Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1963, Page 41

Faxi - 01.12.1963, Page 41
Rögnvaldur Sæmundsson: Þættir úr Ameríkuferð Það var síðastliðið haust. Eg hafði fengið ársleyfi og ákveðið að eyða því í Banda- ríkjunum, en þar hafði ég dvalið við nám á árunum 1942—47. Mig hafði alltaf langað til þess að fara þangað aftur, en aldrei haft tök á því. Nú gafst mér tækifærið, og ég ákvað að nota það og taka um leið fjölskylduna með mér. Við áttum pantað flugfar hjá Loftleið- um þann 1. nóv. Héldum við því til Reykjavíkur um mánaðarmótin, en það átti ekki fyrir okkur að liggja að fara þaðan, heldur fórum við um miðnættið með bíl til Keflavíkurflugvallar og þar kvöddum við landið. Okkur leið bærilega í vélinni vestur, þótt hún væri troðfulh En ekki er hægt að segja, að 'heppnin væri með okkur. Við hrepptum mótvind svo hvassan, að vél- inni seinkaði um tvær klukkustundir. Höfðum við af þessu nokkrar áhyggjur, því að ferðaáætlun okkar var bundin við að fara frá New York um hádegið og koma til Minneapolisborgar rétt fyrir sjö eftir þarlendum tíma. Við höfðum sent skeyti og sagt með hvaða ferð við kæm- um. Eini viðkomustaðurinn milli Keflavík- ur og New York var Gander í Nýfundna- landi. Við vorum mjög fegin þessari við- komu, því að sætin í flugvélinni voru fremur þröng. Flugstöðin á Gander er stór og hin vistlegasta og var mjög nota- íegt að koma þangað inn. Við höfðum öll látið bólusetja okkur við kúabólu hér heima áður en við fórum, og vorum við með vottorð um það. Það var því engin fyrirstaða fyrir okkur að fara inn. En það voru ekki allir jafn heppnir og við. Þeir, sem ekki höfðu vottorð fengu ekki að stíga fæti innfyrir. Þar dugðu engar bænir, fullyrðingar né fortölur. Vörðurinn var ósveigjanlegur. Við sáum það þá greini- lega, að menn eru aldrei of forsjálir, er viðkemur vottorðum og öðru slíku, áður en lagt er upp í ferðalag. Okkur hefði þótt slæmt að dúsa utandyra stöðvarinnar þessar 45 mínútur, sem vélin tafði til þess að taka eldsneyti. Við komum við á Gander á heimleiðinni, en þá spurði enginn um bólusetningalrvottorð. Bó!u- sottar hafði aðeins orðið vart austan Atlantsbafsins en ekki vestan þess. Bæði skiptin, sem við komum við á Gander, voru að næturlagi, svo að landið um- hverfis sást mjög illa, en mér fannst stað- urinn ekki svo ólíkur því sem við mætti búast einhversstaðar hér heima. Klukkan um hálf tólf stigum við út úr vélinni á Ildwild flugvellinum í New York. Þurftum við að hafa hraðann á til þess að komast í gegnum vegabréfa- og tollskoðunina og komast svo með farangur okkar til afgreiðslu Northwesternflugfé- lagsins. Allt gekk þetta fljótt og vel. Við áttum 5 mínútur til góða, þegar ég var búinn að koma töskunum okkar í umsjá starfsmanna Northwestern. Það var að- eins tími til þess að tylla sér. Við vorum varla sezt, þegar flugstjórinn, sem flytja átti okkur vestur til Minnesotaríkis, kom, og við gengum ásamt fáeinum farþegum út í vélina og seinni áfanginn hófst. Ég get varla látið hjá líða, að minnast á fyrstu máltíðina, sem við borðuðum í Bandaríkjunum, en það var í þessari vél, skömmu eftir að við vorum komin á loft. Það var um 3 rétti að ræða. Við báðum um lax, því ég áleit að hann mundi bragð- ast bezt. Krökkunum fannst maturinn ekki góður. Þeim geðjaðist ekki að bragð- inu. Þau sögðu, að það væri ekki laxbragð að fiskinum. Við hjónin höfðum ekkert út á matinn að setja. Hann var vel fram- reiddur. Að vísu var bragðið annað en gerist hér heima, en máltíðin var góð, þrátt fyrir það. Það var sólskin og hlýindi á Ildwild flugvellinum í New York, þegar við vor- um þar, en þegar vestar kom var loft skýjað og skyggni ekki gott. Við flugum all hátt og gátum því lítið af landinu séð. Detroit var fyrsti viðkomustaður vélar- innar. Stóð hún þar við í hálfa aðra klukkustund. Flugstöðin þar er hin veg- legasta. Voru vélar, flestar þotur, stöðugt að koma og fara. Komið var við í Mil- waukee og Rochester áður en við náðum leiðarenda, Minneapolis. Glöggir menn, sem víða hafa farið, þykjast geta þekkt einstaklinga ýmissa þjóða úr. Fara þeir þá einkum eftir yfir- bragði, háttum og háralit. Þegar við kom- um á flugstöðina í Minneapolis áttum við von á einhverjuin þar til þess að taka á móti okkur, það er að segja, ef skeytið hefði borizt réttum aðiljum í tæka tíð. Höfðum við aldrei séð fólkið. Ég fór á undan til þess að hyggja að töskunum okkar, þegar þær kæmu úr vélinni. Eftir dálitla stund kemur Aðalbjörg og segir, að hér séu komnir Islendingar. Voru það llegina Ericksen, Jón Magnússon og As- laug kona hans og Þorkell Valdimarsson og Heba kona hans, sem komu til þess að taka á móti okkur. Ein af konunum þóttist hafa þekkt Elínu dóttur okkar á göngulaginu og úlpunni, sem hún var í. Það hafði ekki verið um að villast, þetta hefði verið svo íslenzkt. Við ókum heim til Regínu. Þar beið okkar hressing og því næst fórum við á Gopher hótelið, en þar hafði Regina pantað fyrir okkur gistingu. Fengum við þar mjög stórt og vistlegt herbergi með sjónvarpi og öðrum þæg- indum. Þá var nokkuð liðið á kvöld. Voru þá liðnar um 27 klukkustundir frá því við fórum frá Keflavík, en Aðalbjörg hafði ekki rótað úrinu sínu. Við höfðum verið um 25 stundir frá Keflavík til Minneapolis. Minneapolisborg og tvíburaborg henn- ar St. Paul, sem er höfuðstaður Minne- sotaríkis, hafa til samans um 800 þúsund íbúa. Með úthverfum beggja borganna mun búa þarna um ein milljón manna. Meirihluti íbúanna er af germönskum uppruna, skandinaviskir og þýzkir. Borg- irnar standa á bökkum Mississippi árinn- ar í lítið eitt hæðóttu landslagi með sæg af vötnum. Innan borgarmarka Minnea- polis eru t. d. 22 vötn, sum talsvert stór. Meðfram vötnunum eru víða skemmti- garðar. Við dvöldumst á fremur óheppi- legum tíma til þess að geta notið þess, sem þeir hafa að bjóða. Þó bjuggum við fast við einn lítinn garð, eða það mætti öllu heldur kalla það leiksvæði. Stöðuvatn var þar ekkert. Þarna var barnaleikvöllur með rólum, klifgrindum, rennibrautum, leikhestum og öðru slíku fyrir lítil börn. Einnig var þarna leiksvæði fyrir þá eldri. Þarna var tennisvöllur, körfur handa þeim, sem vildu æfa sig í körfuknattleik, og svæði þar sem hægt var að nota til þess að fara í aðra leiki. Það var sprautað yfir það vatni og fékkst þarna ágætt skautasvell. Hluti af því var skilinn frá með sérstöku gerði. Þar voru strákar í „hockey“ næstum því á hverjum degi. Skautasvellið var allt upplýst á kvöldin. Hús var þarna vel upp- hitað og gat skautafólkið farið þar inn og fengið sér hressingu eða hlýjað sér, ef F AXI — 197

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.