Faxi - 01.12.1963, Page 44
Sigríður S. Sveinsdóttir
F. 2. des. 1882. — D. 21. nóv. 1963.
Sigríður var £ædd í Grindavík, dóttir
hjónanna Ástriðar Gunnarsdóttur og
Sveins Einarssonar. Hún var elzt af 5
systkinum og eru þrjú þeirra nú á lífi:
Margrét, Elísabet og Einar. Hún ólst upp
hjá foreldrum sínum, en hóf búskap hér
í Keflavík 22ja ára gömul með Júlíusi
Björnssyni úr Hafnarfirði. Bjuggu þau í
Hábæ. Júlíus var fullum 30 árum eldri
en Sigríður. Hann andaðist árið 1928, 74
ára að aldri. Þau eignuðust 6 börn og eru
þau öll á lífi: Elentínus skipstjóri í Kefla-
vík, Georg sjúklingur í Reykjavík, Ást-
ríður ekkja í Keflavík, Sverrir alþingis-
maður í Reykjavík, Lára húsfrú í Kefla-
vík, og Einar bifreiðarstjóri í Keflavík.
Ennfremur ólu þau upp Maríu dóttur
Júlíusar.
Eftir að Elentínus missti fyrri konu
sína tók Sigríður að sér eldri dóttur hans
Júlíönu Sigríði og ól hana upp.
Sigríður var mikil mannkostakona, trú-
rækin og kærleiksrík móðir barna sinna
og fósturbarna. Og þó að lífið léki ekki
alltaf við hana, átti hún þó margar yndis-
stundir með sínum góðu börnum.
Þegar Sigríður var á seytjánda ári gekk
hún í stúku. Upp frá því hélt hún órofa-
tryggð við Regluna og var alltaf í stúku
bæði í Grindavík og hér, þegar hún átti
Sigríður S. Sveinsdóttir.
þess kost. Var bindindismálið hennar
hjartans mál og var sæti hennar alltaf vel
skipað, og rækti hún starf sitt með þeirri
alúð og trúmennsku, sem einkenndu öll
hennar störf, enda hafði stúkan Vík fyrir
nokkru kjörið hana heiðursfélaga sinn.
Við stúkufélagar hennar þökkum henni
að leiðarlokum langt og farsælt starf og
biðjum henni og eftirlifandi ástvinum
hennar allrar blessunar.
Guðni Magnússon.
Á LÉTTUM NÓTUM
Vandi fylgir vegsemd hverri, og svo var
líka um það að vera matsveinn á skútu í
gamla daga. Þegar hafður var fiskur til mat-
ar, lögðu hásetarnir fiskinn til sjálfir, hver
handa sér og var þá oft um ærið margar
sortir að ræða. Sumir lögðu kannski til stein-
bít, aðrir karfa, ýsu, lúðu, kinnar, o. s. frv.
allt eftir því, hvað hver hafði handbært
hverju sinni. Þetta þurfti kokkurinn allt að
muna svo hver fengi sitt.
Þá var það eitt sinn í Keflavíkinni, að
kokkurinn hafði soðið fisk, og þegar þar að
kom, að hann skyldi færa upp úr pottinum,
ruglaðist hann gjörsamlega í sorteringunni,
svo allt lenti í pati. Byrjaði þá óðara rimma
og var hann óspart ausinn skömmum. Við
þetta þykknaði í kokknum, svo hann tók það
ráð, að hann hvolfdi úr pottinum á lúkars-
gólfið og sagði um leið:
— Hana, þarna hafið þið það. . . . Nú getur
hver hirt sitt.
Einu sinni var vörubíll frá stöðinni hér að
losa ýmsar útgerðarvörur um vetrarvertíð,
sem hann hafði komið með frá Reykjavík.
Meðal annars losaði hann hjá Manga Lofts.
Þessa vertíð var gerður út bátur héðan er
Þristur hét. Er minnka tók á bílnum, saknaði
bílstjórinn tvistpoka, sem líklega hafi farið
annað en hann átti að fara. Síðar um kvöldið
komst hann að þeirri niðurstöðu, að senni-
lega muni pokinn hafa lent hjá Manga Lofts.
Morguninn eftir hringdi hann til Manga og
spurði hvort ekki hefði nú slæðst til hans
tvistpoki í gær í ógáti. Mangi var fljótur til
svars eins og venjulega og sagði:
— Þristur á sjó. Jú, jú, allir á sjó og Þrist-
ur líka. Blessaður.
Kaupmenn, kaupfélög!
Enn sem fyrr höfum vér til sölu úrvals ilmvötn og kölnarvötn
frá Frakklandi, Englandi, Spáni, Vestur-Þýzkalandi, U. S. A.,
Tékkóslóvakíu, Rússlandi, Danmörku, Austur-Þýzkalandi,
Monaco og Sviss. — Ennfremur eru ávallt fyrirliggjandi ýms-
ar tegundir af rakspíritus, hárvötnum og andlitsvötnum.
Gerið jólapantanir tímanlega.
Afengis- og tóbaksverzlun ríkisins
Skrifstofur: Borgartúni 7.
Sími: 2 42 80
Afgreiðslutími frá kl. 9—12,30 og 1—16, nema laugard. frá kl. 9—12
200 — FAXI