Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 35

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 35
Benedikt S. Bjarklind iótinn Að hittasl og gleðjast hér um fáa daga. Að lieilsast og kveðjast, Jiað er lífsins saga. Fréttin um lát Benedikts S. Bjarklinds stórtemplars kom eins og reiðarslag yfir vini hans og samstarfsmenn. Svo er það tetíð, þegar góðir menn hverfa af sjónar- sviðinu á miðju manndóms- og þroska- skeiði. Það orkar á hugann eins og þegar dimmt ský dregur skyndilega fyrir bjarta sumarsól. Eins og lesendum Faxa mun kunnugt frá fréttum útvarps og dagblaða, andaðist Benedikt á Ríkissjúkrahúsinu í Kaup- mannahöfn þann 6. september síðastlið- inn og var jarðsettur frá Jerúsalemskirkju í Kaupmannahöfn þann 13. sama mánað- ar. Benedikt S. Bjarklind var fæddur á Húsavík 9. júní 1915. Faðir hans var Sig- urður Bjarklind, fyrrum kaupfélagsstjóri, en móðir hans var Unnur Benediktsdóttir Bjarklind, hin ástsæla skáldkona Hulda, dóttir Benedikts Jónssonar frá Auðnum, hins nafnkunna félagsmálaforingja og samvinnumanns. Benedikt Bjarklind var lögfræðingur að menntun og starfaði hjá borgarfógetanum í Reykjavík frá því hann lauk embættis- prófi í lögfræði og til dauðadags. Árið 1957 var Benedikt kjörinn stór- templar og gegndi því háleita og vanda- sama starfi æ síðan, enda átti bindindis- starfið í landinu eftir það hug hans allan, og fyrir það málefni barðist hann af hóg- værð og sanngirni. I þeirri mikilvægu og drengilegu baráttu eignaðist hann fjöl- marga vini og samstarfsmenn, sem dáðust að þessum einlæga mannkostamanni og úrengilegum vopnaburði hans fyrir góðum °g göfugum málefnum. Benedikt var einn af stofnendum »Abyrgðar“, tryggingafélags bindindis- manna og Bindindisfélags ökumanna. •— Hann var fulltrúi íslands í stjórn templ- arasamtaka Norðurlanda. Kvæntur var Benedikt ágætri danskri konu, Elsu, dóttur Adolphs Hansen, eins fremsta baráttumanns Dana í bindindis- málum. Minningarathöfn um Benedikt S. Bjark- lind fór fram í dómkirkj unni í Reykjavík fimmtudaginn 19. september. Að henni stoðu systkini hins látna, templarar, Bind- Bencdikt S. Bjarklind, stórtemplar. indisfélag ökumanna og Tryggingafélagið „Ábyrgð“. Undirritaður átti því láni að fagna, að hafa náin kynni af þessum mikilhæfa og elskulega manni við margvísleg störf inn- an Reglunnar bæði í framkvæmdanefnd Stórstúkunnar og á Stórstúkuþingum, þar sem Benedikt stjórnaði fundum af festu og hugljúfum myndugleik og leiddi þar til farsælla lykta viðkvæm og vanda- söm málefni Reglunnar. Það var ekki stórlætið né fyrirferðin, sem veitti Benedikt hrautargengi til mannaforráða innan Góðtemplarareglunn- ar, slíkt fannst ekki í fari hans. Nei, það var drengskapur og skilningsrík, ljúf- mannleg framkoma hans, sem gerði hann ákjósanlegan forustumann og ávann hon- um vináttu og trúnað góðra manna, bæði innan Reglunnar og utan hennar. Hann var hugsjónaríkt göfugmenni og manna- sættir og því var gott að fylgja honum að málum og vinna eftir leiðsögn hans undir merkjum Reglunnar. H. Th. B. Nýjar bækur í bókasafnið: Barnabækur: Holm, Jens K.: Kim og stúlkan í töfrakistunni. Michael, Thomas: Pétur og Kata. Disney, Walt: Zorro berst fyrir frelsinu. Vernes, Henry: Fjársjóður sjóræningjans. Rydman, Daisy: Flugfreyjan. Gunnar M. Magnúss: Við skulum halda á Skaga. Bögenæs, Evi: Anna Beta og Friðrik. Haller, Margarethe: Skólasystur. Vilbergur Júlíusson: Litli Reykur. Kári Tryggvason: Palli og Pési. Crompton, R.: Afram Grímur grallari. Holm, Jen K.: Kim og njósnararnir. Ulrici, Rolf: Konni fer í víking. Reinheimer, Sophie: Lísa-Dísa fer í skóla. Reinheimer, Sophie: Lísa-Dísa yndi ömmu sinnar. Gazelle, Björg: Matta-Maja dasnar. Brisley, Joyce: Trilla og leikföngin hennar. Haller, Margarethe: Erna. Ahlrud, Sivar: Vinstri útherji. Hjörtur Gíslason: Bardaginn við Brekku- Bleik. Skáldsögur eftir erlenda og innlenda höfunda: Rolland, Romain: Jóhann Kristófer VII—VIII bindi. Solzhenitsyn, Alexander: Dagur í lífi Ivans Denisovichs. Ingibjörg Jónsdóttir: Ast til sölu. Lampedusa, Giuseppe di: Hlébarðinn. Marshall: Sonur eyðimerkurinnar. Ragnar Þorsteinsson: Morgunroði. Arni Olafsson: Draumadísin. Ingibjörg Sigurðardóttir: Læknir í leit að hamingju. Baldur Óskarsson:: Dagblað. Arni Ólafsson: Húsfreyjan á Fossá. Guðrún frá Lundi: Stýfðar fjaðrir, III bindi Norris, Kathleen: Unaðsstundir. Söderholm, Margit: Karólína á Hellubæ. Shann, Renée: Hjúkrunarneminn. Cavling, Henrik Ib: Erfinginn. Charles, Theresa: Lokaðar leiðir. Jón Vagn Jónsson: Ast og örlög. Jón Aðalsteinn: Vonglaðir veiðimenn. Dumas, Alexandre: Skytturnar, I. Elínborg Lárusdóttir: Eigi má sköpum renna. Mac Leanl, Alistair: Til móts við gullskipið. Ævisögur, ferðasögur, viðtalsbækur og Jijóðlegur fróðleikur: Gísli Sigurðsson: Ut úr myrkrinu. Gísli Sigurðsson: Þvi gleymi ég aldrei, II b. Sveinn Víkingur: Islenzkar ljósmæður, II. Stefán Jónsson: Þér að segja: Hallgrímur Jónasson: Við fjöll og sæ. Sigríður Björnsdóttir: I ljósi minninganna. Vilhj. S. Vilhjálmsson: í straumkastinu. Jónas Þorbergsson: Afreksmenn. Kruuse, Jens: Við ókum suður. Breinholst, Willy: Hinn fullkomni eiginmaður. Ólafur Tryggvason: Tveggja heima sýn. Halldór Kiljan Laxness: Skáldatimi. Lúðvík Kemp: Sagnir um slysfarir í Skefib- staðahreppi. Matthías Jóhannessen: Hugleiðingar og viðtöl. Kristinn Reyr: Mislitar fanir. FAXI — 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.