Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1963, Síða 69

Faxi - 01.12.1963, Síða 69
S uðurnesjamenii! Óskum öllum samstarfsmönnum og viðskiptavinum okkar á Suðurnesjum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Þökkum samstarf og viðskipti á liðnum árum. Byggingarverktakar Keflavíkur h.f. Suðurnesjamenn! Óskum öllum samstarfsmönnum og viðskiptavinum okkar á Suðurnesjum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Þökkum samstarf og viðskipti á liðnum árum. Rafmagnsverktakar Keflavíkur h.f. Suðurnesjamenn! Óskum öllum samstarfsmönnum og viðskiptavinum okkar á Suðurnesjum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Þökkum samstarf og viðskipti á liðnum árum. Málaraverktakar Keflavíkur h.f. S uðurnesjamenn! Óskum öllum samstarfsmönnum og viðskiptavinum okkar á Suðurnesjum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Þökkum samstarf og viðskipti á liðnum árum. Járniðnaðar- og pípulagningaverktakar Keflavíkur h.f. s *. 5 . . *. :• •: 8 •', •• •: •. ss JÓLATRÉSSKEMMTUN Nú um jólin cfna Lúðrasveit Keflavíkur og Drengjalúðrasveit barnaskólans í Keflavík til sameiginlegrar skemmtunar í Félagsbíói í Keflavík. Þar verSur m. a. sú nýbreytni, aS leiknir verSa tveir leikþættir meS tónlist inn á milli atriSa. — Annar leikurinn nefnist „Sællífislandi3“, gamanleikur í 6 atriSum og fylgir tónlist hverju atriSi. — Sá síSari er helgileikur meS inn- fclldri jólatónlist, einnig einsöng og tvísöng. Stjórnandi sveitanna er Herbert Hriberschek Ágústsson, sem einnig hefur á hendi leikstjórn í leikþættinum „SællífislandiS“. Nemendur úr leikskóla Sævars Helgasonar flytja hclgileikinn. Þá munu jólasveinar koma í heimsókn og sveidrnar leika jólalög. RáSgert er aS hafa sýningar laugardaginn 28. desember kl. 3 og 5. Eylandshjónin. Góðir gesfrir Nú á s. 1. sumri heimsóttu Island góðkunn- ir gestir vestan um haf. Voru það prestshjón- in frú Lilja og dr. Valdimar J. Eylands, sem hér höfðu dvalizt og starfað árið 1947—48, er dr. Valdimar þjónaði Útskálaprestakalli í skiptum við sóknarprestinn, sr. Eirík Brynj- ólfsson. — Síðan hafa ýmsir góðir og gegnir Suðurnesjabúar viljað tengja árið sjálfu tíma- tali Sögunnar líkt og tíðkaðist um stórvið- burði liðinna alda, og kalla dvöl þessara mætu hjóna á meðal okkar Eylandsárið að Útskálum. — Sú hlýja, sem í þessU felst talar sínu máli um þær miklu og al- mennu vinsældir, sem prestshjónin áunnu sér með ástúðlegri framkomu jafnt við háa sem lága. — Nú að þessu sinni komu Eylands- hjónin til að vera við vígslu Skálholtskirkju, sem fram fór í júlímánuði, en ríkisstjórn Is- lands hafði boðið dr. Valdimar sérstaklega sem forseta hinnar ísl. þjóðkirkju í Vestur- heimi. — Hér á landi höfðu hjónin skamma viðdvöl og í Keflavík voru þau aðeins stutta kvöldstund á heimili mínu og flugu svo að morgni frá Keflavíkurflugvelli suður til eyj- arinnar Sardinu á Miðjarðarhafi, þar sem dóttir þeirra er búsett. Blessuð jólin eru nú á næsta leiti og finnst mér því tilhlýðilegt að Ijúka þessum orðum með hugheilum jóla- og nýjárskveðjum til þeirra hjónanna með ósk um farsæld og ham- ingju þeim til handa á komandi tímum. -------- H. Th. B. Fjölmennum nú. Faxi vill vekja athygli á auglýsingu frá Lúðrasveit Keflavíkur og Drengjalúðrasveit barnaskólans í Keflavík, sem birt er hér á síðunni, um skemmtun, sem sveitirnar hyggj- ast halda í Félagsbíói laugard. 28. des. n. k, Ekki er að efa, að bæjarbúar og aðrir nær- sveitarmenn muni vel kunna að meta þessa nýbreytni og fjölmenna á skemmtunina, enda er hér einstætt tækifæri til að gera tvennt í senn, skemmta sjálfum sér og styrkja gott og menningarlegt málefni. FAXI — 225

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.