Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1963, Qupperneq 59

Faxi - 01.12.1963, Qupperneq 59
Karlakór Keflavíkur og undirleikarinn, frú Ragnheiður Skúladóttir. Afmælistónleikor Karlakórs Keflovíkur Hinn 28. og 29. nóv. s.l. hélt Karlakór Keflavíkur tónleika í Nýja bíó í Keflavík, í tilefni af 10 ára afmæli kórsins. A söngskrá voru 20 lög eftir innlenda og erlenda höfunda, flest áður sungin og að góðu kunn. Karlakór Keflavíkur var stofnaður fyrir 10 árum, og hefur á því tímabili haldið rnarga samsöngva, í Keflavík og víðs- vegar um landið. Hefur hann notið vax- andi álits, og er nú talinn af þeim, sem vit hafa á, með betri kórum landsins. Þjálfun kórsins er tvímælalaust í mjög góðu lagi, söngmennirnir þannig tamdir, að þeir hlýða stjórnandanum skilyrðis- laust. Stjórnandinn, Herbert Hriberschek Agústsson, er mikið menntaður hljóm- listarmaður, sem greinilega hefur náð mjög góðum tökum á söngmönnunum, þannig að hann getur laðað fram hjá þeim þann rétta blæ sem við á hverju sinni. Er gott til þess að vita, að kórinn hefur þegar háð sér öruggt sæti meðal hljómlistarunnenda, og er það vel af sér vikið, einkum þegar þess er gætt, að allir kórfélagarnir eru menn hlaðnir dagleg- um almennum störfum, hver á sínu sviði, °g hafa því orðið að fórna frístundum sínum í það að afla sér menntunar og leikni til þess að geta flutt á fullkominn hátt verk, allt frá léttu þjóðlagi upp í operukóra stórmeistaranna. Af einstökum verkefnum kórsins á þessum afmælistónleikum mætti nefna Ookkur, sem nutu sín sérstaklega vel. Lag Sigfúsar Einarssonar, „Sefur sól hjá ægi“, Var sungið með þeirri mýkt og hófsemi, sem einkennir gerð lags og ljóðs. „Móðir vor jörð“, eftir Ortelli, í útsetningu söng- stjórans, er létt og fallegt lag, sem lét mjög vel i eyrurn, einsöng i því söng Guðjón Hjörleifsson. „Á vængjum söngsins" eftir Mendelson, var dansandi létt og hljóm- þýtt í meðferð kórsins, og efast ég um að það hafi áður fengið smekklegri með- ferð meðal íslenzkra kóra.. Sérkennandi hrynjandi í lagi finnska meistarans Síbeli- usar „Því er hljóðnuð þýða raustin“ kom ánægjulega fram. Að vísu veit maður aldrei hvenær þeir finnsku hljómar verða nógu vel fluttir. Veigamestu verkefni kórsins voru á síð- ari hluta söngskrárinnar, svo sem „La Dansa“ eftir Rossini, einsöngvari Haukur Þórðarson, „Pílagrímssöngur“ og „Söng- ur hásetanna" úr óperum Wagners. Þai' sönnuðu, að kórinn þarf ekki að velja sér svo mjög til flutnings þau hin léttari og margsungnu kórlög. Söngstjórinn hefur greinilega tök á því, að hagnýta merginn í kórnum þannig, að hann standi undir hinum þyngri klyfjum, enda er hið eilífa líf karlakórssöngs svo bezt tryggt, að stefnt sé á tindana en ekki flatneskjuna. Tvö lög voru á söngskránni eftir Bjarna J. Gíslason: „Alda sunnan úr í)ldum“ og „Söngvar Völvunnar“, Hið fyrra hefur kórinn sungið áður. Það er ástæða til að fagna þeirri hreinu söngva-gleði, sem fram kemur hjá höfundinum í báðum þessum lögum, jafnvel einkum í hinu síðara. Fengu bæði þessi verk hina beztu meðferð og viðtökur. Einsöngvar með kórnum voru for- maður kórsins, Böðvar Þ. Pálsson, Guðjón Hjörleifsson og Haukur Þórðarson. Leystu þeir allir hlutverk sitt vel, enda klöppuðu áheyrendur þeim óspart lof í lófa. Tveir hinir fyrst nefndu eru orðnir nokkuð vanir einsöng með kórnum, en Haukur mun hafa sungið einsöng einu sinni áður. Með söng sínum að þessu sinni hefur hann tryggt sér það að verða valinn oftar í ein- söngshlutverk. Undirleik á flygil annaðist ung og vax- andi listakona, Ragnheiður Skúladóttir, á aðlaðandi og smekklegan hátt. Fjórir af kórfélögum hafa myndað kvartett, og söng kvartettinn nokkur lög á tónleikunum. 1 tilefni af 10 ára afmæli kórsins bárust kór, söngstjóra og tónskáldinu Bjarna J. Gíslasyni blóm og heillaskeyti. Þá afhenti frú Jóhanna Pálsdóttir kórnum að gjöf nýjan flygil, hina mestu gersemi. Er hann gjöf frá eiginkonum kórfélaganna, en þær hafa myndað með sér félagsskap, „kvenna- klúbb“, m. a. til þess að leysa þetta verk- efni af höndum. Er slíkt fágætlega vel af sér vikið. Formaður kórsins, Böðvar Þ. Pálsson, þakkaði hlýhug, blóm, skeyti og aðrar gjafir, sem kórnum bárust, en sér- staklega þakkaði hann þó hina veglegu gjöf kvennanna, sem von var. Þessir afmælistónleikar Karlakórs Kefla- víkur tókust mjög vel. Áheyrendur létu óspart í ljósi ánægju sína með kröftugu lófaklappi, svo að kórinn varð að syngja nokkur aukalög til þess að klappinu linnti. Er víst, að söngmenn allir, söngstjóri og undirleikari áttu allan hug áheyrenda. Það er vel, þegar mik'ið listrænt starf og erfiði unnið í frístundum milli anna dagsins, ber svo góðan ávöxt. Söngunnandi. ao»o*o#o»o»c»o»o»o»1'»c»o».'»r'»o»oio#.'»o»u»n»o»o»o»o«o»o*o»v'»i •oao*oaoaoaoaoaoaoaoao*u*o*oaoao*oai'aoao*oao*oaoao*oao*oaoi STEINHÚDUN H.F. Jafnt fyrir híbýli sem vinnustaði: ULBRIKA húðun á GÓLF og STIGA. án samskeyta. mikið slitþol, einlitt og og litmynztrað. ULBRIKA á LOFT og VEGGI. Vamar sprungum, spara má fínpússningu, fjölbreytt áferð og litaval. Síml 2 38 82 #oeoeoeoeoeoeoeoeoeoeo#oeoeoeueo#oeo#oeo#oeoeoeoeo#oeo#o#o«o ^•0*0*0#0*0*0*0*0*c»0«0«0«0*0»0*0*0*0*0*0*0*0*0*0*0»0*0*0«0* FAXI — 215
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.