Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1963, Qupperneq 45

Faxi - 01.12.1963, Qupperneq 45
Njarðvíkurkirkja eignast vandað og glæsilegt pípuorgel Viðtal við Guðmund Finnbogason, sóknarnefndarformann í fyrrahaust varð Guðmundur Finn- bogason, sóknarnefndarformaður, Innri- Njarðvíkurkirkju fimmtugur. I tilefni af því flutti Faxi langt og ýtarlegt viðtal við Guðmund í jólablaðinu, þar sem hann til viðbótar við almennt afmælisrabb, sagði sögu Njarðvíkurkirkju, en Guðmundur er mjög áhugasamur um þau málefni og aðalhvatamaður að hvers konar umbót- um og fegrun kirkju sinnar, eins og les- endum Faxa má kunnugt vera frá þessu afmælisrabbi. Nú á s.l. ári hefir Guðmundur staðið fyrir fjáröflun til orgelkaupa. Fyrstu drög að sjóðmyndun í þessu skyni hófust í sept- ember 1962 og hefir niðurstaðan orðið sú, að tæpu ári síðar er nýtt og vandað pípu- orgel komið í Njarðvíkurkirkju. I tilefni þessa merkis atburðar, hitti ég Guðmund að máli nú á dögunum og sagði hann mér þá nánar af gangi þessa máls. Gef ég honum hér með orðið. — Eg vil koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra mörgu, sem lögðu þessu máli lið, bæði með rausnarlegum peningagjöfum og á ýmsan annan hátt greiddu götu þess, að kirkja okkar gat eignazt þetta ágæta hljóðfæri. Er hér um að ræða vestur-þýzkt pípuorgel, 6 radda nieð 5 röddum i hljómborði, en sjötta röddin er fótspil (petali) 16 fóta. Auk þess hefir orgelið svo kallaðan „Sveller", en það er tækni til að styrkja eða veikja tóna hljóðfærisins. Af kunnáttumönnum, sem um þetta hljóðfæri hafa fjallað, er það talið hinn ágætasti gripur, enda eru allir ngög ánægðir með orgelkaupin. — Og hvað hefir svo þetta ágæta hljóð- feri kostað? — A þessu stigi málsins get ég ekki gefið við þ essari spurningu tæmandi svar, þar sem svo ótal margt grípur inn í orgel- kaupin, sem ekki hefir enn verið unnt að sundurliða. En víst er það, að orgelið var ^ýrt og mun dýrara en búizt hafði verið v>ð í upphafi og liggja til þess ýmsar veiga- miklar ástæður, t. d. þegar til kom, varð að láta smíða orgelið sérstaklega fyrir °kkar aðstæður, í stað þess að við höfðum reiknað með að geta fengið það af lager- gerð. Guðmundur Alfreð Finnbogason. — Hver sá um orgelkaupin hjá hinni erlendu verksmiðju? — Biskupsembættið skipaði á s.l. ári 3ja manna nefnd til að vera leiðbeinandi við slík orgelkaup og aðstoða við kaupin. Formaður nefndarinnar er söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Róbert Abraham Ottós- son. Hefir nefndin undir forustu hans unnið gott starf og á hún miklar þakkir fyrir það ágæta lið, sem hún veitti okkur í þessum málum. — Hver setti orgelið upp? Njarðvíkurkirkja. — Það gerði þýzkur sérfræðingur í upp- setningu orgela undir yfirumsjón söng- málastjórans, sem var á staðnum svo að segja alla dagana sem verkið stóð yfir. Og er því var lokið var hljóðfærið tekið út, sem kallað er, að viðstöddum söngmála- stjóra og meðnefndarmanni hans, Páli Kr. Pálssyni organleikara, prófasti, sóknar- presti, safnaðarstjórn og orgelleikara kirkjunnar, Geir Þórarinssyni. Orgelið var svo vígt af sóknarprestinum sr. Birni Jóns- syni þann 20. október. Við þá athöfn var nær 100 manns í kirkjunni. Verður okkur Njarðvíkingum þetta minnisstæður og ógleymanlegur dagur. Eftir guðsþjónustu var viðstöddum boðið til kaffidrykkju í hinu nýja félagsheimili Njarðvíkur. Stóð sóknarnefnd fyrir góðgerðunum, en safn- aðarkonur gengu um beina af mikilli prýði. Við þetta tækifæri fluttu ávörp formaður sóknarnefndar, Guðm. Finnbogason, Jón Asgeirsson sveitastjóri, sr. Björn Jónsson og söngmálastjórinn, Róbert A. Ottós- son. Við þetta má svo bæta, að þennan sama dag var ný kirkjuhurð tekin í notkun og vígð, en hún var smíðuð af Einari Þorsteinssyni trésmíðameistara í Keflavík, en tekinuð af Ragnari Emils- syni arkitekt frá Reykjavík. Við þessa minnisstæðu guðsþjónustu var í fyrsta sinn hringt í Innri-Njarðvíkurkirkju klukku, er Keflavíkursöfnuður gaf kirkj- unni á s.l. vori. Vil ég nota þetta tæki- færi til að koma á framfæri innilegu þakk- læti fyrir þá góðu gjöf. — Eg hefi frétt, Guðmundur, að þú sért formðaur hinnar hreppsskipuðu Jóns Þorkelssonar nefndar. — Já, svo má víst kalla það. F A XI — 201
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.