því ó koplið og gírið. Mýktist hann, karlinn, mjög og tér: — Megið aka brott héðan. Og Fordinn okkur í burtu ber. Eg byrla mér sjólfum einn sjúss ó meðan. Heflaður vegur, hórmjótt strik, en hraðinn, œ, si-si-svona. Og það komu bílar, og það var ryk og þrotlaus vik. — Nú keyri eg sjólfur, kona. Og Fordinn minn hratt ó fjórum rann. Framúr Humber og Austin, Oldsmo og Skóda ekur hann, só Amríkan, og fleiri bílum, sem fóst inn. (Úr ljóðabókinni Mislitar fanir 1963). __________________________________________ það getur verið gaman að rifja upp gamla leiki og bernskudrauma. Þeir félagar, Kiddi og Siggi skildu ekki almennilega hvað Skeggi gamli átti við. En eitt vissu þeir, það var ekkert undan- færi að bragða á góðgætinu. Þeir létu heldur ekki standa á sér, þegar þeir höfðu náð sér að mestu eftir öll þessi undur og stórmerki. Oho, það kemur vatn fram í munninn á mér, sagði Kiddi og tíndi upp í sig vínber. Na-amm, sagði Siggi og stakk upp í sig vænum bita af fínasta rjómasúkku- laði. Ojæja! Ég held að það spilli ekki fyrir að skola þessu niður með gosdrykkjum, sagði Skeggi gamli og lét tappana fjúka af flöskunum. Aldrei hafði þá félaga dreymt um jafn dýrlega veizlu. Skola niður sælgætinu með freyðandi aldinsafa. Ekki nema það þó! Þú verður að borða þetta með okkur, sagði Kiddi með troðfullan munninn. F A X I — 187

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.