Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 2
Marta Valgerður Jónsdóttir:
Minningar frá Keflavík
Við erum nú komin út fyrir takmörk
hinnar gömlu Keflavíkur og höfum nú
um stund gengið um garða í Njarðvíkur-
landi. En þar sem við vorum nýlega stödd
á Litla-Vatnsnesi, hregðum við okkur inn
móana og göngum inn í Ytri-Njarðvíkur.
Við erum svo sem hálftíma inn eftir, þótt
við göngum hægt, en þar sem Stekkjar-
hamar er á miðri leið, munum við staldra
þar við og virða fyrir okkur hamrabeltið,
sem umlykur stekkinn að nokkru. Hamar-
inn gengur í sjó fram að norðan og skýlir
ágætlega kvosinni, sem stekkurinn var í.
Endur fyrir löngu mátti glöggt sjá þar
móta fyrir undirstöðu stekkjarveggjanna.
Að sunnan var hamarinn með nokkrum
gróðri inn á milli klettanna, sem margir
hverjir voru fagurlega gerð náttúrusmíð.
Nú mun þar allt breytt, enda komin beina-
mjölsverksmiðja á þessar slóðir.
Fram eftir öldum var Ytri-Njarðvík
eina bújörðin á allri torfunni, en nokkrar
hjáleigur fylgdu, eins og títt var á öllum
stórjörðum. Þegar Arni Magnússon og Páll
Vídalín ferðuðust um Suðurnes síðsumars
1703 og hófu að skrá Jarðabókina, eru hjá-
leigurnar, sem fylgdu Ytri-Njarðvík,
nefndar með nöfnum: Miðkot, Garðhús,
Bolafótur og sú fjórða nafnlaus, allar
byggðar, Svíri, gömul hjáleiga í auðn, og
önnur ónafngreind af sumum kölluð
Vindás, einnig í auðn með vilja ábúand-
ans. En tíminn á töfrasprota, sem breytir
og byltir hlutföllum í lífi manna og þjóða.
líka jarða, og oft hefur hjáleigan orðið
stórbýlinu hlutskarpari í umróti tímans.
Svo hefur hér orðið. Tæplega öld síðar en
Arni Magnússon skrásetti Suðurnesja-
jarðir, er ein hjáleigan í Ytri-Njarðvík orð-
in jöfn að virðingu og höfuðbólið, en þá
var hinn mikli athafnamaður og útvegs-
bóndi, Jón Sighvatsson, setztur að í Hös-
kuldarkoti, og gerði þar lengi garðinn
frægan. En Höskuldarkot var ein hjáleig-
an eftir 1703.
Síðar hófst Þórukot úr hjáleigu í mynd-
arlegt býli, bjuggu þar ágætir bændur,
hver eftir annan, og vel hefur Þórukots-
bóndinn verið að manni, sem undirbjó
ferð séra Odds úr Ytri-Njarðvíkum inn
yfir flóann, er hann nam brúði sína brott
frá Kirkjuvogi, en Þórukotsbóndinn lánaði
séra Oddi skip og menn til fararinnar, en
Gróa Björnsdóttir.
veizluborð var albúið i Þórukoti, er þau
hjónaefnin riðu í hlað að lokinni ferð yfir
heiðina. Þótti það hreystilega gert, að bjóða
hinum ríka Kirkjuvogsbónda þannig byrg-
inn. En nú hefur mig borið þarna nokkuð
af leið. Eg ætlaði sem sé að vera á ferð-
inni um síðustu aldamót og vík ég þá að
húsbændunum, sem bjuggu í Þórukoti
beggja megin aldamótanna, en það voru
þau hjónin Þorleifur Bjarnason og Gróa
Björnsdóttir, valinkunn sæmdarhjón. —
Höfðu þau byrjað búskap í Innri-Njarðvík
1881 og stundaði Þorleifur þá aðallega sjó-
inn, var hann formaður á eigin skipi og
gerði hann alla tíð sjálfur út skip sitt.
Að Þórukoti fluttu þau hjón vorið 1890
og færðu sig ekki um set eftir það. Stóð
heimili þeirra þar með miklum myndar-
og menningarbrag og góðvilji þeirra í garð
annarra var eins og og bezt varð á kosið.
Þórukot.
Þau hjón ólu upp fjögur börn. Voru þau
nýgift, er fyrsta barnið kom til þeirra.
Reyndust þau þessum börnum öllum eins
og sínum eigin. Þau báru það með sér
fósturbörnin, hve gott þau áttu og hve vel
þau voru alin upp. Þau yngstu sá ég oft,
er þau komu í verzlunarerindum út í
Keflavík. Alltaf voru þau vel og myndar-
lega klædd og framúrskarandi prúð í fram-
komu.
Þorleifur í Þórukoti var meðalmaður á
hæð, heldur grannur í vexti, liðlega vax-
inn og léttur í spori, fríður sýnum, bjartur
yfirlitum, hýr í bragði og einkar góð-
mannlegur, mikill snyrtimaður. Bæði voru
þau hjón mikið atorkusöm, en öll vinna
mun hafa verið framkvæmd með rósemi,
samfara hagsýni. Gróa Björnsdóttir var
mikil myndarkona í sjón og raun, festu-
leg, fyrirmannleg og ljúfmannleg. Sást
það glöggt, að þar fór kona, sem treysta
mátti í hverjum vanda. Húsfrú Gróa
klæddist íslenzkum búningi, sem fór henni
einkar vel, hún braut sjalið á horn, sem
var gamall siður og eldri en þá tíðakaðist.
Fór þetta mjög vel við íslenzka búninginn.
Gróa var fædd á Sjávarhólum á Kjalarnesi
2. okt. 1844. Voru foreldrar hennar Björn
Tómasson Bech, söðlasmiður og bóndi á
Sjávarhólum, og kona hans Margrét, f. 5.
sept. 1806, Loftsdóttir hreppstjóra á Neðra-
Hálsi í Kjós, f. 27. marz 1775, d. 20. sept.
1858, Guðmundssonar hreppstjóra á
Neðra-Hálsi, Þórðarsonar (H. P.: Kjósar-
menn, bls. 125—127).
Kona Lofts á Neðra-Hálsi og amma
Gróu var Karítas, f. 14. april 1777, d. 25.
marz 1851, Oddsdóttir prests á Reynivöll-
um í Kjós Þorvarðarsonar lögréttumanns
í Brautarholti Einarssonar og konu séra
Odds, Kristínar, f. um 1747, d. 15. júní
1815, Hálfdánardóttir prests í Eyvindar-
hólum Gíslasonar.
Björn, faðir Gróu, var fæddur í Reykja-
vík 23. febr. 1798, d. 23. júlí 1850 á Sjávar-
hólum Tómasson Bech söðlasmiðs í
Reykjavík, síðar (1817) bónda í Sjávarhól-
um, f. 1772, d. 10. ág. 1840 í Sjávarhólum
Björnssonar sýslumanns í Þingeyjarþingi,
f. 21. okt. 1727, d. 2. okt. 1796, Tómassonar.
Fyrri kona Tómasar Bech var Guðrún,
f. 10. okt. 1773 í Hlíðarhúsum við Reykja-
34 — F A X I