Faxi - 01.12.1963, Side 49
Eldeyjarferð um síðustu aldamót
Eftirfarandi frásögn eftir Gísla Guð-
mundsson er áður prentuð í Islenzkum
sagnaþáttum og þjóðsögum dr. Guðna
Jónssonar, XII. hefti 1957. Hér hefur
örlitlu verið bætt inn í söguna.
Eftir að Hjalta Jónssyni og félögum
hans hafði tekizt að klífa Eldey vorið
1894 og koma festum í bjargið, var árleg
venja á Suðurnesjum að fara þangað eftir
fugli, en það er nær eingöngu súla, sem
þar ræður ríkjum, og verpir hún í eynni.
Venjulega var þá farið rétt áður en súlu-
unginn varð fleygur, því að það var ung-
inn, en ekki fullorðna súlan, sem sótzt var
eftir. A haustin í október var oftast farið,
og var þá reynt að sjá veðurútlit sem bezt
fyrir, því að þá gátu menn ekki stuðzt
við vísindalegar veðurspár, heldur urðu
að öllu leyti að fara eftir sínum eigin
ályktunum og eftirtekt. Oft reyndist það
svo, þó að leiðin til Eldeyjar væri fremur
stutt og lagt væri af stað í góðu veðri, að
á skammri stund skipast veður í lofti, og
hrepptu menn þá stundum vont veður og
urðu að snúa aftur án þess að hafa náð í
nokkurn fugl. Bar það þá við, að menn
komust í æði krappan dans, áður en landi
var náð.
Hér verður sagt frá einni ferð til Eld-
eyjar. Var hún ein af þeim síðustu, sem
farin var á opnu skipi og um leið ein af
þeim mörgu orrustum, sem menn verða
oft að heyja við náttúruöflin í baráttunni
fyrir lífi sínu.
Haustið 1898 bjuggust tveir formenn af
Miðnesi til Eldeyjar að sækja fugl. Þeir
hétu Páll Magnússon og Sigurður Olafs-
son, báðir bændur á Hvalsnesi í Miðnes-
hreppi. Voru þeir hvor á sínu skipi, en
voru samferða og ætluðu að hafa sam-
vinnu um að fara upp í eyna og fanga
fuglinn. Höfðu þeir gert tilraun til að
fara fyrr um haustið, en þá orðið frá að
hverfa. Hugðust þeir þá fara aftur, hve-
hær sem veður yrði gott. Svo var það hinn
3- október, að formennirnir kölluðu há-
seta sína snemma morguns, og skyldi nú
fagt í fyrirhugaða Eldeyjarferð. Veðri var
þá svo háttað, að örlítill andvari var af
suðaustri eða austri og fremur skuggalegt
hl lofts að líta, enda þótti sumum veður-
utlit ekki sem tryggast.
Þegar allir voru komnir til skips, var
tafarlaust lagt af stað, og var þá um það
bil að verða albjart af degi. Voru þá sett
upp segl og siglt suður í Hafnir og þar
teknir tveir menn, Guðjón Jósefsson og
Agúst Gíslason. Þeir voru báðir úr Vest-
mannaeyjum og vanir bjargmenn, enda
voru þeir þess vegna fengnir með í ferð-
ina. Þeir voru um þessar mundir heimilis-
menn hjá Hjalta Jónssyni skipstjóra, sem
þá bjó í Garðhúsum í Kirkjuvogshverfi í
Höfnum. Viðdvöl var engin í Höfnum,
Gísli Guðmundsson.
því að mennirnir voru tilbúnir, er skipin
komu. Var því samstundis haldið þaðan
og stefnt út til Eldeyjar. Var þá nokkuð
farið að herða vind af suðaustri, en þó
eigi svo, að viðsjárvert þætti. Ferðin gekk
greiðlega og tíðindalaust út til eyjar, en
er þangað kom, var svo mikill brimsúgur,
að ókleyft var að lenda við eyna. Var því
ekki um annað að gera en snúa heim, þó
að hart þætti að verða að koma tómhentur
í annað sinn á þessu sama hausti og vera
þó kominn svo nærri takmarkinu. En um
annað var ekki að ræða.
Þá er beðið hafði verið við eyna nokkra
stund og sýnt var, að þar yrði ekki að-
hafzt, voru sett upp segl á báðum skipun-
um og haldið af stað til lands. Er nú ekki
hægt að segja ferðasögu skipanna beggja
í senn, því að segja má, að úr þessu hafi
þau farið hvort sína leið, þó að þau hefðu
að vísu nokkuð lengi snoðrænu hvort af
öðru. Hér á eftir verður því sagt frá því,
hvernig skipi Sigurðar Olafssonar reiddi
af í ferð þessari, en til glöggvunar og fróð-
leiks skal nú talin áhöfn á skipi hans, en
það voru þessir 11 menn: Sigurður Olafs-
son formaður, Magnús Einarsson og Gam-
alíel Jónsson, allir á Hvalsnesi, Guðjón
Þorkelsson, Landlist, Arni Eiríksson,
Gerðakoti, Júlíus Helgason, Nýlendu,
Þórður Sigurðsson og Ólafur Hjálmars-
son, báðir í Móum, Guðni Jónsson, Fálk-
húsum, og Guðjón Jósefsson og Agúst
Gíslason, báðir í Garðhúsum í Höfnum.
Þá er lagt var af stað frá Eldey, var um
það bil að jöfnu dagmála og hádegis. Er
siglt hafði verið stutta stund, setti yfir
þoku með rigningu, svo að tók fyrir alla
landsýn, en samt voru menn ókvíðnir,
því að meðan bjart var, var vindstaðan
þannig, að öruggt var talið að ná landi á
einum bóg. Var nú siglt lengi, án þess
nokkur merki sæjust til þess, að land væri
nærri. Fóru menn þá að verða uggandi
um, að þeir væru á réttri leið, en samt
var haldið áfram stanzlaust í fullar 5
klukkustundir, eða þar til liðið var nokk-
uð af nóni. Þá var talið fullvíst, að ekki
væri allt með felldu um ferðalagið, þar
sem aldrei hafði orðið vart við nein merki
til lands, en alltaf rigning og dimmviðri
og vindur vaxandi, enda var búið að
fækka seglum að miklum mun.
Eftir þessa löngu siglingu lét Sigurður
menn sína taka niður segl og mæla dýpi
til þess að reyna með því að fá vitneskju
um, hvar þeir væru staddir. Var dreka
varpað fyrir borð og við hann fest 90
faðma langt færi,1) en það náði ekki til
botns, og var þá færið og drekinn dregið
inn aftur. Svo hvasst var nú orðið, að róa
varð fullan róður á allar 10 árar til að
halda á móti veðrinu, meðan verið var að
mæla dýpið.
Þegar búið var að draga inn drekann,
voru aftur sett upp segl, framsegl og klýf-
ir hvort tveggja rifað, og var nú haldið í
gagnstæða átt, eða í suður, sem menn álitu
vera. Þannig var siglt sleitulaust í nálega
4 klukkustundir eða þar til stundu fvrir
náttmál. Veðrið hélzt alltaf eins. Alltaf
var úrhellisrigning, en menn urðu hennar
samt lítt varir, þótt mikil væri, því að svo
miklar voru ágjafirnar vegna roksins. Auk
1) Hér fer ekki saman minni heimildar-
manna, einn segir 90 faðma, en annar 60
faðma. Þykir hið fyrra líklegra, og er því þess
vegna fylgt hér.
F A X I — 205